220 likes | 498 Views
Stjörnufræði Myndun, ævi og endalok stjarna. Myndun, æviskeið og endalok. Til að fá fram þróunarferli stjarna hafa stjörnufræðingar rannsakað stjörnur og gert eðlisfræðileg líkön að uppbyggingu og orkuvinnslu.
E N D
Stjörnufræði Myndun, ævi og endalok stjarna
Myndun, æviskeið og endalok Til að fá fram þróunarferli stjarna hafa stjörnufræðingar rannsakað stjörnur og gert eðlisfræðileg líkön að uppbyggingu og orkuvinnslu. • Þar sem orkumyndun stjarna byggir á kjarnahvörfum, þar sem ákveðin efni þurfa að vera tiltæk og ákveðnar aðstæður, þá hlýtur líftími þeirra að vera takmarkaður. • Kenningar um þróun stjarna taka fyrir myndun, mótun og breytingar sem verða á stjörnum allan lífsferilinn.
Frumstjörnur • Frumstjörnur myndast í dimmum köldum þokum þar sem aðdráttarkraftur milli efnisagna nær að mynda efnisklumpa, sem síðan hlaða utan á sig. • Frumstjarnan stækkar smám saman þegar efni hleðst utan á hana, hún þéttist meirra og meira, mest innst . Stöðuorka sem losnar breytist í varma, smám saman fer frumstjarnan að glóa. • Víða í alheiminum er að finna laust efni sem stjörnur geta myndast í.
Efnisþokur • Lausbundið efni, gas og ryk, er um allt stjörnukerfið • Lausbundið efni er þó langmest í diski Vetrarbrautarinnar. • Þar sem lausbundna efnið er mest samþjappað kallast það efnisþoka.
Efnisþokur • Efnisþokur eru á víð og dreif um vetrarbrautirnar en mest er af efninu í örmum þyrilvetrarbrauta
Ungar sólir • Þar sem aðstæður til myndunar sóla eru heppilegar verða til margar sólir saman í hnapp. • Aðdráttarkraftur milli stjarnanna heldur þeim saman í hóp. • Einstaka stjörnur ná þó oft að sleppa úr hópnum. • Ungir stjörnuhópar gefa innsýn í myndun og mótun stjarna.
Meginæviskeið sóla • Líftími ræðst af magni vetnis í kjarna sólarinnar og hversu hratt hún brennir því. • Því massameiri sem sólin er því hraðar brennir hún vetninu og lifir skemur.
Gul Sól • Sólin hefur verið meginæviskeiði sínu í 4,56 milljarða ára og hún á eftir um 7 milljarða ára í viðbót á því skeiði (Gul sól). • Á þessu æviskeiði þenst stjarna lítillega og ljósafl eykst að vissu marki.
Rauður risi • Þegar líður á ævi sólarinnar hægist verulega á vetnisbrunanum í kjarna og hún verður að rauðum risa. • Þá stækkar hún mjög mikið þegar ytri lög þenjast út en kjarni fellur saman og hitnar.
Rauðir risar • Kjarninn er að mestu úr helíum og þegar hann hefur hitnað nóg getur He-samruni hafist. Við samruna He myndast súrefni og kolefni. • Ytri lögin þenjast út og kólna. • Líftími Rauðra risa er mun minni en Gulra sóla, aðeins um 1/10 af líftíma Gulra sóla.
Eftir risaskeiðið • Þegar He er uppurið í kjarna fellur kjarninn aftur saman og ytri lög þenjast út og geta losnað frá stjörnunni. • Framhaldið ræðst af því hve massamikil stjarnan er.
Massaminni stjörnur • Massaminni stjörnur enda risaskeið sitt með því að ystu lög stjörnunnar þenjast út og losna frá kjarnanum. • Helíumblossi í ytri lögum leiðir til þess að öflug orkubylgja rífur mikið efnismagn frá stjörnu, allt að því helmingur upp-haflega massans yfirgefur stjörnuna.
Heitur kjarni og efnisþoka • Þá situr eftir berskjaldaður innsti hlutinn sem er úr kolefni og súrefni, mjög heitur (hvítglóandi). • Útfjólublá geislun frá innsta hlutanum örvar og/eða jónar gasið umhverfis, sem sést þá sem ljómandi kúluskel (planetary nebula).
Hvítir dvergar • Innsti hluti stjörnunnar sem situr eftir heldur áfram að dragast saman og verður hvítur dvergur. • Engin kjarnahvörf eru í gangi í þessum gamla kjarna stjörnunnar. • Hann dregst saman þar til rafeindaþrýstingur (lögmál Paulis) nær að stöðva samdráttinn, stærð hans er þá sambærileg við stærð jarðar, hvítur dvergur. • Hvítur dvergur er heitur og glóir en kólnar hægt. Við kólnun breytist litur hans yfir í rautt eða brúnt þar til hann hættir að glóa.
Massameiri stjörnur • Massamestu stjörnurnar enda æviskeið sitt með miklum hamförum, þar sem kjarninn hrynur saman undan eigin þunga, höggbylgja þeytir ytri lögum út í geiminn á gífurlegum hraða • Ljósafl stjörnunnar eykst hrikalega mikið margfaldast með 108 á stuttum tíma • Efnið sem sprengistjarna sprengdi utan af sér þenst út á miklum hraða og getur haft haft áhrif á nýmyndun stjarna.
Miklar fjarlægðir og lausbundið efni sem skyggir á veldur því að fæstar sprengistjörnur í okkar stjörnukerfi sjást frá jörðinni. En leifar sprenigstjörnu geta sést löngu eftir sprenginguna.
Nifteindastjörnur • Kjarni minni sprengistjarna fellur saman uns allt efnið hefur runnið saman í nifteindir. • Stjarnan sem þá er eftir er eingöngu úr nifteindum. • Nifteindastjörnur eru aðeins með um 10 km radíus.
Svarthol • Kjarnar massamestu stjarnanna enda sem svarthol. • Ekkert stöðvar þyngdarhrun kjarnans svo hann endar á stærð á punkt. • Þyngdarkraftar umhverfis svarthol eru svo miklir að ekki einu sinni ljósið sleppur. Meira um svarthol