110 likes | 218 Views
Tilraunaverkefni Barnaverndarstofu um íhlutun vegna heimilisofbeldis. Bragi Guðbrandsson forstjóri. Tilefni verkefnisins, ástæða 1. Aukin og bætt þekking á áhrifum heimilisofbeldis á andlega og líkamlega heilsu barna Early Childhood Adverse Experience studies
E N D
TilraunaverkefniBarnaverndarstofu um íhlutunvegnaheimilisofbeldis BragiGuðbrandssonforstjóri
Tilefni verkefnisins, ástæða 1. • Aukin og bætt þekking á áhrifum heimilisofbeldis á andlega og líkamlega heilsu barna • Early Childhood Adverse Experience studies • Meginniðurstöður: Áföll á bernskuárum á borð við heimilisofbeldi geta haft skaðleg og varanleg áhrif á þroska miðtaugakerfis og þ.a.l. geðræna sem líkamlega heilsu allt fram á fullorðinsár
Tilefni, ástæða 2 • Launhelgi heimilisofbeldis • Heimilisofbeldi er fjölskylduleyndarmál sem ekki er rætt við aðra utan fjölskyldunnar • Íhlutun lögreglu • Í lögregluútköll vegna heimilisófriðar/ofbeldis felast tækifæri til að afhjúpa leyndarmálið og aðgöngumiði að börnum sem þarfnast hjálpar • Úrslitum getur ráðið að hafist sé handa án tafar
Tilefni, ástæða 3 • Íhlutun barnaverndarnefnda (bvn) • Úttekt lögreglunnar bendir til að bvn hafi ekki komið að lögregluútköllum nema í undantekningartilvikum (LHR 2010) • Allur þorri bvn hafa ekki skipulagðar bakvaktir til að sinna útköllum utan daglegs vinnutíma
Tilefni, ástæða 4 • Fullorðinsmiðuð íhlutun • Erlendar rannsóknir benda til að á vettvangi heimilisofbeldis beinist íhlutun að samræðu og aðgerðum er beinast að fullorðnum (N. Stanley et. al, 2010, C. Overlien, 2010) • Börnin eru yfirleitt afskipt, sett til hliðar og fá ekki aðhlynningu • Líðan þeirra einkennist af kvíða, óöryggi, skömm, reiði en líka þrá eftir friði og sátt á heimilinu
Markmið: barnvænleg íhlutun • Að tryggja aðkomu barnaverndar að heimilisofbeldi þegar börn eru á heimilum. • Að veita börnum tafarlausa áfallahjálp og stuðning til að vinna með afleiðingar heimilisofbeldis. • Að leiða í ljós líðan og sjónarmið barnanna í því skyni að treysta öryggi þeirra og velferð við meðferð mála
Framkvæmd • Aðilar verkefnis: • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sjö barnaverndarnefndir, Barnaverndarstofa • Útvistun: • Samningur gerður við sérfræðing á sviði áfallamiðaðar meðferðar og rannsóknarviðtala við börn • Verkefnið hófst í september 2011
Framkvæmd • Sérfræðingur bregst við tilkynningu frá lögreglu að kvöld- og næturlagi og um helgar • Ræðir við börnin og kannar líðan þeirra, upplifun og viðhorf til þeirra atburða sem leiddi til lögregluafskipta. • Sérfræðingur metur þörf fyrir áfallahjálp. • Meðferðarviðtöl og stuðningur fyrir þau börn sem það þurfa í kjölfar útkalls ásamt foreldra yngri barna. • Aðgangur barna að greiningu og meðferð ekki takmarkaður við lögregluútköll
Heildarfjöldi barna Heildarfjöldi barna í meðferð
Ávinningur • Sú sérhæfða aðstoð og áfallahjálp sem börnunum hefur verið veitt • Þau jákvæðu viðbrögð sem börnin hafa sýnt og raunar foreldranna einnig • Hagkvæmni í framkvæmd en kostnaður nam alls 8.5 mkr eða um 50 þús pr. barn • Áskorun til sveitarfélaga um að sameinast um bakvaktarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Lærdómur • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í barnavernd getur skilið eftir göt sem þarf og unnt er að stoppa í. • Verkefnið hefur sýnt fram á eitt þeirra og fært okkur þekkingu um: • eðli og umfang þessa úrlausnarefnis og hversu brýnt það er finna á því framhald • mikilvægi þess að hin ólíku stjórnsýslustig, stofnanir og starfsgreinar samhæfi störf sín og vinni saman • að vilji er allt sem þarf!