1 / 25

Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands. Stefnumörkun Janúar – Maí 2008 Staða plaggsins 3. október 2008. Tengiliðir: Þórður Sverrisson (thordur.sverrisson@capacent.is), sími: 896 6520 Magnús Árni Magnússon (magnus.arni.magnusson@capacent.is), sími: 898 8664. Aðdragandi stefnumörkunar...2

jara
Download Presentation

Landbúnaðarháskóli Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Landbúnaðarháskóli Íslands StefnumörkunJanúar – Maí 2008 Staða plaggsins 3. október 2008 Tengiliðir: Þórður Sverrisson (thordur.sverrisson@capacent.is), sími: 896 6520 Magnús Árni Magnússon(magnus.arni.magnusson@capacent.is), sími: 898 8664

  2. Aðdragandi stefnumörkunar...2 Nálgun við verkefnið...3 Umgjörð og innihald stefnumörkunar...4 Stefnumótunarferlið...5 Styrkur Landbúnaðarháskóla Íslands...6 Lykilatriði til árangurs...7 Kjarnastyrkur og sérstaða...8 Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands...9 Gildi Landbúnaðarháskóla Íslands...10 Ytra umhverfi Kraftar...11 Tækifæri...15 Ógnanir...16 Viðhorf starfsmanna háskólans...17 Vaxtartækifæri í framtíðinni...21 Samstarf...22 Innri vöxtur...25 Útrás...27 Nýsköpun...28 Stefnumarkandi og fjárhagslegt mat...30 Hagsmunaaðilar ...42 Skilgreining...42 Æskileg staða...43 Skipulag...45 Forgangsverkefni...46 Markmið...47 Tengd viðskiptavinum...47 Tengd fjármálum...48 Tengd starfsfólki...49 Tengd ferlum...50 Næstu skref...51 Efnisyfirlit 1

  3. Aðdragandinn Staðan og hvatinn Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) var stofnaður 1. janúar 2005 og er skilgreindur sem mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða með áherslu á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Háskólinn starfar samkvæmt lögum um búnaðarfræðslu og rannsóknir í þágu atvinnuveganna og liggja rætur hans djúpt í þjóðarvitund Íslendinga, enda landbúnaður alla tíð verið mikilvægur þáttur í samfélaginu. Áhersla skólans er vísindaleg þjálfun og fræðsla fyrir fagfólk á ýmsum sviðum náttúruvísinda, landbúnaðar, búsetu og nýtingar náttúruauðlinda. Stefna skólans er að vera virkur þátttakandi í mótun íslensks samfélags. Skólinn hefur verið að þroskast, vaxa og dafna á síðustu árum í takt við breyttar kröfur og samfélagslega þróun, námsbrautir hafa þróast og tekið stakkaskiptum, nýjar bætst við auk þess sem áherslur í rannsóknum hafa breyst. LbhÍ sótti um og fékk nú nýverið viðurkenningu menntamálaráðherra á fræðasviðum sínum í samræmi við ný lög um háskóla en því ferli hefur fylgt ítarleg yfirferð yfir alla þætti skólans, regluverk hans og gæðakerfi. Þá má nefna nýsamþykkt lög um framhaldsskóla sem skapa ný tækifæri fyrir starfsmenntanám það sem rekið er innan LbhÍ. Verkefni og markmið Í ljósi örrar þróunar og flutnings yfir í nýtt ráðuneyti, töldu forystumenn LbhÍ nauðsynlegt að móta betur framtíðarsýn skólans og skerpa á stefnu og markmiðum hans. Ennfremur að skoða með gagnrýnum hætti skipulag og alla stjórnskipan innan LbhÍ. Markmiðið er að gera LbhÍ betur í stakk búinn til að takast á við framtíðina út frá sínum forsendum, sem einhugur er um meðal starfsmanna hans. 2

