120 likes | 471 Views
8. kafli. Mismunandi sambúðarform. Hjónabandið - hugtök. Mannréttindi Hjúskaparsáttmáli Lögfræðileg skilgreining á hjúskap Hjónavígslur, kirkjulegar/borgarlegar Vígslumaður Vottorð frá Hagstofunni Svaramenn. Skilyrði fyrir stofnun hjónabands.
E N D
8. kafli Mismunandi sambúðarform
Hjónabandið - hugtök • Mannréttindi • Hjúskaparsáttmáli • Lögfræðileg skilgreining á hjúskap • Hjónavígslur, kirkjulegar/borgarlegar • Vígslumaður • Vottorð frá Hagstofunni • Svaramenn
Skilyrði fyrir stofnun hjónabands • Aldur, báðir aðilar verða að vera orðnir átján ára • Lögræði, hafi aðili verið sviptur lögræði þarf samþykki lögráðamanns • Tvíkvæni, þú mátt ekki þegar vera gift eða kvæntur • Skyldleiki, þeir sem eru skyldir í beinan ættlegg mega ekki giftast
Óvígð sambúð • Óvígð sambúð, einstaklingar búa saman sem hjón án þess að hafa gengið í hjúskap lögum samkvæmt • Réttarstaða, fólk í óvígðri sambúð hefur ekki sömu réttarstöðu og hjón • Sambúðarsáttmáli, fjallar um réttindi og skyldur í sambúðinni og skiptingu eigna við sambúðarslit
Viðmið fyrir sambúð • Formleg viðmið, opinberar reglur, t.d. framfærsluskylda gagnvart börnum • Óformleg viðmið, einkalíf parsins, t.d. aldursmunur, bakgrunnur, kynlíf, trúnaður, umhyggja, samvera, verkaskipting ofl. • Ólík viðmið sambýlisfólks, mikilvægt að geta talað um viðmið sín og væntingar við maka sinn og sýna þroska og umburðarlyndi
Fjármál hjóna • Framfærsluskylda • Efnahagslegt sjálfstæði • Sameiginlegar eignir • Séreignir og kaupmáli • Hjúskapareign og hjúskaparréttur • Erfðaréttur og réttur til setu í óskiptu búi
Fjármál fólksí óvígðri sambúð • Gagnkvæm framfærsla ekki til staðar • Fólk hefur allan rétt yfir þeim eignum sem það kom með í sambúðina og sem það eignast í sambúðinni • Helmingareglan gildir ekki • Enginn erfðaréttur • Ekki heimild til þess að sitja í óskiptu búi
Sambúð samkynhneigðra • Ólöglegt að mismuna fólki eftir kyni, trú, kynþætti eða kynhneigð • Staðfest samvist hjá sýslumanni leyfð • Staðfest samvist í kirkju ekki leyfð • Stjúpættleiðing leyfð • Frumættleiðing • Tæknifrjóvgun
Skilnaðir • Lögskilnuðum fjölgað síðustu áratugi • 40% hjónabanda enda með skilnaði • Skilnaður að borði og sæng • Lögskilnaður • Forsjá barna / sameiginleg forsjá • Algengara að mæður fái forsjá yfir börnunum. Hvers vegna?
Hvers vegna skilnaður? • Breytt viðmið • Fjárhagslegt sjálfstæði • Breytt lögggjöf • Færri hlutverk • Sjálfselska • Væntingar • Annað?
Útivist Afbrot Vinna Fóstureyðingar Atvinnuleysis-tryggingar Heilsufar Tóbak Trúfélög Lögheimili Mannanöfn Vopn Áfengi Réttindi og skyldur barna
Verkefni bls. 175-176 Skilgreindu hugtökin • Hjúskaparsáttmáli – Vígslumaður • Óvígð sambúð – Sambúðarsáttmáli • Kaupmáli - Sameiginleg forsjá • Sjálfræðisaldur - Sakhæfi Svaraðu spurningunum • Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að mega ganga í hjónaband? • Fjallaðu um muninn á óvígðri sambúð og hjónaböndum. • Hvaða spurningum ætti ungt fólk að velta fyrir sér áður en það hefur sambúð? • Er einhver munur á kirkjulegri og borgaralegri hjónavígslu? • Hvað er staðfest samvist? • Hverjar eru taldar helstu orsakir skilnaða nú á dögum?