170 likes | 387 Views
Íslenska tvö Bls. 48-53. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Í upphafi var orðið. „Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði , og Orðið var Guð .“ Þannig hefst Jóhannesarguðspjall Nýja testamentisins . Undirstrikar mikilvægi – og helgi – tungumálsins.
E N D
Íslenska tvöBls. 48-53 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Í upphafi var orðið „Í upphafivarOrðiðogOrðiðvarhjáGuði, ogOrðiðvarGuð.“ • ÞannighefstJóhannesarguðspjallNýjatestamentisins. • Undirstrikar mikilvægi – og helgi – tungumálsins. • Mörg menningarsamfélög eiga sér sambærilegar goðsagnir um tungumálið, vald þess og töframátt. • Sérstök málnotkun er talin hafa yfirnáttúrulegan mátt.
Í upphafi var orðið • Flest dýr nota merkjakerfi af einhverju tagi til að hafa samskipti sín á milli. • Maðurinn er hins vegar eina dýrið á jörinni sem notar tungumál. • Menn hafa lengi reynt að skilja hvers vegna svo er. • Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að kenna öðrum dýrum en manninum að nota tungumál. • Apar hafa lært að nota orð og einfaldar setningar (táknmál). • Ekki hefur hins vegar tekist að kenna nokkru dýri að nota tungumál á skapandi hátt líkt og maðurinn gerir.
Í upphafi var orðið • Vísindamenn hafa öldum saman reynt að útskýra hvernig stóð á því að maðurinn tók til máls. • Danski málvísindamaðurinn Otto Jespersen (1860-1943) flokkaði þekktar kenningar um uppruna mannlegs máls í fjóra flokka og bætti sjálfur fimmta flokknum við: • Mu – mjá kenningin • Æi – úff – sjúkk kenningin • Ding – dong kenningin • Híf – opp kenningin • La – la kenningin
Í upphafi var orðið • Mu – mjá kenningin • Í upphafi málsins hermdi fólk eftir hljóðum í umhverfinu, einkum dýrahljóðum. • Í flestum tungumálum eru til s.k. hljóðgerfingar sem líkja eftir hljómi þess sem þeir standa fyrir (hrafninn krunkar, kötturinn mjálmar, músin tístir o.s.frv.) • Hljóðgerfingar eru hins vegar aðeins örsmár hluti af orðaforða tungumála og eru auk þess mjög ólíkir milli tungumála. • Þessi kenning dugar því ekki sem heildarskýring á uppruna tungumála.
Í upphafi var orðið • Æi – úff kenningin • Tungumál mannsins varð til úr ósálfráðum hljóðum sem fólk gefur frá sér þegar það finnur til sársauka eða kemst í geðshræringu. • Í öllum tungumálum eru til upphrópanir sem eru bara eitt hljóð (t.d. æ! = viðbragð við sársauka). • Ekkert tungumál inniheldur þó mörg slík orð. • Smellir, andvörp og innsog sem notuð eru í þessu skyni eiga heldur fátt skylt með sérhljóðum og samhljóðum í hljóðkerfum tungumála.
Í upphafi var orðið • Ding – dong kenningin • Tungumálið varð til við það að fólk brást við áreiti úr umhverfi sínu og myndaði hljóð sem endurspegluðu umhverfið á einhvern hátt. • Til eru orð sem merkja það sama víðast hvar í heiminum (t.d. mamma). • Þessi dæmi eru hins vegar ákaflega fá.
Í upphafi var orðið • Híf – opp kenningin • Tungumálið varð til við það að fólk vann saman. • Af líkamlegri áreynslu spruttu taktföst, sameiginleg öskur sem á löngum tíma þróuðust í söngva sem urðu undirstaða tungumáls. • Taktviss einkenni tungumála styðja þessa kenningu. • Þessi taktfasta málnotkun er hins vegar afar lítill hluti af tungumálum. • Kenningin dugir því ekki sem heildarskýring á uppruna mannlegs máls.
Í upphafi var orðið • La – la kenningin • Þessa kenningu setti Otto Jespersen fram sjálfur. • Tungumálið varð til á þann hátt að maðurinn þurfti leið til að sýna hrifningu sína á öðrum manni og tjá sig um rómantískar hliðar lífsins. • Þessi kenning nær þó yfir allt of lítinn þátt málnotkunar til að hægt sé að alhæfa um uppruna mannlegs máls út frá henni.
