330 likes | 503 Views
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar (ÞS) Miðstöð fyrir hreyfihamlað fólk . Málþing Heilaheilla 21. maí 2011. Hverjir og hvenær?. Sjálfsbjargarheimilið Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra Áætlað að miðstöðin opni í haust. Hvar er verkefnið statt?. 2009: Þarfagreining – Hrefna Óskarsdóttir
E N D
Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar (ÞS)Miðstöð fyrir hreyfihamlað fólk Málþing Heilaheilla 21. maí 2011
Hverjir og hvenær? • Sjálfsbjargarheimilið • Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra Áætlað að miðstöðin opni í haust
Hvar er verkefnið statt? 2009: Þarfagreining – Hrefna Óskarsdóttir • Ótvíræð þörf á óháðri ráðgjafar- og stuðningsþjónustu fyrir hreyfihamlað fólk • Sami einstaklingur þarf að leita fanga víða • Hlutleysi upplýsinga ekki alltaf tryggt • Sömu aðilar veita þjónustuna og upplýsingar um hana 2011: Undirbúningshópur skilaði rekstraráætlun
Undirbúningshópurinn • Claudia Vennemann, markaðsstjóri • Dr. Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur • Hildur Friðriksdóttir, félagsfræðingur, MA • Pála Kristín Bergsveinsdóttir, félagsráðgjafi • Valerie Harris, iðjuþjálfi, MSc
Efnisatriði • Markhópar • Hugmyndafræði og lagalegt umhverfi • Sýn, markmið, gildi fyrir ÞÞS • Þjónustuframboð • Heimasíða • Skipulag • Samstarf • Hlutleysi • Staðsetning • Samstarfsaðilar • Þýðing ÞS fyrir þá sem fá slag • Þýðing fyrir þá sem starfa að endurhæfingu • Framtíðarsýn
Markhópar miðstöðvarinnar • Hreyfihamlað fólk 18 ára og eldra • Fólk með langvarandi hreyfiskerðingu • Þeir sem lenda í tímabundinni hreyfiskerðingu • Aðstandendur • Fræðasamfélagið • Starfsfólk fyrirtækja og stofnana • Lauslega áætlaður fjöldi um 10.000 manns Miðstöðin verður upplýsingaveita fyrir alla landsmenn og mun leggja áhersla á jafningjafræðslu
Hugmyndafræði til grundvallar • Félagsleg nálgun • Samfélagslegar hindranir eiga stóran þátt í að skapa fötlun einstaklings • Sjálfstætt líf • Jöfn tækifæri, sjálfsákvörðunarréttur og sjálfsvirðing • Allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, eiga rétt á samfélagsþátttöku til jafns við aðra • Krafa um val og stjórn í daglegu lífi • Valdefling • Lífsgæði, borgaraleg réttindi, mannréttindi og grundvallarbreytingar á viðhorfum og uppbyggingu þjónustu • Greiðari aðgangur að upplýsingum og ráðgjöf eykur valdeflingu
Lagalegt umhverfi ÞS • Lög um málefni fatlaðra, nr. 59/1992 • Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 • Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2009)
Sýn Að efla hreyfihamlað fólk, 18 ára og eldra, til sjálfstæðs lífs og útrýma samfélagslegum hindrunum í garð þeirra
Markmið Að veita hreyfihömluðu fólki og aðstandendum þeirra upplýsingar og stuðning á þeirra eigin forsendum Að standa fyrir námskeiðum og jafningjafræðslu Að tryggja aðgang að upplýsingum og ráðgjöf Að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og vinna að hugarfarsbreytingu í samfélaginu Að halda kostnaði við þjónustuna í lágmarki fyrir viðskiptavini
Gildi Þjónusta miðstöðvarinnar er óháð og tekur mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni Þjónustan er aðgengileg og þörfum viðskiptavina er mætt á skilvirkan hátt Þjónusta miðstöðvarinnar er sýnileg í samfélaginu