  4. Nálgun við verkefnið Greining Greining stöðu fór fram á fjórþættan hátt. Viðtöl ráðgjafa við lykilstarfsmenn háskólans. Rýni í skrifleg gögn sem lýsa hvernig háskólinn er upp byggður, starfsemi hans í dag, áherslum og markmiðum o.s.frv. Hópfundi með þversniði háskólans til að draga fram viðhorf og skoðanir til margvíslegra þátta í innra og ytra umhverfi skólans. Vinnufundi með forystumönnum háskólans, þar sem farið er yfir greiningu og hugmyndir ráðgjafa. Einnig má nefna gögn frá deildarfundum, ársfundi og einstökum starfsmönnum. Sammælst er um stöðuna og forgangsverkefnin. Mótun stefnu Forystumenn háskólans, ásamt ráðgjöfum, héldu áfram vinnu við hina eiginlegu mótun stefnu, sem byggði m.a. á undangenginni greiningu. Þessi hópur nefnist stýrihópur. Dregnar verða ályktanir í ljósi umræðunnar og tiltekin atriði skilgreind eins og hlutverk, framtíðarsýn og stefna. Auk þess var það hlutverk stýrihóps að stilla upp lokaskrefinu; innleiðingunni sjálfri. Innleiðing aðgerða Mikilvægasta skrefið í ferlinu er í raun þetta lokaskref. Án markvissrar innleiðingar skiptir litlu hversu vönduð greiningin var eða skynsamlegar niðurstöður urðu til við mótun stefnu. Hér er því mikilvægt að vinna vandaða áætlun um innleiðingu sem tiltekur markmið, aðgerðir, tímasetningar, ábyrgð og eftirfylgni. Í þessu ferli, sem stýrt er af ráðgjöfum, er bæði stýrihópur dreginn að umræðunni, sem og einstakir lykilstarfsmenn skólans eftir sérsviði sínu. 3

  5. Vinna við stefnumörkun fylgir tiltekinni umgjörð þar sem reynt er að skilgreina og móta svör við þeim spurningum sem ramminn hér til hliðar sýnir. Ramminn sýnir þá lykilþætti sem stefnumótun snýst um, allt frá því að móta framtíðarsýn til þess að tímasetja áætlun sem tilgreinir nauðsynlegar aðgerðir til að ná þeirri sýn. Þar á milli eru lykilmálefni sem hvert um sig eru nauðsynleg til að stefnumörkun sé heildstæð og fagleg. Umgjörð og innihald 4

  6. Í samræmi við þá nálgun sem gerð var grein fyrir hér að framan, var stefnumótunarferlið unnið í þremur skrefum. Skref – Greining Greining stöðunnar snerist um að mat á styrkleikum skólans en einnig þeim tækifærum til framfara sem fælust í stöðunni. Á grunni þess mats var hægt að stilla upp mögulegum forgangsverkefnum sem skólinn þarf að takast á við í framhaldinu. Skref – úrvinnsla Mörkun stefnu fór fram í öðru skrefi vinnunnar. Stýrihópur var þar í aðalhlutverki, en einnig voru fengnar hugmyndir og skoðanir frá stórum hópi starfsmanna skólans. Meðal annars voru lögð fram gögn úr hópavinnu starfsmanna á deildafundum og ársfundi. Hér snerist umræða stýrihóps um stóru spurningarnar þ.e. hlutverk, framtíðarsýn og stefnu skólans. Hlutverk stýrihópsins var einnig að setja ákveðin verkefni úr vinnu við stöðugreiningu og framtíðarsýn í farveg. Skref – innleiðing Lokaskrefið er síðan innleiðingin sjálf. Þetta er hið mikilvæga skref sem á að tryggja að skólinn vinni markvisst í takt við þá stefnu og áherslur sem markaðar hafa verið. Stefnumótunarferlið 5

  7. Rétt er að því sé haldið til haga og skjalfest, að í fyrsta skrefi stefnumótunarinnar voru margir lykilþættir greindir sem styrkur skólans í dag. Mikilvægt er að hafa þessa stöðu í huga og gæta þess í framtíðinni að viðhald þeirri stöðu. Mikilvægt er að horfa því til markmiða og aðgerðaáætlana m.t.t. þess að viðhalda þeim styrk sem skólinn hefur náð í þessum lykilþáttum. Styrkur skólans var skilgreindur á eftirfarandi hátt: Skynsamlegt og gott skipulag Góð stjórnun og stjórnunarkultúr Öflugt fólk Góða samvinna og sterk liðsheild Sterk tengsl við atvinnulífið Fræðsla og símenntun í góðum farvegi Öflug miðlun upplýsinga Skilvirkar boðleiðir og ferlar Sterkur rannsóknaháskóli Námsframboð og áherslur skýrar Þjónusta við nemendur góð Nemendum vegnar vel Umgjörð skólans ágæt Öflugt samstarf við erlenda aðila Styrkur Landbúnaðarháskóla Íslands 6