Í upphafi var orðið • Ein kenning til viðbótar • Þegar forfeður mannsins fóru að ganga á tveimur fótum fengu hendurnar tækifæri til að takast á við ný hlutverk. • Við þetta þróuðust fínhreyfingar handanna. • Á svipaðan hátt má segja að þegar maðurinn fór að safna fæðu í stað þess að borða jafnóðum það sem hann fann eða veiddi afmörkuðust matmálstímar þannig að munnurinn gat tekið að sér ný verkefni!
Í upphafi var orðið • Rannsóknir á uppruna tungumála • Gríski sagnaritarinn Heródót segir frá egypska konungnum Psamtik sem uppi var á 7. öld f.Kr. • Hann vildi komast að því hvaða tungumál á jörðinni væri upprunalegast. • Hann vonaði að það væri egypska. • Hann ákvað að halda tveimur kornabörnum í einangrun frá öllu máli og hlusta svo eftir því hvaða tungumál þau myndu fyrst tala. • Hjal barnanna virtist ekki vera egypska svo Psamtik varð fyrir miklum vonbrigðum. • Fleiri heimildir eru um tilraunir af þessu tagi þar sem börnum var haldið í mállausu umhverfi til að heyra hvaða tungumál þau myndu tala.
Í upphafi var orðið • Til eru frásagnir af „villibörnum“ sem ólust upp meðal dýra. • Villibörnin töluðu ekki þegar þau fundust og fæst þeirra náðu nokkrum tökum á notkun tungumáls. • Svo virðist sem samneyti við talandi fólk sé skilyrði þess að maðurinn læri að tala. • Í Biblíunni er að finna frásögn af því hvers vegna tungumál manna greindust í sundur. • Sjá söguna um Babelsturninn á bls. 51-52 í Íslensku tvö.
Í upphafi var orðið • Raunin er sú að enn í dag er uppruni mannlegs máls óljós. • Líklega hafa talfæri og taugakerfi mannsins þróast til máls á tímabilinu 50.000 – 30.000 f.Kr., þ.e. á fyrri hluta steinaldar. • Líklega hefur einhvers konar samskiptakerfi verið til löngu fyrr, þ.e. Kerfi sem dugði til að miðla færni frá kynslóð til kynslóðar.
Í upphafi var orðið • Flestir hallast að því að maðurinn hafi verið farinn að tala fyrir 30.-50.000 árum því þá hafi talfæri og taugakerfi mannsins verið farin að ráða við tungumál. • Til eru 30.000 ára gömul hellamálverk sem endurspegla hugsun og vitsmuni sem erfitt er að sjá fyrir sér að hafi komið á undan málinu. • Ekki er þó útilokað að málið sé talsvert eldra og sumir fræðimenn telja það 150.000 ára gamalt.
Í upphafi var orðið • Þótt mannlegt mál sé meira en 30.000 ára gamalt eru elstu sannanir um ritmál mun yngri. • Þær eru ekki nema um 10.000 ára gamlar. • Hvernig skyldi manninum hafa dottið í hug að varðveita tungumál sitt með því að skrá það? • Hver var tilgangurinn? • Hverjar voru fyrstu tilraunirnar? • Þessar spurningar snúast ekki síður um þróun mannsins en þróun tungumáls.
Í upphafi var orðið • Skyldu öll tungumál hafa þróast út frá einu frummáli og breyst við það að menn dreifðu sér um jörðina? • Urðu til ólík tungumál samtímis á ólíkum stöðum í heiminum. • Líklega fæst aldrei endanlega úr þessu skorið. • Atriði sem eru sameiginleg öllum þekktum málum gætu bent til sameiginlegs frummáls en gætu líka bent til þess að hvar sem tungumál þróaðist hafi það þróast meðal manna á svipuðu þroskastigi og verið ætlað sambærilegt hlutverk. • Flestir málvísindamenn nútímans hallast að því að ekki hafi verið um eitt frummál að ræða og telja að sameiginleg einkenni tungumála megi frekar rekja til þróunar mannsins og hlutverks tungumálsins.
Í upphafi var orðið • Til umræðu í kennslustund • Berðu íslensku saman við önnur tungumál sem þú þekkir til að komast að sameiginlegum einkennum: • Eru til sérhljóðar og samhljóðar í þeim öllum? • Eru til nafnorð og sagnorð í þeim öllum? • Eiga öll málin aðferð við að tjá liðinn tíma, neitun og spurningar? • Eru fallbeygingar í öllum málunum? • Eiga öll málin forsetningar? • Laga sagnir og lýsingarorð sig að kyni og tölu nafnorða í öllum málunum? • Er frumlag á undan sögn í grundvallarorðaröð í öllum málunum?