Einkunnarorð „Þín leið til sjálfstæðs lífs“
Þjónusta sem ÞS mun veita • Þjónusta sem snýr að upplýsingagjöf • Upplýsingar á einum stað um öll þau réttindi sem hreyfihömluðum einstaklingi ber • Yfirsýn yfir þjónustu, endurhæfingu og aðstoð sem auðveldar hreyfihömluðu fólki að lifa sjálfstæðu lífi og að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Miðstöðin mun veita upplýsingar til aðstandenda, fagaðila og almennings
Þjónusta frh. • Upplýsingar um réttindamál • Bætur • Húsnæðismál, bifreiðamál o.fl. • Fræðsla/námskeið • Jafningjafræðsla • ÞS mun vinna að hugarfarsbreytingu um málefni hreyfihamlaðs fólks • Samstarf • ÞS mun leggja áherslu á samstarf við hagsmunasamtök, fyrirtæki, fagfólk og stofnanir sem sinna málefnum fatlaðs fólks, auk samstarfs við stéttarfélög, sveitarfélög og ríki ÞÞS starfar á landsvísu – ráðgjafar fara reglulega út á land
Heimasíða • Upplýsingar • Réttindi • Krækjur • Gagnvirkni • Fræðsla • Þjónusta • Útgefið efni • Innri vefur fyrir starfsfólk
Skipulag ÞS • Eigendur: • Sjálfsbjörg lsf. • Sjálfsbjargarheimilið • Stjórn: • Gert er ráð fyrir að stjórn sé skipuð á þingi Sjálfsbjargar lsf. • Starfsmenn: • Forstöðumaður • Þrír þjónusturáðgjafar • Móttökufulltrúi • Umsjónarmaður fræðslumála • Umsjónarmaður heimasíðu Stefnt er að því að hreyfihamlað fólk skipi a.m.k. helming stöðugilda
Hugmyndafræði starfsmannastefnu • ÞS leggur áherslu á að starfsfólk sýni afburða þjónustulund og að samskipti fari fram á jafnræðisgrundvelli • Brýnt er að starfsfólk starfi í andahugmyndafræði miðstöðvarinnar og hafi hlotið víðtæka starfsþjálfun • Þjónustan sem veitt er skal ekki bera keim af forræðishyggju heldur hvetja til aukins sjálfræðis og sjálfstæðis viðskiptavina
Hlutleysi • Áhersla verður lögð á að tryggja hlutleysi ÞS gagnvart: • Stofnunum og fyrirtækjum sem ÞS mun veita upplýsingar um • Viðskiptavininum sjálfum • Miðstöðin mun ekki bjóða þjónustu sem getur flokkast sem eiginleg meðferð
Samstarfsaðilar • Fagstéttir/fagfólk í endurhæfingu • Félagsþjónustan • Grensásdeild • Reykjalundur • Hagsmunasamtök • Sveitarfélög • Tryggingastofnun/Sjúkratryggingar • Virk • ÖBÍ • Einkafyrirtæki
Grunnur lagður að samstarfi • Undirbúningshópurinn hefur rætt við fjölda aðila: • Fulltrúa hagsmunasamtaka • Fulltrúa endurhæfingarstofnana • Fulltrúa almannatryggingakerfisins • Fulltrúa annarra ráðgjafamiðstöðva • Fulltrúa fræðasamfélagsins • Fulltrúa einkarekinna fyrirtækja • Fulltrúa tilvonandi viðskiptavina Samstarf er miðstöðinni lífsnauðsynlegt
Ummæli viðmælenda • „Kerfið er frumskógur - það vantar leiðsögumenn‟ • „ÞS á að veita ítarlegar upplýsingar um aðgengi að semfélaginu‟ • „Miðstöðin þarf að vera milliliður við kerfið” • „Helsta hindrunin í framþróun málefna fatlaðra á Íslandi er sú að fatlað fólk þekkir ekki rétt sinn og leitar hans ekki‟ • „Tilgangur miðstöðvarinnar hlýtur að vera að brjóta niður ósýnilega veggi þeirra sem eru hreyfihamlaðir miðað við hina sem ekki eiga í vandræðum með að komast leiðar sinnar”
