140 likes | 334 Views
Börn og trú - kynning. Með uppeldi er átt við þá viðleitni fullorðinna einstaklinga að miðla til barna og unglinga -með gagnvirkum áhrifum- þekkingu og færni, viðhofum og afstö ð u, samfélags og trúarhefðum sem einkenna það félagslega og menningarlega umhverfi sem uppeldið fer fram í.
E N D
Börn og trú - kynning Með uppeldi er átt við þá viðleitni fullorðinna einstaklinga að miðla til barna og unglinga -með gagnvirkum áhrifum- þekkingu og færni, viðhofum og afstöðu, samfélags og trúarhefðum sem einkenna það félagslega og menningarlega umhverfi sem uppeldið fer fram í. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Hver er ég? Til hvers lifi ég? Á lífið sér takmark og tilgang? Hvað stýrir í raun atferli mínu? Hef ég frjálsan vilja eða bundinn? Er allt fyrirfram ákveðið og örlög mín í öllu ráðin? Hvað er gott og hvað illt? Hvaðan kemur hið illa? Hvað er sönn mennska? Er Guð til? Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Hvernig fæðast spurningar um trú og lífsskoðun? • Eru þær háðar þeirri menningu sem einstaklingurinn lifir í? • Eiga þær rætur í sammannlegum þörfum, óháðum menningu? • Hvaða hlutverki gegna þessar hugmyndir, félagslega, menningarlega og persónulega? Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Trúarlífssálarfræðin fæst við að lýsa og skýra atferli og reynslu hins trúaða. • Hún tjáir sig ekki um sanngildi trúarinnar. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú- kynnning • Trúhneigðin á sér tæpast eina, afmarkaða rót. • Ætla má að einstakir þættir í veru mannsins og persónugerð geri hann í misríkum mæli móttækilegan fyrir trúarlegum áhrifum. • Líta má á trú sem kerfi hugmynda sem ljá lífi mannsins merkingu. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Enginn kemst frá uppruna sínum. Óhætt mun að fullyrða að trúarinnihaldið kemur frá umhverfinu. • Það gildir hið sama um hið trúarlega og aðra sálfræðilega þætti og starfsemi: Það verður að skapa því skilyrði til þroska. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Staðhæft er að allir sem alast upp í samfélögum þar sem eingyðistrú er ríkjandi komi sér upp einhverskonar guðsmynd. • Guðsmyndin ræður miklu um trúarafstöðu einstaklingsins. • Hvaða mynd af Guði geymir þú í hugskoti þínu? Hvaðan er hún komin. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Þekkingarfélagsfræðingar leggja afar mikla áherslu á þá þýðingu sem samræður og samvistir við „significant others“ hafa fyrir persónulegan raunveruleikaskilning hvers einstaklings. • Hvað segir það um áhrif uppeldis á trúarafstöðu manna? Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum takast á hendur að virða frelsi foreldra, og eftir því sem við á lögráðamanna, til þess að tryggja trúarlegt og siðferðislegt uppeldi barna sinna í samræmi við eigin sannfæringu. (Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 18. gr. 4. tölul. - SÞ 16. des. 1966) Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Hvaða kröfur gerir þetta til skólans? • Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun. Hann á að miðla íslenskum menningararfi, fræða um helstu trúarbrögð heims og stuðla að trúarlegum þroska nemenda sinna. • Hvað er trúarlegur þroski? Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning Með trúarlegum þroska er átt við bæði eigindlegar og megindlegar breytingar sem verða með aldrinum á trúrækni einstaklings. Skólinn á að skapa nemendum sínum skilyrði til að fást við trúarleg viðfangsefni og skapa þeim forsendur til að taka afgstöðu á grundvelli þekkingar og skilnings. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Þetta krefst þekkingar, virðingar og umburðarlyndis af kennurum. • Umburðarlyndi felur í sér rétt manna til að hafa skoðun og berjast fyrir henni þegar við á. • Umburðarlyndi gerir kröfur um að menn geri sér far um að skilja andstæðar skoðanir og temji sér að gera rétta grein fyrir þeim. Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Ávöxtur umburðarlyndis á að vera að fólk læri að lifa í friði með andstæðum viðhorfum fremur en fela þau. • Eru umburðarlyndinu einhver takmörk sett? Sigur›ur Pálsson
Börn og trú - kynning • Fjölmenningarsamfélag leggur rækt við eigin menningararf um leið og aðfluttum eru sköpuð skilyrði til að leggja rækt við eigin menningu. Sigur›ur Pálsson