1 / 21

5. kafli

5. kafli. Temprun á líkamsvökvum. Afgangur og úrgangur. Afgangsefni Ef of mikið verður af einhverju efni í líkamanum sem honum er nauðsynlegt. T.d. vatn, sölt, sykur og hormón. Úrgangsefni Efni sem myndast við efnaskipti og eru líkamanum óþörf í hvaða magni sem er.

chanel
Download Presentation

5. kafli

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 5. kafli Temprun á líkamsvökvum

  2. Afgangur og úrgangur • Afgangsefni • Ef of mikið verður af einhverju efni í líkamanum sem honum er nauðsynlegt. • T.d. vatn, sölt, sykur og hormón. • Úrgangsefni • Efni sem myndast við efnaskipti og eru líkamanum óþörf í hvaða magni sem er. • T.d. ammoníak og galllitarefni. • Skilin á milli afgangsefna og úrgangsefna eru ekki alltaf ljós.

  3. Þveiti • Þegar unnin eru úrgangsefni úr blóði og þau losuð út úr líkamanum. • Þveitislíffæri: • Nýru • Lifur • Húð

  4. Húðin • Húðin hefur svitakirtla og með þeim losa þeir líkamann við vatn og leyst efni s.s. sölt, þvagefni ofl. • Aðalhlutverk svitakirtlanna er samt sem áður að tempra líkamshitann

  5. Lifrin • Stærsti kirtill líkamans ~ 1,5 kg. • Liggur hægra megin í kviðarholi, rétt neðan við þindina. • Gallrás liggur til smáþarma – gallblaðra.

  6. Lifrin • Mikið blóðflæði – tvöföld blóðrás: • Lifrarslagæð með næringar- og súrefnisríkt blóð. • Lifrarportæð með blóð frá þörmum. • Öll næringarefni sem frásogast í meltingarvegi berast til lifrar áður en þau eru flutt til annarra hluta líkamans.

  7. Hlutverk lifrar • Stjórnar styrk sykurs í blóði • Framleiðir glýkogen þegar nóg er af sykri í blóðinu, setur glúkósa í blóðið þegar blóðsykur er lítill • Geymir næringarefni. • Glýkógen, fitu, fituleysanleg vítamín (A, D, E, K) og ýmis steinefni t.d. járn. • Myndar gall. • Gallsölt taka þátt í fitumeltingu. • Eyðir rauðum blóðkornum. • Brýtur niður gömul og lúin rauðkorn. • Í blóðrauða er járn sem nýtist aftur og ýmis litarefni (galllitarefni) sem sameinast galli. • Gul og græn galllitarefni breytast í brún í meltingarvegi en það er litur hægða (AHHHHA....Það er þá skýringin)

  8. Hlutverk lifrar • Hitar líkamann. • Efnahvörf sem eiga sér stað í lifur hita upp innyfli. • Myndar þvagefni. • Breytir ammóníaki (sem myndast við niðurbrot próteina) í þvagefni sem er flutt með blóði til nýrna og síðan losað út með þvagi. • Eyðir ýmsum efnum t.d. eiturefnum. • Lifrin gerir ýmis lyf og eiturefni skaðlaus t.d. alkóhól og hormón. • Staður próteinmyndunar • T.d. Flest prótein blóðvökvans • Agnarétur bakteríur og ýmis efni úr blóði. • Hvít blóðkorn í lifrinni • Framleiðir kólesteról fyrir líkamann. • Að vísu fær líkaminn einnig kólesteról úr fæðunni.

  9. Lifrarsjúkdómar • Gula verður vegna uppsöfnunar galllitarefna í blóði og vefjum. • Skorpulifur stafar af ofneyslu áfengis í langan tíma. • Lifrafrumur í skorpulifur deyja og er skipt út fyrir örvef

  10. Nýrun • Tvö talsins, rauðleit og u.þ.b. 150 grömm hvort þeirra. • Í laginu eins og baunir. • Baklægt í kviðarholi, í hæð við efstu lendarliði • Eru að hluta til varin af neðstu rifbeinunum • Frá hvoru nýra liggur þvagpípa (þvagleiðari) niður í þvagblöðru. • Frá þvagblöðru liggur þvagrás út úr líkamanum • Rúmlega 1 lítri af blóði streymir um nýrun á hverri mínútu (20-25% af útfalli hjartans) • Það gerir 1800 lítra á dag • Nýrnaslagæð og nýrnabláæð