  8. Umræða stýrihóps snerist m.a. um þau lykilatriði sem talin voru nauðsynleg til að skólinn næði þeirri framtíðarsýn og stöðu sem að er stefnt. Þessi atriði eru í raun forsenda þess að annað gangi eftir og er því sérstök þörf á að huga að stöðu þeirra í bráð og lengd. Mikilvægt er að allar aðgerðir skólans, eins og þær birtast að lokum í heildstæðri áætlun, taki á þessum lykilatriðum beint eða óbeint. Lykilatriði til árangurs Landbúnaðarháskóla Íslands Opin stjórnsýsla Öruggt fjármagn Pólitískur velvilji Samfélagslegur velvilji Frumkvæði og sjálfstraust Alþjóðleg tengsl Aðstaða - starfsfólk, nemendur Vísindaleg hugsun - fagleg vinnubrögð Öflugt og ánægt starfsfólk Góðir nemendur Sýnileiki afurða og samfélagsþátttaka Fagleg forysta Gott orðspor – góð ímynd Lykilatriði til árangurs 7

  9. Þegar hugað er að stöðu og styrk skólans, er mikilvægt að hugleiða þá þætti sem skapa honum sérstöðu í samfélaginu og mynda kjarnastyrk hans. Þetta eru atriði sem teljast lykilþættir til árangurs og jafnframt e.k. fjöregg skólans. Eitthvað sem aðrir skólar hafa ekki í sama mæli og Landsbúnaðarháskóli Íslands. Mikilvægt er að innra starf skólans og aðgerðaráætlanir tryggi þessa sérstöðu hans og viðhaldi kjarnastyrknum. Kjarnastyrkur og sérstaða Umfangs og áhersla á rannsóknir (60%) Framúrskarandi starfsfólk á tilteknum sviðum Sérhæfð þekking á tilteknum sviðum Háskólaþorp í nálægð við höfuðborg og náttúru Löng saga og tengsl við atvinnulíf og fagstofnanir Góð og sértæk aðstaða til rannsókna/tilrauna Starfsstöðvar í fjórum landshlutum Miklar jarðeignir Kjarnastyrkur og sérstaða Landbúnaðarháskóla Íslands 8

  10. Lýsing á hlutverki verður eðlilega að hafa útgangspunkt í lagagrunni skólans og áherslum, en leita verður að þeirri skilgreiningu sem nær best fram endanlegum tilgangi fyrir starfsemi skólans. Umræða innan stýrihóps leiddi fram ýmiss atriði sem meðlimir töldu mikilvægt að höfð væru í huga í þessu sambandi. Fyrst og fremst ætti að hafa það í huga að skólinn tengdist sérfræðiþekkingu á sviði náttúru- og umhverfisfræða. Auk þess var bent á hugtök eins og líf og land á Íslandi, sátt við umhverfið, þróunarsamvinnu, náttúru og lífsgæði og að gæta þess að almenningur og stjórnvöld tæku upplýstar ákvarðanir. Einnig var á það bent að meginleiðirnar sem skólinn færi í sínu starfi, og tengdist þar með hlutverki hans, væru menntun, rannsóknir, þjónusta og varðveisla þekkingar. Eftir umræðu um alla þessa þætti varð til skilgreining á hlutverki Landbúnaðarháskólans sem gefur að líta hér til hliðar. Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að vísa veginn til aukinna lífsgæða í sátt við náttúruna. Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands 9

  11. Hvað eru gildi? Gildum má lýsa sem samansafni viðhorfa innan skólans, sem móta starf, framtíðarsýn, stefnu og áherslur hans. Rétt grunngildi eru talin mjög leiðbeinandi til þess að árangur náist. Eftir umræður innan stýrihóps varð sátt um neðangreind gildi, sem talin voru ná kjarnanum best. Gróska Framgangur starfsins á öllum sviðum.   Athafnasemi, vöxtur, framkvæmdagleði, nýsköpun, ríkulegur ávöxtur, uppbygging.  Þeir hvatar sem drífa starfið áfram. Vísar einnig til náttúrunnar sem er meginviðfangsefni skólans. Virðing Með hvaða hugarfari nálgumst við verkefnin. Verklag, aðferðir, siðferði, metnaður, ímynd, samskipti, menning. Virðing fyrir viðfangsefninu, náttúran og umhverfið. Viska Innihald vísindanna og verkefna, kjarni starfseminnar. Þekkingarþorsti eða þekkingarleit, fræðileg dýpt, faglegt starf, niðurstöður/ákvarðanir byggðar á rökum. Sá sem er vitur er sá sem leitað er til þegar svara þarf erfiðustu spurningunum. Náttúruvísindin; grundvallarviskan um lífið. Gildi Landbúnaðarháskóla Íslands Gróska Virðing Viska 10

