1 / 18

Íslenska tvö

Íslenska tvö. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir Kafli 1, bls. 12-21 og bls. 33-34. Úr Prologus Snorra-Eddu. 1. kafli Höfundur rekur sköpunarsöguna eins og hún er sögð í Biblíunni, þ.e. Fyrstu bók Móse.

marlie
Download Presentation

Íslenska tvö

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvö Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir Kafli 1, bls. 12-21 og bls. 33-34

  2. Úr Prologus Snorra-Eddu • 1. kafli • Höfundur rekur sköpunarsöguna eins og hún er sögð í Biblíunni, þ.e. Fyrstu bók Móse. • Hann segir að í upphafi hafi Guð skapað Adam og Evu og frá þeim hafi ættir manna dreifst út um víða veröld. • Sumt fólk var gott og rétttrúað en annað stjórnaðist af girndum sínum. • Í tímans rás tók fólk að vanrækja trúna og svo fór að víðs vegar um heiminn þekkti fólk ekki lengur skapara sinn. • Þetta fólk leitaðist engu að síður við að skýra upphaf veraldarinnar og eðli hennar. • Víðs vegar í heiminum voru því búnar til mismunandi skýringar á sköpun heimsins og tilvist mannsins.

  3. Úr Prologus Snorra-Eddu • 2. kafli • Til að skýra tilvist sína reyndu menn að átta sig á skipun veraldar. • Veröldin var því greind í þrjá hluta frá suðri í vestur og inn að Miðjarðarhafi: • Afríka • Enea (Evrópa) • Asía (þar er miðja heimsins)

  4. Úr Prologus Snorra-Eddu • 3. kafli • Hér segir frá Trójumönnum. • Trója, sem höfundur segir að við höfum kallað Tyrkland, var í miðri Asíu. • Þar voru mörg konungsríki og konungur eins þeirra var Munon eða Mennon. • Munon átti konu að nafni Trojan. • Þau áttu soninn Tror sem við köllum Þór. • Afkomandi Þórs var Voden sem við köllum Óðin. • Kona Óðins hét Frigida en við köllum hana Frigg.

  5. Úr Prologus Snorra-Eddu • 4. kafli • Óðinn hafði spádómsgáfu og spáði því að nafn hans myndi verða haft uppi um alla norðurálfu heims og tignað umfram alla konunga. • Hann gerði því för sína frá Tyrklandi og hafði bæði mikinn mannfjölda og miklar gersemar með sér. • Hvar sem Óðinn og félagar komu voru sagðar miklar sögur af þeim. • Þeir þóttu líkari goðum en mönnum. • Óðinn setti þrjá syni sína til landgæslu norður í Saxlandi: • Vedeg (Víðar) • Beldeg (Baldur) • Sigi (frá honum eru Völsungar komnir – frönsk ætt) • Frá þessum sonum Óðins eru miklar ættir komnar.

  6. Úr Prologus Snorra-Eddu • 5. kafli • Óðinn kom svo norður til Reiðgotalands. Þar setti hann son sinn Skjöld til landgæslu. • Frá Skildi er komin sú ætt sem nefnist Skjöldungar. Það eru Danakonungar. • Síðan fór Óðinn til Svíþjóðar. Þar var fyrir Gylfi konungur. • Þegar Gylfi frétti af för Asíumanna, sem voru kallaðir æsir, bauð hann Óðni að hafa þau völd sem hann vildi. • Hvar sem æsir fóru var ár og friður og töldu menn að það væri þeirra vegna.

  7. Úr Prologus Snorra-Eddu • 5. kafli (frh.) • Óðinn kaus sér bústað í Svíþjóð þar sem nefnist Sigtún. • Síðan fór hann til Noregs og setti son sinn Sæmund yfir ríki þar. Noregskonungar rekja ættir sínar til Sæmundar. • Óðinn setti svo Yngva son sinn sem konung yfir Svíþjóð. Frá honum eru komin sú ætt sem kallast Ynglingar. • Ætt Ása dreifðist um alla norðanverða Evrópu eins og sjá má af því að áhrifa tungumáls þeirra gætir víða á þessu svæði.

  8. Úr Gylfaginningu • Gylfi og Gefjun • Gylfi gefur Gefjunni land í ríki sínu að skemmtunarlaunum. • Gefjun á að fá eins mikið land og 4 uxar geta plægt á einum sólarhring. • Gefjun fær syni sína í uxalíki til að plægja fyrir sig. • Uxarnir taka stórt stykki úr landinu og flytja það á haf út. • Í stað landsins sem hvarf er nú Lögurinn (fornt nafn á vatninu Mälaren) í Svíþjóð. • Þar sem landið var sett niður nefndi Gefjun Selund (Sjáland).

  9. Úr Gylfaginningu • Gylfi í gervi Ganglera í Ásgarði • Gylfi vill fá að vita hvers vegna ásafólk er svo kunnugt að allir hlutir fara eins og það vill. • Hann dulbýr sig sem öldung og kallar sig Ganglera. • Æsir hafa spádómsgáfu og vita því af þessu ráðabruggi Gylfa. • Þeir gera Gylfa sjónhverfingar svo honum birtist mikil höll, þ.e. Hávahöll. • Í höllinni eru þrjú hásæti. • Hár (situr í neðsta hásætinu) • Jafnhár (situr í miðsætinu) • Þriðji (situr í hæsta hásætinu) • Ganglera er borinn matur og drykkur og honum er tjáð að hann muni ekki fara úr höllinni án þess að verða fróðari.

