230 likes | 1.1k Views
5. kafli. Temprun á líkamsvökvum. Afgangur og úrgangur. Afgangsefni Ef of mikið verður af einhverju efni í líkamanum sem honum er nauðsynlegt. T.d. vatn, sölt, sykur og hormón. Úrgangsefni Efni sem myndast við efnaskipti og eru líkamanum óþörf í hvaða magni sem er.
E N D
5. kafli Temprun á líkamsvökvum
Afgangur og úrgangur • Afgangsefni • Ef of mikið verður af einhverju efni í líkamanum sem honum er nauðsynlegt. • T.d. vatn, sölt, sykur og hormón. • Úrgangsefni • Efni sem myndast við efnaskipti og eru líkamanum óþörf í hvaða magni sem er. • T.d. ammoníak og galllitarefni. • Skilin á milli afgangsefna og úrgangsefna eru ekki alltaf ljós.
Þveiti • Þegar unnin eru úrgangsefni úr blóði og þau losuð út úr líkamanum. • Þveitislíffæri: • Nýru • Lifur • Húð
Húðin • Húðin hefur svitakirtla og með þeim losa þeir líkamann við vatn og leyst efni s.s. sölt, þvagefni ofl. • Aðalhlutverk svitakirtlanna er samt sem áður að tempra líkamshitann
Lifrin • Stærsti kirtill líkamans ~ 1,5 kg. • Liggur hægra megin í kviðarholi, rétt neðan við þindina. • Gallrás liggur til smáþarma – gallblaðra.
Lifrin • Mikið blóðflæði – tvöföld blóðrás: • Lifrarslagæð með næringar- og súrefnisríkt blóð. • Lifrarportæð með blóð frá þörmum. • Öll næringarefni sem frásogast í meltingarvegi berast til lifrar áður en þau eru flutt til annarra hluta líkamans.
Hlutverk lifrar • Stjórnar styrk sykurs í blóði • Framleiðir glýkogen þegar nóg er af sykri í blóðinu, setur glúkósa í blóðið þegar blóðsykur er lítill • Geymir næringarefni. • Glýkógen, fitu, fituleysanleg vítamín (A, D, E, K) og ýmis steinefni t.d. járn. • Myndar gall. • Gallsölt taka þátt í fitumeltingu. • Eyðir rauðum blóðkornum. • Brýtur niður gömul og lúin rauðkorn. • Í blóðrauða er járn sem nýtist aftur og ýmis litarefni (galllitarefni) sem sameinast galli. • Gul og græn galllitarefni breytast í brún í meltingarvegi en það er litur hægða (AHHHHA....Það er þá skýringin)
Hlutverk lifrar • Hitar líkamann. • Efnahvörf sem eiga sér stað í lifur hita upp innyfli. • Myndar þvagefni. • Breytir ammóníaki (sem myndast við niðurbrot próteina) í þvagefni sem er flutt með blóði til nýrna og síðan losað út með þvagi. • Eyðir ýmsum efnum t.d. eiturefnum. • Lifrin gerir ýmis lyf og eiturefni skaðlaus t.d. alkóhól og hormón. • Staður próteinmyndunar • T.d. Flest prótein blóðvökvans • Agnarétur bakteríur og ýmis efni úr blóði. • Hvít blóðkorn í lifrinni • Framleiðir kólesteról fyrir líkamann. • Að vísu fær líkaminn einnig kólesteról úr fæðunni.