  12. Þegar hugað er að æskilegri stöðu skólans í framtíðinni er nauðsynlegt að skoða þá ytri krafta í umhverfinu sem geta haft áhrif á þróunina. Með þessu er reynt að meta líklega þróun einstakra þátta og hvaða áhrif sú þróun geti haft á stefnu og framtíð skólans sjálfs. Á næstu síðum er gerð stuttlega grein fyrir því sem hópurinn dró fram í umræðunni um þessa ytri krafta. Rétt er að taka fram að horft var til næstu fimm ára eða til ársins 2013. Þeir kraftar sem horft var til eru eftirfarandi: Pólitískir kraftar Efnahagslegir kraftar Samfélagið og viðskiptavinir Tæknin Löggjöfin Umhverfið og samkeppnin Í samantekt umræðunnar hér á eftir er umræðan tekin saman á aðeins annan hátt en ofangreind flokkun sýnir. Ytra umhverfi 11

  13. Lífsstílsbreytingar og byggðaþróun Samgöngur fara batnandi, höfuðborgarsvæðið þenst út, upplýsingatækni heldur áfram að þróast, tvöföld búseta mun aukast og að sama skapi frítími fólks og áhersla á heilsu og náttúru. Allt felur þetta í sér tækifæri fyrir skólann. Auðveldara er með aðföng og staðsetning utan höfuðborgarsvæðisins verður sífellt ákjósanlegri kostur auk þess sem áhugi á viðfangsefnum skólans mun væntanlega aukast mikið. Það þýðir tækifæri, bæði á sviði hefðbundinnar menntunar og símenntunar. Með aukinni þróun upplýsingatækninnar mun áherslan á fjarnám aukast sem þýðir enn frekari tækifæri fyrir skóla í dreifbýli. Þetta eykur einnig möguleika á samstarfi við aðra skóla t.d. erlendis og getur opnað á sameiginlegar námsleiðir og námsgráður. Þessi þróun getur þó haft neikvæð áhrif á “campusskóla”.Að sama skapi býður þessi nýja byggðaþróun upp á rannsóknartækifæri fyrir skólann. Umhverfis- og auðlindamál Afstaða til umhverfismála hefur breyst og merkja má aukinn áhuga á t.a.m. loftslagsmálum og orkumálum. Á sama tíma verður mikil aukning á störfum í samfélaginu tengdum umhverfismálum sem krefjast faglegrar þekkingar. Þar skiptir sköpum tenging við Evrópusambandið, EES og alþjóðlegt samfélag. Þetta krefst aukinna rannsókna og kennslu á þessu sviði og þýðir því tækifæri fyrir skólann. Aukin iðnaðaruppbyggingin á Íslandi, vegagerð og hvers kyns byggingaframkvæmdir mun kalla á aukna fagmennsku í umhverfismálum. Að sama skapi má búast við að mengun fari vaxandi, eða í það minnsta áhersla verði á að minnka mengun eins og kostur er. Það kallar á tæknilausnir og aðrar faglegar lausnir og þ.a.l. áherslu á sérsvið skólans. Tækifærin á því sviði felast í því að þörf verður fyrir fleira fagfólk, auk rannsókna og fagþekkingar almennt. Líkur eru á að olíuverð haldi áfram að hækka. Þetta mun þýða að aukinn kraftur verður settur í rannsóknir á öðrum orkugjöfum, t.a.m. lífrænu og öðru innlendu eldsneyti. Ljóst er að þar er um að ræða mikil tækifæri fyrir skólann í rannsóknum og kennslu. Ekki er ólíklegt að ofangreint hafi áhrif á stöðu menntunar í náttúrufræði, líftækni og erfðafræði og þá til styrkingar, sem þýðir auðvitað aukin tækifæri fyrir skólann. Ytra umhverfi 12

