250 likes | 672 Views
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir. ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 5. hluti. 19. öldin – frelsisöld Sjálfstæðisbarátta og skútur. Fólksfjöldi, árferði og búsetuhættir á 19. öld. Mannfjöldi á Íslandi 1801= 47 þús. > 1901= 78 þús. Sveitir landsins fullsetnar um 1860
E N D
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 5. hluti 19. öldin – frelsisöld Sjálfstæðisbarátta og skútur Sigurður Pétursson 2010
Fólksfjöldi, árferði og búsetuhættir á 19. öld • Mannfjöldi á Íslandi • 1801= 47 þús. > 1901= 78 þús. • Sveitir landsins fullsetnar um 1860 • Fólk leitar nýrra tækifæra: Á mölinni og í Vesturheimi • 90% landsmanna lifði á landbúnaði • Bændur – lausamenn – þurrabúðarfólk • Vinnufólk bundið vistarbandi Sigurður Pétursson 2010
Landbúnaður og verslun Íslenskt bændasamfélag: • Sjálfsþurftarbúskapur • Sveitaheimilið sjálfstæð efnahagseining • Verslun jókst; kaffi, korn og sykur • Búnaðarskólar: Ný tækni og vinnubrögð • Torfi Bjarnason í Ólafsdal 1880 • Sauðasalan til Bretlands 1880-1905 • Bændur selja lifandi fé • Peningaviðskipti / Kaupfélög Sigurður Pétursson 2010
Heilsufar og heilbrigði • Læknar og ljósmæður • Ljósmæður eina menntastétt kvenna • Læknum fjölgar úr 4 í 30 um miðja öld • Sjúkdómar • Smit og óþrif: Holdsveiki og sullaveiki • Barnadauði • 1850 = 35%, minnkaði verulega • Aukið hreinlæti, brjóstagjöf, fræðsla og læknishjálp Sigurður Pétursson 2010
Rómantík sem listastefna: Myndlist, landslag. Bókmenntir: ættjarðarljóð, hetjukvæði. Þjóðsögur - Þjóðsagnasöfnun Þjóðlög, þjóðbúningar, þjóðdansar. Rómantík sem stjórnmálastefna: Þjóðernishyggja Tungumál, saga og menningararfleifð Sjálfstjórn og sjálfstæði þjóða Áhrifavaldur í Evrópu á 19. og 20. öld. Hvað er þjóð? Rómantík og þjóðernishyggja Sigurður Pétursson 2010
Upphaf sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Þjóðernisrómantík og sjálfstæðisbarátta: • Ármann á Alþingi • Tímarit Baldvins Einarssonar (1829-33). • Fjölnir, tímarit stofnað 1835 • Fjölnismenn: Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tómas Sæmundsson • Tímaritin voru prentuð í Kaupmannahöfn og komu út einu sinni á ári Sigurður Pétursson 2010
Alþingi endurreist • Bylting Jörundar hundadagakonungs • Napóleonsstríð og valdarán 1809 • Danska konungsríkið (eftir tap Noregs 1814): • Danmörk: Jótland og dönsku eyjarnar • Þýsku hertogadæmin Slésvík og Holtsetaland • Eyjarnar í Atlantshafi: Ísland, Færeyjar, Grænland • Alþingi endurreist í Reykjavík 1845 • Ráðgefandi þing (engin völd) • Einveldi afnumið í Danmörku 1848 • Danir missa hertogadæmin í stríði 1864 Sigurður Pétursson 2010
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns SigurðssonarJón Sigurðsson fæddur 17. júní 1811, þingmaður Ísfirðinga 1844 til 1879 - hrafnseyri.is Hvað kom Jón Sigurðsson oft í kjördæmið? Sigurður Pétursson 2010
Alþingi og Jón Sigurðsson • Alþingi 1845-1874, ráðgefandi þing • Þingmenn úr öllum sýslum landsins • Kosningaréttur takmarkaður (4-8%) • Bændalýðræði • Jón Sigurðsson forystumaður á Alþingi • Forseti Hins íslenska bókmenntafélags • Bjó og starfaði í Kaupmannahöfn • Trúlofaður í tólf ár, giftist Ingibjörgu Einarsdóttur • Gaf út Ný félagsrit Sigurður Pétursson 2010
Þjóðfundurinn 1851 • Stjórnlagaþing fyrir Íslendinga • Danir fá stjórnarskrá 1849: Ísland er hérað í Danmörku með dálitla sérstöðu • Íslendingar: Ísland er sérstakur hluti danska ríkisins í konungssambandi við Dani. Alþingi fái löggjafarvald • Fulltrúi konungs slítur fundinum áður en tillögur um stjórnarskrá fást afgreiddar • Jón Sigurðsson mótmælir í nafni konungs og þjóðarinnar. „Vér mótmælum allir“ • Ísland áfram hluti af danska konungsríkinu, án stjórnarskrár Sigurður Pétursson 2010
