140 likes | 529 Views
Íslenska tvö. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir Prologus Gylfaginning 1-6. Prologus Snorra-Eddu. Kafli 1 Höfundur rekur sköpunarsöguna eins og hún er sögð í Biblíunni, þ.e. Fyrstu bók Móse.
E N D
Íslenska tvö Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir Prologus Gylfaginning 1-6
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 1 • Höfundur rekur sköpunarsöguna eins og hún er sögð í Biblíunni, þ.e. Fyrstu bók Móse. • Hann segir að í upphafi hafi Guð skapað Adam og Evu og frá þeim hafi ættir manna dreifst út um víða veröld. • Sumt fólk var gott og rétttrúað en annað stjórnaðist af girndum sínum. • Í tímans rás tók fólk að vanrækja trúna og svo fór að víðs vegar um heiminn þekkti fólk ekki lengur skapara sinn. • Þetta fólk leitaðist engu að síður við að skýra upphaf veraldarinnar og eðli hennar. • Víðs vegar í heiminum voru því búnar til mismunandi skýringar á sköpun heimsins og tilvist mannsins.
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 2 • Til að skýra tilvist sína reyndu menn að átta sig á skipun veraldar. • Veröldin var því greind í þrjá hluta frá suðri í vestur og inn að Miðjarðarhafi: • Afríka • Enea (Evrópa) • Asía (þar er miðja heimsins)
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 3 • Hér segir frá Trójumönnum. • Trója, sem höfundur segir að við höfum kallað Tyrkland, var í miðri Asíu. • Þar voru mörg konungsríki og konungur eins þeirra var Munon eða Mennon. • Munon átti konu að nafni Trojan. • Þau áttu soninn Tror sem við köllum Þór. • Hann kvæntist spákonunni Síbil sem við köllum Sif. • Einn af afkomendum Þórs var Voden sem við köllum Óðin. • Kona Óðins hét Frigida en við köllum hana Frigg.
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 4 • Óðinn hafði spádómsgáfu og spáði því að nafn hans myndi verða haft uppi um alla norðurálfu heims og tignað umfram alla konunga. • Hann gerði því för sína frá Tyrklandi og hafði bæði mikinn mannfjölda og miklar gersemar með sér. • Hvar sem Óðinn og félagar komu voru sagðar miklar sögur af þeim. • Þeir þóttu líkari goðum en mönnum. • Óðinn setti þrjá syni sína til landgæslu norður í Saxlandi: • Vedeg (Víðar) • Beldeg (Baldur) • Sigi (frá honum eru Völsungar komnir – frönsk ætt) • Frá þessum sonum Óðins eru miklar ættir komnar.
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 5 • Óðinn kom svo norður til Reiðgotalands. Þar setti hann son sinn Skjöld til landgæslu. • Frá Skildi er komin sú ætt sem nefnist Skjöldungar. Það eru Danakonungar. • Síðan fór Óðinn til Svíþjóðar. Þar var fyrir Gylfi konungur. • Þegar Gylfi frétti af för Asíumanna, sem voru kallaðir æsir, bauð hann Óðni að hafa þau völd sem hann vildi. • Hvar sem æsir fóru var ár og friður og töldu menn að það væri þeirra vegna.
Prologus Snorra-Eddu • Kafli 5 (frh.) • Óðinn kaus sér bústað í Svíþjóð þar sem nefnist Sigtún. • Síðan fór hann til Noregs og setti son sinn Sæmund yfir ríki þar. Noregskonungar rekja ættir sínar til Sæmundar. • Óðinn setti svo Yngva son sinn sem konung yfir Svíþjóð. Frá honum eru komin sú ætt sem kallast Ynglingar. • Ætt Ása dreifðist um alla norðanverða Evrópu eins og sjá má af því að áhrifa tungumáls þeirra gætir víða á þessu svæði.