Tengd starfsemi • Hægt væri að leigja herbergi, fundarherbergi og kennslusal til: • Hagsmunasamtaka • Fræðasamfélagsins • Hópa ungs fatlaðs fólks • List- og handverkssýningar fatlaðs fólks • Mætti bjóða leikhópum hreyfihamlaðs fólks að æfa í kennslusalnum til að tengja ungt fólk beint við miðstöðina
Staðsetning • Fyrst um sinn að Hátúni 12 • Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu • Á fyrstu hæð • Gott aðgengi • Næg bílastæði
Hvernig getur ÞS nýst Gunnari sem fær slag? Dvöl á Landspítala: • Aðstandendur Gunnars nýta sér vefsíðu ÞS til að fá upplýsingar um: – Slag og batahorfur – Heilaheill – Fjárhagsleg réttindi og bætur • Endurhæfingaúrræði í boði
Dvöl á endurhæfingarstofnun • Gunnar og eiginkona hans hitta ráðgjafa ÞS til að fá upplýsingar um: • Við hverju megi búast þegar hann útskrifast heim • Heimaþjónustu • Breytingar á húsnæði eða nýtt hentugra húsnæði • Hjálpartæki • Gunnar nýtir sér samskiptasíðu á vef ÞS til að komast í samband við aðra einstaklinga í svipaðri stöðu • Eiginkona Gunnars sækir einnig námskeið fyrir aðstandendur hjá ÞS
Útskrift heim • Fyrir milligöngu ÞS leigja þau tímabundið sjúkrarúm þar sem Gunnar átti ekki rétt á slíku í gegnum Hjálpartækjamiðstöð • Gunnar • Sækir námskeið hjá ÞS um aðlögun að lífi með fötlun • Gerist meðlimur stuðningshóps á vegum ÞS • Fær upplýsingar frá ÞS um möguleika í atvinnumálum og starfstengdri endurhæfingu • Gunnar og fjölskylda hans leita áfram til ráðgjafa ÞS þegar þau reka sig á nýjar hindranir vegna fötlunar Gunnars
Hvað mun ÞS þýða fyrir endurhæfingu á Íslandi? • Hreyfihamlað fólk getur fengið upplýsingar og fræðslu á einum stað • Starfsmenn stofnana og aðrir sem sinna hreyfihömluðu fólki fá aukinn tíma til að sinna öðru en upplýsingagjöf • Legutími á endurhæfingarstofnunum getur hugsanlega styst • Endurinnlögnum getur hugsanlega fækkað Getur allt stuðlað að þjóðfélagslegum sparnaði
Þjóðfélagslegur sparnaður vegna eflingar einstaklingsins • Einstaklingurinn getur orðið virkari í samfélaginu • Dregið getur úr andlegri vanlíðan • Sparnaður í ferðakostnaði fatlaðs fólks • Tímasparnaður vegna færri ferða
Þýðing fyrir fagaðila sem starfa að endurhæfingu Hægt að vísa viðskiptavinum á einn stað varðandi hlutlausar upplýsingar um: • Réttindamál • Framboð á endurhæfingu/þjónustu • Aðgengi • Hjálpartæki til tímabundinnar notkunar
Þýðing fyrir fagaðila, frh. • Hægt að vísa viðskiptavinum á fræðsluefni og námskeið varðandi hin ýmsu mál er auka sjálfstæði þeirra: • Aðlögun að lífi með fötlun • Samningur Sameinuðu þjóðanna • Sjálfsstyrking • Jafningjafræðsla
Framtíðarsýn fyrir ÞS • Öflugt starfslið • Starfsþjálfunarstaða • Vel staðsett og aðgengilegt húsnæði • Miðstöðin hefur náð til breiðs hóps viðskiptavina um allt land • Hjá ÞS er lögð áhersla á jafningjafræðslu • Viðskiptavinir virkir þátttakendur í sköpun þekkingar • Sterkt tengslanet • Starfsemin ber sig fjárhagslega • Þjóðfélagslegur sparnaður hefur hlotist af starfsemi ÞS • Miðstöðin í stöðugri framþróun ÞS orðin sú lyftistöng sem nauðsynleg er starfi Sjálfsbjargar til eflingar hreyfihamlaðs fólks til sjálfstæðs lífs í takt við nýja tíma
Takk fyrir áheyrnina Allar ábendingar vel þegnar Tengiliður: Ingibjörg Loftsdóttir il@ismennt.is