  14. Ytra umhverfi Matvælaframleiðsla, landnýting og skipulagsmál Verð á matvælum hefur snarhækkað í heiminum á síðustu misserum. Skýringin er mikil hækkun aðfanga (áburður, olía), aukin eftirspurn, uppskerubrestur vegna flóða og þurrka, og aukin notkun kornvöru til framleiðslu á lífrænu eldsneyti. Því er spáð að verð á matvælum muni haldast hátt á komandi árum. Íslenskur landbúnaður er ekki ónæmur fyrir erlendum verðhækkunum því að margt af aðföngum hans er innflutt. Verðhækkanir á erlendum mörkuðum hljóta því á endanum að koma fram í verði á íslenskum landbúnaðarafurðum. Mikill þrýstingur hefur verið á að heimila aukinn innflutning búvara á undanförnum árum og áratugum. Matvælalöggjöf Evrópusambandsins verður brátt lögleidd hér og mun það opna fyrir innflutning á frosinni og ferskri matvöru. Ekki er enn ljóst hversu vel hún muni tryggja gæði matvæla samanborið við þær kröfur sem gerðar eru til innlendrar framleiðslu en hins vegar munu skapast tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til að markaðssetja vörur sínar á hinu evrópska efnahagssvæði. Hér á landi, líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi, eru gerðar vaxandi kröfur um aukið framboð, hollustu og öryggi matvæla. Hins vegar hafa spurningar vaknað hvort aukin neysla á ‘verksmiðjuframleiddri’ matvöru fari saman við umhverfisvernd og siðræna afstöðu til lífs og umhverfis, auk þess sem flutningi matvæla fylgir óhjákvæmilega álag á umhverfið. Jafnframt liggur fyrir að heimsmarkaður með margar landbúnaðarvörur er mjög lítill hluti af heimsframleiðslunni, þar sem meginhluti þeirra er seldur á heimamarkaði. Litlar breytingar á framboði og/eða eftirspurn geta því gerbreytt heimsmarkaðsverði, eins og nýleg dæmi sýna. Mikil samþjöppun og hagræðing hefur orðið í framleiðslu búvara hér í kjölfar aukinnar tæknivæðingar. Í kjölfarið hefur landbúnaður fengið fjölþættara hlutverk sem sjaldnast kemur fram á mælistikum markaðshagkerfa. Bændur eru nú orðnir framleiðendur almannagæða af umhverfis- og félagslegum toga. Hér má t.d. nefna varðveislu búfjárstofna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, viðhald landslags og landgæða, og aðgang almennings að landi til útivistar og ferðamennsku. 13

  15. Matvælaframleiðsla, landnýting og skipulagsmál – frh. Greinilegt er að fólk sækist í síauknum mæli eftir nánari tengslum við náttúruna. Talað er um “hið nýja landnám” sem dregur fólk inn í landið í skjól frá ys og þys þéttbýlisins. Eftirspurn eftir þekkingu á fagsviðum skólans mun því aukast og tækifæri til fræðslustarfs aukast m.a. á sviði símenntunar. Með aukinni áherslu á náttúruvernd, bæði í þéttbýli og dreifbýli, má búast við að endurheimt (og nýsköpun) vistkerfa svosem votlendis, skóglendis auk almennrar landgræslu haldi áfram og þar eru mikil tækifæri á sviði rannsókna og menntunar. Aukin áhersla á m.a. skipulagsmál, náttúruvernd og landslagsarkítektúr almennt í þéttbýli og dreifbýli býður upp á mikil tækifæri fyrir LbhÍ á sviði menntunar og rannsókna. Verð á landi mun væntanlega halda áfram að hækka með auknum fólksfjölda og vaxandi eftirspurn. Þessi þróun kallar m.a. á skynsamleg landnot og heildarhugsun í skipulagsmálum og tengist þar með áherslusviðum skólans og skapar mikil sóknarfæri. Háskólar og háskólamenntun Háskólamenntun hefur verið í mikilli gerjun á Íslandi undanfarinn áratug eða svo. Aukinn skilningur hefur verið meðal ráðamanna og almennings á gildi menntunar og rannsókna, sem hefur aukið tækifæri háskólanna í landinu til að vaxa og dafna. Ljóst er að háskólar í dreifbýli njóta nokkurs velvilja, sem styrkir stöðu skólans, en getur líka aukið samkeppnina við aðra dreifbýlisskóla. Á móti kemur aukinn þungi af hálfu stjórnvalda í þá átt að háskólar sameinist og myndi með því móti sterkari einingar. Dæmi um slíkt eru væntanleg lög um ríkisháskóla þar sem verið er að marka stefnu um sameiningu háskóla. Erfitt er að segja til um hvort þetta er jákvætt eða neikvætt fyrir LbhÍ. Tækifærin í þessum lögum felast t.a.m. í því að allir ríkisháskólarnir eru með þeim settir undir sama eftirlitið og þar með á sama stall. Alþjóðavæðing vex hröðum skrefum og með henni krafa um víðari tök en áður í rannsóknar- og samvinnuverkefnum. Þetta krefst vitaskuld aukinna aðfanga en býður engu að síður að sama skapi upp á tækifæri á því sviði, t.a.m. með sókn í alþjóðlega sjóði. Aukin hnattvæðing mun einnig til lengdar kalla á aukna ábyrgð Íslendinga á alþjóðavettvangi, t.d. á sviði þróunarsamvinnu. Hér gætu legið tækifæri fyrir skólann í rannsóknum og kennslu. Ytra umhverfi 14