Gylfaginning • Kafli 1: Gylfi og Gefjun • Gylfi gefur Gefjunni land í ríki sínu að skemmtunarlaunum. • Gefjun á að fá eins mikið land og 4 uxar geta plægt á einum sólarhring. • Gefjun fær syni sína í uxalíki til að plægja fyrir sig. • Uxarnir taka stórt stykki úr landinu og flytja það á haf út. • Í stað landsins sem hvarf er nú Lögurinn (fornt nafn á vatninu Mälaren) í Svíþjóð. • Þar sem landið var sett niður nefndi Gefjun Selund (Sjáland).
Gylfaginning • Kafli 2: Gylfi í gervi Ganglera í Ásgarði • Gylfi vill fá að vita hvers vegna ásafólk er svo kunnugt að allir hlutir fara eins og það vill. • Hann dulbýr sig sem öldung og kallar sig Ganglera. • Æsir hafa spádómsgáfu og vita því af þessu ráðabruggi Gylfa. • Þeir gera Gylfa sjónhverfingar svo honum birtist mikil höll, þ.e. Hávahöll. • Í höllinni eru þrjú hásæti. • Hár (situr í neðsta hásætinu) • Jafnhár (situr í miðsætinu) • Þriðji (situr í hæsta hásætinu) • Ganglera er borinn matur og drykkur og honum er tjáð að hann muni ekki fara úr höllinni án þess að verða fróðari.
Gylfaginning • Kafli 3: Alfaðir • Gangleri spyr hver sé æðstur og elstur allra goða. • Hann fær þau svör að það sé Alfaðir. • Alfaðir hefur 12 nöfn í Ásgarði. • Hann er eilífur og almáttugur og skapari allra hluta. • Hann skapaði manninn og sér svo um að eftir jarðvistina fari góðir menn til vistar með sér á Gimli en slæmir menn fari til Heljar. • Áður en sköpun heimsins átti sér stað var Alfaðir með hrímþursum.
Gylfaginning • Kafli 4: Niflheimur og Múspellsheimur • Gangleri spyr hvernig hafi verið umhorfs í veröldinni áður en heimurinn var skapaður. • Hann fær þau svör að mörgum öldum áður en jörðin var sköpuð hafi Niflheimur verið til • Í honum miðjum var brunnurinn Hvergelmir. • Þaðan féllu margar ár. • Múspellsheimur er enn eldri en Niflheimur. • Múspellsheimur er í suðurálfu og er brennheitur. • Surtur heitir útvörður Múspellsheims. Hann hefur logandi sverð sem hann mun sigra goðin með í ragnarökum.
Úr Gylfaginningu • Kafli 5: Ýmir • Gangleri spyr hverjir hafi byggt heiminn áður en mannfólkið varð til. • Hann fær þau svör að þegar árnar sem runnu úr Hvergelmi hafi verið komnar svo langt frá upptökum sínum að eiturkvikan í þeim hafi verið farin að frjósa, hafi norðurhluti Ginnungagaps tekið að fyllast af ís. • Suðurhluti Ginnungagaps var hins vegar brennheitur. • Hitinn bræddi ísinn og af honum bráðnaði kvikudropi sem varð að mannslíkama. • Mannslíkaminn var nefndur Ýmir. Þaðan eru ættir hrímþursa komnar. • Ýmir var illur eins og allri hrímþursar. • Þegar hann svaf, svitnaði hann. • Þá uxu maður og kona undir vinstri hönd hans. • Annar fótur Ýmis gat svo son við hinum.
Gylfaginning • Kafli 6: Auðhumla og upphaf Óðins • Gangleri spyr nánar út í Ými. • Hann fær þau svör að næst þegar hrímið draup af völdum íss og hita hafi kýrin Auðhumla orðið til. • Úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár sem Ýmir nærðist á. • Sjálf nærðist kýrin á því að sleikja hrímsteina en þeir voru saltir. • Fyrsta daginn sem hún sleikti steinana kom úr þeim mannshár. • Næsta dag varð til mannshöfuð. • Þriðja daginn varð til maður sem kallaður var Búri. • Búri giftist Bestlu og eignaðist með henni soninn Bor. • Bor og Bestla eignuðust þrjá máttuga syni: • Óðin • Vilja • Vé