Verslunarfrelsi 1855 • Einokunarverslun Dana var afnumin 1787 • Fríhöndlun: Allir þegnar Danakonungs máttu versla • Sex kaupstaðir stofnaðir: Ísafjörður einn af þeim • Mestöll verslun áfram í höndum danskra kaupmanna: Selstöðuverslanir • Íslenskir kaupmenn eftir 1800 • Jón Sigurðsson barðist fyrir verslunarfrelsi og taldi það leiða til velmegunar og þroska þjóðarinnar • Verslunarfrelsi við allar þjóðir 1855 Sigurður Pétursson 2010
Verslun á 19.öld: Krambúð Sigurður Pétursson 2010
Kóngurinn kíkir við með stjórnarskrá 1874 • Kristján konungur IX. setti Íslandi sérstaka stjórnarskrá 1874 • Fyrsti konungurinn sem heimsótti landið • Þjóðhátíð á Þingvöllum og víðar • Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum • Upphafið að frídegi verslunarmanna • Næstur kom Friðrik 8. árið 1907 • Heimsótti Flateyri og Ísafjörð Sigurður Pétursson 2010
Stjórnarskráin 1874 Ísland var hluti af danska ríkinu með sérstökum réttindum Alþingi fékk löggjafarvald og fjárveitingavald með konungi Danskt framkvæmdavald: Íslandsráðherra íKaupmannahöfn, en Landshöfðingi á Íslandi Almenn mannréttindi: Félagafrelsi, prentfrelsi, trúfrelsi (með þjóðkirkju) Sigurður Pétursson 2010
Alþingishúsið við Austurvöll tekið í notkun 1881 Sigurður Pétursson 2010
Menntun og skólar Barnafræðsla • Fræðsluskylda á heimilum, prestar hafa eftirlit: Lestur, skrift, reikningur • Barnaskólar stofnaðir í kaupstöðum og þorpum eftir 1870 • Lærði skólinn – Menntaskólinn í Reykjavík • Undirbúningur fyrir háskóla/embættismenn • Prestaskólinn stofnaður 1847 • Búnaðarskólar, sjómannaskóli • Kvennaskólar Sigurður Pétursson 2010
Sjávarútvegur á 19. öld Árabátaútgerð • Aukabúgrein með landbúnaði • Vertíðir: Vetrar- og vorvertíð jan-maí • Verstöðvar, verferðir • Árabátar = Opnir bátar • Veiðarfæri: Handfæri, einnig lína og net • Þurrabúðir og tómthús • Bústaðir sjómanna í verstöðvum / þorpum • Andstaða bænda: hætta á sveitarómögum, skortur á vinnuafli, “ómenning” • Vistarbandið losnar smám saman Sigurður Pétursson 2010
Áraskip. Teinæringur með seglum. Þjóðminjasafnið Sigurður Pétursson 2010
Skútuöldin Þilskipaútgerð (þilskip=skútur) • Íslendingar hefja skútuútgerð upp úr 1800 • Þrír brautryðjendur (1800-1830): • Bjarni Sívertsen í Hafnarfirði • Guðmundur Scheving í Flatey • Ólafur Thorlacius á Bíldudal • Einkenni: Útgerð og verslun samtengd • Útflutningur: Saltfiskur til Spánar og hákarlalýsi til evrópskra borga • Mestur fjöldi þilskipa um 1850 á Vestfjörðum, en eftir 1880 í Reykjavík Sigurður Pétursson 2010
Skútuöldin II • Stórútgerðarmenn: Margþættur rekstur • Útgerð, saltfiskverkun, inn- og útflutningur, • Auk þess verkstæði, bakarí, prentsmiðja, gufuskip... • Ásgeirsverslun á Ísafirði • Pétur J Thorsteinsson á Bíldudal • Geir Zoega í Reykjavík • Skútubæir og þorp • Bæir: Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður • Þorp: Flateyri, Þingeyri, Bíldudalur, Patreksfjörður, Flatey, Stykkishólmur Sigurður Pétursson 2010
Skútuöldin III: Nýjungar • Þilskipaútgerð • Lengri veiðitími, aukinn afli • Veiðarfæri: Handfæri. Áhöfn 9-30 menn • Verkun: Þorskur>saltfiskur / Hákarl>lýsi • Íshús, til að kæla beitu (helst síld). • Síldveiðar og hvalveiðar • Norðmenn kynna landanum síldveiðar • Norðmenn reisa 11 hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum 1880-1903 • Vestfirðingar sjá bæði gufuvélar og peninga Sigurður Pétursson 2010
Bæjarlíf...borgaramenning • „Þéttbýlið eykur fjör og dug og félagsskap.“ • Góðgerðarfélög heldri borgara • Hagsmunafélög: iðnaðarmenn • Góðtemplarareglan, stúkurnar • Fyrsta reynsla margra af félagsstarfi • Vínbann sett á 1915 (-1932) • Gúttó - samkomuhús • Skemmtanir, leikhús, dansleikir • Tónlist – leiklist - málaralist Sigurður Pétursson 2010
Vesturferðir • 15 þúsund Íslendingar fluttu til Ameríku á árunum 1870-1914 • Ástæður: Landþrengsli, harðindi, Öskjugos,ævintýraþrá, nýir möguleikar • Vesturfarar: Vestur-Íslendingar • Settust að í Kanada og Bandaríkjunum • Flestir í Nýja Íslandi, við Winnipegvatn í Manitobafylki í Kanada • Gimli, helsti bær Íslendinga Sigurður Pétursson 2010