  16. Í framhaldi af umræðunni um þróun í ytra umhverfi dró stýrihópur fram helstu tækifærin í stöðunni: Byggðaþróun Samgöngur Höfuðborgarsvæðið Upplýsingatæknin Tvöföld búseta Frítími Lýðheilsa, náttúra og skipulag Afstaða til umhverfismála Stóriðjuuppbygging Aukin mengun Nýi landbúnaðurinn Verð á landi Hið nýja landnám Votlendi og endurheimt vistkerfa Tæknivæðing í landbúnaði Hækkandi orkuverð Nýir orkugjafar Afstaða til skipulagsmála og landnotkunar. Þörf fyrir skipulagsmenntað fólk Háskólar í dreifbýli Sameiningar háskóla Lög um ríkisháskóla Gildi menntunar Fjarnám Staða menntunar í náttúrufræði Líftækni, erfðatækni Alþjóðavæðing Þróunarsamvinna Afstaða til matvælaframleiðslu á Íslandi Tækifæri 15

  17. Ógnanir Stýrihópur tiltók einnig þær ógnanir sem einna helst blöstu við: • Samkeppni um fjármuni, nemendur og starfsfólk • Háskólar í dreifbýli • Viðvarandi halli í rekstri skólans • Of hæg uppbygging hentugrar aðstöðu • Sameiningar háskóla • Afstaða til matvælaframleiðslu á Íslandi 16

  18. Í stefnumótunarferlinu komu starfsmenn skólans að málum á beina og óbeinan hátt. Viðtöl voru tekin við einstaklinga og vinnudagur haldinn með þátttakendum úr öllum sviðum og deildum skólans. Þá var stefnumótun skólans á dagskrá árlegs vinnudags í apríl. Þar var gerð grein fyrir stefnumótunarferlinu og skipt upp í sex hópa sem ræddu æskilega framtíðarsýn háskólans. Sú vinna skilaði inn hugmyndum, áherslum og ábendingum sem hafðar voru til hliðsjónar í vinnu stýrihóps í framhaldinu. Á næstu síðum er tekin saman þau lykilatriði sem starfsmenn skólans bentu á, en atriðin voru gróflega flokkuð undir eftirfarandi þrjá flokka: Stefna: Áherslur og sérstaða Ferlar: Skipulag, innra starf og kerfi Fólk: Vinnubrögð, viðhorf og menning Viðhorf starfsmanna háskólans 17