Lifrarsjúkdómar • Gula verður vegna uppsöfnunar galllitarefna í blóði og vefjum. • Skorpulifur stafar af ofneyslu áfengis í langan tíma. • Lifrafrumur í skorpulifur deyja og er skipt út fyrir örvef
Nýrun • Tvö talsins, rauðleit og u.þ.b. 150 grömm hvort þeirra. • Í laginu eins og baunir. • Baklægt í kviðarholi, í hæð við efstu lendarliði • Eru að hluta til varin af neðstu rifbeinunum • Frá hvoru nýra liggur þvagpípa (þvagleiðari) niður í þvagblöðru. • Frá þvagblöðru liggur þvagrás út úr líkamanum • Rúmlega 1 lítri af blóði streymir um nýrun á hverri mínútu (20-25% af útfalli hjartans) • Það gerir 1800 lítra á dag • Nýrnaslagæð og nýrnabláæð
Hlutverk nýrna • Stjórna ýmsum þáttum blóðs svo sem: • Jónastyrk • Geta haldið í eða losað ýmsar jónir með þvagi • Blóðmagni • Getur haldið í eða losað líkaman við vatn í blóði • Blóðþrýstingi (með því að mynda renín) • Bæði vegna frásog vatn og salta • Sýrustigi (með því að seyta H+ og halda í HCO3-) • Skilja út úrgangsefni og framandi efni • T.d. þvagefni, vatnsleysanleg vítamín o.fl. • Mynda hormón • calcitriol (sem er virkt form D-vítamíns) • erythropoietin (sem eykur myndun rauðra blóðkorna)
Innri gerð nýrna • Börkur – ytri hluti. • Mergur – innri hluti. • Mergurinn tengist nýrnaskjóðu en þaðan rennur fullmyndað þvag í þvagpípu. • Í hvoru nýra eru rúmlega milljón nýrungar en það eru starfseiningar nýrna. • Nýrnaslagæð liggur til nýrna og grein frá henni liggur til hvers nýrungs. • Æðar frá nýrungum sameinast svo aftur í nýrnabláæð.
Nýrungur • Nýrnahylki er bikar með þröngu opi • Nýrnapípla liggur frá hylkinu sem skiptist í þrennt: • Nærpíplu. • Sveigpíplu. • Fjarpíplu • Fjærpíplan tengist safnrás, sem leiðir þvagið niður í nýrnaskjóðu og þaðan í þvagpípu.
Nýrungur, framhald • Inni í opi nýrna-hylkisins greinist slagæðlingurinn í háræðar sem kallast æðhnoðri • (Bowmans hylki) • Háræðarnar sameinast aftur í eina æð sem flytur blóðið út úr hylkinu en greinist aftur utan um nýrnapípluna • Er því portæðakerfi • Háræðarnar tengjast svo bláæðakerfi nýrans.
Myndun þvags • 3 atriði í nýrum sem eru mikilvæg fyrir myndun þvags • Síun • Endursog • Seyti • Síun • Æðin sem liggur inn í nýrnahylkið er breiðari en sú sem liggur út úr hylkinu yfirþrýstingur. • Vökvahluti blóðs þrýstist út úr háræðunum og inn í hylkið (um 10 - 20% blóðvökvans) frumþvag. • Frumþvag (180 lítrar á sólarhring). • Vatn, þvagefni, glúkósi, sölt, vítamín ofl. • Ekki blóðfrumur og prótein (þ.e.a.s. ekki stærri efni).
Myndun þvags • Endursog: • Stærsti hluti frumþvagsins er endursogaður í blóðið. • Stærsti hluti vatnsins (99%), allur glúkósinn, sölt eftir þörfum ofl. • Þvagefnið og önnur efni sitja eftir í píplunni og enda að lokum í safnrásinni. • Samsetning þvags er breytileg eftir líkamsástandi. • Meðalþvagframleiðsla er 1,8 lítri á sólarhring.
Myndun þvags • Seyti: • Efni eru unnin úr blóði háræða og seytt inn í píplurnar • T.d. H +, K +, lyf og eiturefni • Seyti er sérstaklega mikilvægt fyrir stjórnun nýrna á pH með því að seyta eða halda í H+ jónir
Temprun á þvagmyndun • Vatnsmagn í þvagi ræðst einkum af þvagtemprandi hormóni (vasópressíni) • Vasópressín (ADH) er hormón losað frá aftari hluta heiladinguls • Það eykur upptöku á vatni í nýrum og því þurfum við að pissa minna (“ekki pissa hormón”) • Önnur hormón taka líka þátt í temprun á þvagmyndun: • Renín-angíótensín-aldósterón kerfið • endursog á Na+ og Cl- úr nýrnapíplum aukið endursog á vatni vegna osmósu blóðþrýstingur hækkar • ANP • Hjartagáttir gefa þá frá sér hormónið ANP sem eykur útskilnað á Na+ og vatni þvagmagn eykst, blóðmagn minnkar og blóðþrýstingur lækkar