  11. Hlutverk nýrna • Stjórna ýmsum þáttum blóðs svo sem: • Jónastyrk • Geta haldið í eða losað ýmsar jónir með þvagi • Blóðmagni • Getur haldið í eða losað líkaman við vatn í blóði • Blóðþrýstingi (með því að mynda renín) • Bæði vegna frásog vatn og salta • Sýrustigi (með því að seyta H+ og halda í HCO3-) • Skilja út úrgangsefni og framandi efni • T.d. þvagefni, vatnsleysanleg vítamín o.fl. • Mynda hormón • calcitriol (sem er virkt form D-vítamíns) • erythropoietin (sem eykur myndun rauðra blóðkorna)

  12. Innri gerð nýrna • Börkur – ytri hluti. • Mergur – innri hluti. • Mergurinn tengist nýrnaskjóðu en þaðan rennur fullmyndað þvag í þvagpípu. • Í hvoru nýra eru rúmlega milljón nýrungar en það eru starfseiningar nýrna. • Nýrnaslagæð liggur til nýrna og grein frá henni liggur til hvers nýrungs. • Æðar frá nýrungum sameinast svo aftur í nýrnabláæð.

  13. Nýrungur • Nýrnahylki er bikar með þröngu opi • Nýrnapípla liggur frá hylkinu sem skiptist í þrennt: • Nærpíplu. • Sveigpíplu. • Fjarpíplu • Fjærpíplan tengist safnrás, sem leiðir þvagið niður í nýrnaskjóðu og þaðan í þvagpípu.

  14. Nýrungur, framhald • Inni í opi nýrna-hylkisins greinist slagæðlingurinn í háræðar sem kallast æðhnoðri • (Bowmans hylki) • Háræðarnar sameinast aftur í eina æð sem flytur blóðið út úr hylkinu en greinist aftur utan um nýrnapípluna • Er því portæðakerfi • Háræðarnar tengjast svo bláæðakerfi nýrans.

  15. Myndun þvags • 3 atriði í nýrum sem eru mikilvæg fyrir myndun þvags • Síun • Endursog • Seyti • Síun • Æðin sem liggur inn í nýrnahylkið er breiðari en sú sem liggur út úr hylkinu  yfirþrýstingur. • Vökvahluti blóðs þrýstist út úr háræðunum og inn í hylkið (um 10 - 20% blóðvökvans) frumþvag. • Frumþvag (180 lítrar á sólarhring). • Vatn, þvagefni, glúkósi, sölt, vítamín ofl. • Ekki blóðfrumur og prótein (þ.e.a.s. ekki stærri efni).

  16. Myndun þvags • Endursog: • Stærsti hluti frumþvagsins er endursogaður í blóðið. • Stærsti hluti vatnsins (99%), allur glúkósinn, sölt eftir þörfum ofl. • Þvagefnið og önnur efni sitja eftir í píplunni og enda að lokum í safnrásinni. • Samsetning þvags er breytileg eftir líkamsástandi. • Meðalþvagframleiðsla er 1,8 lítri á sólarhring.

  17. Myndun þvags • Seyti: • Efni eru unnin úr blóði háræða og seytt inn í píplurnar • T.d. H +, K +, lyf og eiturefni • Seyti er sérstaklega mikilvægt fyrir stjórnun nýrna á pH með því að seyta eða halda í H+ jónir

  18. Myndun þvags

  19. ATH mynd 5.8 og texta á bls 142

  20. Temprun á þvagmyndun • Vatnsmagn í þvagi ræðst einkum af þvagtemprandi hormóni (vasópressíni) • Vasópressín (ADH) er hormón losað frá aftari hluta heiladinguls • Það eykur upptöku á vatni í nýrum og því þurfum við að pissa minna (“ekki pissa hormón”) • Önnur hormón taka líka þátt í temprun á þvagmyndun: • Renín-angíótensín-aldósterón kerfið • endursog á Na+ og Cl- úr nýrnapíplum  aukið endursog á vatni vegna osmósu  blóðþrýstingur hækkar • ANP • Hjartagáttir gefa þá frá sér hormónið ANP sem eykur útskilnað á Na+ og vatni  þvagmagn eykst, blóðmagn minnkar og blóðþrýstingur lækkar

More Related