  19. Skapa sérstöðu á sviði umhverfismála og landbúnaðar Að skólinn taki forystu á landsvísu í umhverfismálum Skólinn verði í fremstu röð í umhverfismálum ; nemendur og starfsemi setji mark sitt á umhverfið, t.d. varðandi umhverfiskipulag, náttúruvernd, endurheimt, hefðbundinn landbúnað; Öflug miðstöð náttúruvísinda með áherslu á umhverfisvæna nýtingu auðlinda lands og hafs. Skólinn sé miðstöð náttúruvísinda, nýting hlunninda, náttúru og lands, einnig vatn. Kjölfesta í landbúnaðinum. Standi vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Talsmaður landbúnaðarins Leiðandi í tækniþróun landbúnaðar. Leiðandi í tækni í landbúnaði, við eigum ekki að vera eftirbátur bænda Dýralæknanám á Hvanneyri Vera í fararbroddi (dæmi lífræn ræktun, umhverfishagfræði) Leiðandi í nýtingu lands Nám við skólann þarf að spanna sem flest svið náttúrunýtingar. Tryggja áfram starfsmenntanám – umræður um hvar það á að vera; getur verið veikleiki að hafa inna LbhÍ; en ef verður flutt annað þarf þá að tengjast LbhÍ og styðja vel við Frumkvæði í endurnýtingu Flétta saman hefðum og nútíma áherslum Við viljum vera háskóli sem fólk tekur mark á. Sinna bæði grunnrannsóknum og hagnýtum. Einbeita okkur að rannsóknum á íslenskri náttúru. Skólinn verði framarlega í rannsóknum; mikil rannsóknavirkni á helstu lykilsviðum; há tíðni birtinga hjá akademískum starfsmönnum -> alþjóðleg viðurkenning Ná virðingu á erlendum vettvangi Gera skólann sýnilegri Samstarf við aðrar háskólastofnanir bæði hér á landi og erlendis Auka hlut endurmenntunar við skólann Nemar viðurkenndir hjá öðrum skólum Eftirsóknarverður stimpill að hafa útskrifast frá LBHÍ Sjálfstæð háskólastofnun Starfsaðstaða í öðrum landshlutum, einkum á Austurlandi Sameina kraftana á einni starfsstöð Tengjast betur (sameining?) Háskóla Íslands og öðrum skólum, einnig leikskólum þannig að fólk fái almenna fræðslu um landbúnað. Útvíkkun skólans, hann getur teygt rætur sínar í fleiri greinar. Efla tengsl við aðrar fræðslustofnanir, s.s. leikskóla, fjölmiðla o.fl. Hætta að vera algerlega háð ríkisfjárveitingum Efla tengsl skólans við aðra háskóla, t.d. með sameiginlegum gráðum. Aðstoða fólk eða þjóðir til að vera sjálfbjarga (t.d. í tengslum við landgræðsluskólann sem verður orðinn viðurkenndur hluti af háskóla SÞ) Gæði eru lykilatriði til árangurs Fjárhagslegur rekstrargrundvöllur skólans verði tryggður FramtíðarsýnViðhorf starfsmanna skólans tengd stefnu; áhersla og sérstaða 18

  20. Bestu aðstæður fyrir rannsóknir (tilraunastofur, tækjabúnaður, laun og kjör, m.a. rannsóknarleyfi) og kennslu Ströngustu kröfu um gæði rannsókna og kennslu. Styðja vel við rannsókna og námsleyfi starfsfólks Stórbæta aðstöðu til verklegra kennslu og rannsókna Öflugar starfsstöðvar annarsstaðar í tengslum við rannsóknarstarfsemi á hverjum stað. Sterk starfsstöð í reykjavík er nauðsynlegt. Draga úr einyrkju í rannsóknum, mynda öflugari hópa um rannsóknaverkefni Aukið samstarf og samþætting sviða innan og utan skólans Halda úti dreifðum tilraunum í samvinnu við búnaðarfélög og bændur, halda góðu sambandi við grasrótina Tengja kennslu og rannsóknir Tengja verklegt og huglegt nám saman Tengja betur saman fagsvið deilda og nýta mannauð skólans Auka verklega kennslu Áhersla á umhverfisvitund í kennslu Tenging á milli starfsmennta- og háskólanáms, að það sé samfella. Skoða millistig Starfsumhverfi: að það sé persónulegt, góð tenging á milli kennara og nemenda Sí- og endurmenntun þarf að tengja við námið í skólanum; helst hægt að fá að hluta metið inn í hefðbundið nám Góð tengsl við atvinnulífið og vísindasamfélagið Meiri verkleg kennsla, þannig að nemendur hafi meiri starfsreynslu X2 Umhverfi – aðstaða - starfsfólk Nauðsynlegt að byggja upp sterkan miðkjarna fyrir skólann á einum stað til að sinna kennslu, nemendum og stoðstarfsemi Fjölskylduvænt umhverfi Umhverfi skólans endurspegli vistvæna stefnu skólans Góður aðbúnaður Góð frístundaaðstaða. Vel hlúð að nemendum, bæði faglega, félagslega og aðstöðu (er sérstaklega mikilvægt fyrir framhaldsnema) Meiri kröfur á inntöku nemenda Gerðar verði markvissar kröfur um gæði náms á öllum stigum Leggja áherslu á að útskrifa úrvalsnemendur í okkar sérfögum, ekki endalausa fjölgun nemenda Finna frekari farveg fyrir nemendur að loknu námi við LbhÍ, framhaldsnám og aðrar leiðir Koma nemendum inn í fleiri greinar, landbúnaður á erindi víða í samfélaginu Uppbyggingu á Reykjum, nýta gróðurhúsin til að rækta efnivið til kennslu Nýta Reyki yfir sumarið, túristar Koma okkur á framfæri við fjölmiðla og vera virkari að fræða almenning í ræðu og riti FramtíðarsýnViðhorf starfsmanna skólans tengd ferlum; skipulag, innra starf og kerfi 19