  10. Úr Gylfaginningu • Alfaðir • Gangleri spyr hver sé æðstur og elstur allra goða. • Hann fær þau svör að það sé Alfaðir. • Alfaðir hefur 12 nöfn í Ásgarði. • Hann er eilífur og almáttugur og skapari allra hluta. • Hann skapaði manninn og sér svo um að eftir jarðvistina fari góðir menn til vistar með sér á Gimli en slæmir menn fari til Heljar. • Áður en sköpun heimsins átti sér stað var Alfaðir með hrímþursum.

  11. Úr Gylfaginningu • Niflheimur og Múspellsheimur • Gangleri spyr hvernig hafi verið umhorfs í veröldinni áður en heimurinn var skapaður. • Hann fær þau svör að mörgum öldum áður en jörðin var sköpuð hafi Niflheimur verið til • Í honum miðjum var brunnurinn Hvergelmir. • Þaðan féllu margar ár. • Múspellsheimur er enn eldri en Niflheimur. • Múspellsheimur er í suðurálfu og er brennheitur. • Surtur heitir útvörður Múspellsheims. Hann hefur logandi sverð sem hann mun sigra goðin með í ragnarökum.

  12. Úr Gylfaginningu • Ymir • Gangleri spyr hverjir hafi byggt heiminn áður en mannfólkið varð til. • Hann fær þau svör að þegar árnar sem runnu úr Hvergelmi hafi verið komnar svo langt frá upptökum sínum að eiturkvikan í þeim hafi verið farin að frjósa, hafi norðurhluti Ginnungagaps tekið að fyllast af ís. • Suðurhluti Ginnungagaps var hins vegar brennheitur. • Hitinn bræddi ísinn og af honum bráðnaði kvikudropi sem varð að mannslíkama. • Mannslíkaminn var nefndur Ymir. Þaðan eru ættir hrímþursa komnar. • Ymir var illur eins og allri hrímþursar. • Þegar hann svaf, svitnaði hann. • Þá uxu maður og kona undir vinstri hönd hans. • Annar fótur Ymis gat svo son við hinum.

  13. Úr Gylfaginningu • Auðhumla og upphaf Óðins • Gangleri spyr nánar út í Ymi. • Hann fær þau svör að næst þegar hrímið draup af völdum íss og hita hafi kýrin Auðhumla orðið til. • Úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár sem Ymir nærðist á. • Sjálf nærðist kýrin á því að sleikja hrímsteina en þeir voru saltir. • Fyrsta daginn sem hún sleikti steinana kom úr þeim mannshár. • Næsta dag varð til mannshöfuð. • Þriðja daginn varð til maður sem kallaður var Búri. • Búri giftist Bestlu og eignaðist með henni soninn Bor. • Bor og Bestla eignuðust þrjá máttuga syni: • Óðin • Vilja • Vé

  14. Úr Gylfaginningu • Ymir drepinn – Bergelmir • Gangleri spyr út í samskipti Ymis og Bors. • Honum er svarað að synir Bors hafi drepið Ymi. • Úr sárum Ymis rann svo mikið blóð að öll ætt hrímþursa drukknaði nema Bergelmir og fjölskylda hans. • Af því hyski eru því hrímþursaættir komnar.

  15. Úr Gylfaginningu • Sköpun heimsins • Synir Bors tóku hræið af Ymi og settu það í mitt Ginnungagap. • Af því gerðu þeir svo jörðina. • Blóðið varð að sjó og vötnum en beinin að björgum. • Tennur, jaxlar og brotin bein urðu að grjóti og urðum. • Úr haus Ymis gerðu þeir bræður himininn og festu hann yfir jörðina með fjórum skautum. • Á hvert skaut settu þeir dverga sem heita Austri, Vestri, Norðri og Suðri. • Neista og lausa járnmola úr Múspellsheimi settu bræður á miðjan Ginnungahimin, bæði að ofan og neðan til að lýsa upp himin og jörð. • Þeir komu jafnframt skipan á gang himintungla.

  16. Úr Gylfaginningu • Sköpun heimins, frh. • Samkvæmt heimsmynd þessari er jörðin kringlótt og utan um hana liggur sjórinn. • Á ströndinni búa jötnar en innar búa Æsir í borg sem gerð er úr brám Ymis. • Borg þessi nefnist Miðgarður. • Heila Ymis köstuðu Æsir upp á himininn og kölluðu ský.

  17. Úr Gylfaginningu • Sköpun mannanna (bls. 33-34) • Gangleri spyr hvaðan mennirnir séu komnir. • Honum er svarað að þegar synir Bors gengu með ströndinni hafi þeir fundið tvö tré. • Þeir tóku trén og sköpuðu af þeim menn. • Fyrsti bróðirinn gaf trjánum önd (anda) og líf. • Annar bróðirinn gaf trjánum vit og hreyfigetu. • Þriðji bróðirinn gaf trjánum útlit, mál, heyrn og sjón. • Karlmaðurinn var látinn heita Askur en konan Embla. • Þau fengu bústað undir Miðgarði og frá þeim er mannkynið komið.

  18. Úr Gylfaginningu • Sköpun mannanna (bls. 33-34) • Æsir gerðu sér borg í miðju heimsins. Hún er kölluð Ásgarður eða Trója. • Kona Óðins er Frigg Fjörgynsdóttir og frá þeim hjónum er ætt ása komin. • Óðinn er kallaður Alfaðir þar sem hann er faðir allra goða og manna og skapari heimsins. • Jörðin er bæði dóttir Óðins og kona. Með henni á hann fyrsta son sinn, Ásaþór. • Ásaþór hefur mikinn styrk.

More Related