  21. Hlúa betur að starfsmönnum Samkeppnishæf laun Hvetja gagnrýna hugsun Metnaður Verðum áfram stolt af upprunanum, hefðbundinn landbúnaður áfram öflugur Skólinn sé samkvæmur sjálfum sér (framkvæmdir og umhverfi í samræmi við það sem kennt er hjá skólanum) Áhersla á virðingu (gangvart fólki og umhverfi) og réttlæti (gagnvart starfsfólki og nemendum) Stundakennarar úr atvinnulífinu og vísindasamfélaginu Ánægt starfsfólk: laun, frelsi, traust Kósí stemming Áfram LBHÍ FramtíðarsýnViðhorf starfsmanna skólans tengd fólki; vinnubrögð, viðhorf og menning 20

  22. Vaxtartækifæri skólans í framtíðinni Þegar horft er til framtíðar, skiptir miklu máli að sjá fyrir hvar vaxtartækifæri skólans liggja, og meta fýsileika þeirra og um leið forgangsröð. Framtíðarsýn Landbúnaðarháskóla Íslands hlýtur að snúast að stórum hluta um þá þróun vaxtar sem skólinn vill sýna frumkvæði við að ná fram. Nálgun umræðunnar er fjórþætt og styðst við módelið sem sýnt er hér til hliðar. Spurningarnar sem glímt var við að svara voru þessar: Er hægt að vaxa með fjölgun nemenda miðað við núverandi námsframboð, rannsóknasvið og þjónustustarfsemi? (Innri vöxtur) Er hægt að vaxa með fjölgun nemenda vegna aukins námsframboðs, nýjum rannsóknasviðum og nýjum þjónustuverkefnum og þá á hvaða sviðum? (Nýsköpun) Er hægt að vaxa með því að starfa víðar án þess að bæta við fagsviðum í kennslu, rannsóknum og þjónustu? (Útrás) Er hægt að vaxa með nánu samstarfi við aðrar stofnanir? (Samstarf) Hér eru eflaust margar leiðir en þessi möguleiki er ekki útfærður frekar hér að sinni. Núverandi starfsemi Ný starfsemi Innri vöxtur Nýsköpun Núverandi Viðskiptavinir Nýir Útrás Viðskiptavinir Samstarf ATH: Fleiri samsetningarmöguleikar. Þ.e. Útrás með núverandi viðskiptavinum Og nýsköpun með nýjum viðskiptavinum. 21

  23. FramtíðarsýnInnri vöxtur Nám Umræða um möguleika til vaxtar með núverandi námsframboði skilaði töflunni hér til hliðar. Þar gefur að líta mat á stöðu einstakra námsgreina í dag og þeim möguleikum til vaxtar sem stýrihópur sá í stöðunni. Gefnir voru frá tveimur mínusum upp í tvo plúsa eftir því sem möguleikarnir voru taldir meiri. N ú verandi Nýtt n á msframboð n á msframboð Innri v ö xtur Nýsk ö pun N ú verandi viðskiptavinir Nýir Ú tr á s Samstarf viðskiptavinir 22

  24. FramtíðarsýnInnri vöxtur rannsóknir/þjónusta 23

  25. FramtíðarsýnÚtrás Eðli málsins samkvæmt eru tækifæri til vaxtar skólans takmörkuð þegar horft er til beinnar útrásar. Engu að síður voru nokkrar hugmyndir nefndar sem eru þess verðar að þær séu skoðaðar nánar. Þessar hugmyndir eru: Endurmenntunarnámskeið um allt land og erlendis Kynna skólann erlendis og ná í nemendur og rannsóknaverkefni erlendis. Sameiginlegt nám með öðrum skólum og setrum innan lands og utan Fjarnámslausnir á fleiri sviðum. N ú verandi Nýtt n á msframboð n á msframboð Innri v ö xtur Nýsk ö pun N ú verandi viðskiptavinir Nýir Ú tr á s Samstarf viðskiptavinir 24

More Related