1 / 22

Fjarnám í ljósi athafnakenningarinnar: Tilviksathugun úr kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands

Fjarnám í ljósi athafnakenningarinnar: Tilviksathugun úr kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands. Þuríður Jóhannsdóttir Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum haldin í Háskóla Íslands 22. október 2004. Að skilja fjarnám með öðrum hætti.

landry
Download Presentation

Fjarnám í ljósi athafnakenningarinnar: Tilviksathugun úr kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fjarnám í ljósi athafnakenningarinnar: Tilviksathugun úr kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands Þuríður Jóhannsdóttir Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum haldin í Háskóla Íslands 22. október 2004

  2. Að skilja fjarnám með öðrum hætti • Störf í samfélagi samtímans einkennist af þátttöku í fjölþættu samhengi (e. polycontextuality) í þeirri merkingu að fólk tengist yfirleitt margskonar athafnasamfélögum. • Að færa sig á milli samfélaga og hvernig það að fara yfir mörkin milli samfélaga gerist, hefur vakið áhuga fræðimanna sem rannsaka nám (interesting focus for study) • Í fjarnámi eru þessi skil eða mörk mjög áþreifanleg og þess vegna skiljanleg – nemendur ferðast milli kerfa í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu (í kjötinu eða á netinu) • Varpa nýju ljósi á skilning á fjarnámi með hjálp hugtaka athafnakenningarinnar • með það að markmiði að stuðla að þróun þessa námsforms Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  3. Líkan athafnakenningarinnar http://www.edu.helsinki.fi/activity/pages/chatanddwr/activitysystem/ Verkfæri SAMHENGI Afrakstur/Útkoma Gerandi Viðfang Reglur Samfélag Verkaskipting Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  4. Mynd frá rannsóknarhópnum Workplace Learning and Developmental Transfer í Helsinkihttp://www.edu.helsinki.fi/activity/pages/research/transfer Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  5. Aðferðir, samhengi, þátttakendur • Viðtöl við fjóra fjarnema sem voru í fyrstu hópunum sem teknir voru inn í KHÍ 1993 • Eiga heima í sjávarplássum á Vestfjörðum með á bilinu 200-2000 íbúa • Kenna í skólum með frá 35-550 nemendur • Unnið með viðtöl tveggja hér • Frásögn þeirra endursögð með gleraugum athafnakenningarinnar að einhverju leyti Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  6. Viðmælendur Helena: • Skólastjóri í litum skóla með 30-40 nemendur • Gegnir stjórnarstöðu í félagi skólastjóra á Vestfjörðum • Stefnir að því að komast í framhaldsnámið í skólastjórnun í KHÍ • Allir kennararnir í skólanum hafa verið í fjarnámi Elísabet: • Aðstoðarskólastjóri í skóla með rúmlega 500 nemendur • Er í framhaldsnámi í skólastjórnun við KHÍ - fjarnámi • Í skólanum hafa frá því að fjarnám í Kennó hófst alltaf verið einhverjir kennarar í fjarnámi – ýmist grunnnámi eða framhaldsnámi Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  7. Hverjir og hvers vegna? - Gerendur og markmið Elísabet: • ...þessi barátta var, ja kannski vegna slæmrar stöðu skólanna í samfélaginu, það var sem sagt, skólinn þótti ekki góð stofnun á þeim tíma og við vorum hérna nokkrar, það var eins komið á með að við vorum sem sagt með framhaldsmenntun þó það væri ekki kennaramenntun sem gaf okkur ekki rétt til að kalla okkur kennara.[...] ...allt fjölskyldukonur ...gátum ekki eða treystum okkur ekki í það [að flytja suður] þá. • [Þetta var hópur] …sem vildi bara hreinlega fá meiri faglega umræðu inní skólann og jú, geta titlað okkur kennara. Konur sem höfðu mikinn áhuga á kennslu og höfðu lesið greinar og bækur og annað. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  8. Markmið – Reglur - Gerendur • reglur um inntöku í námið byggðar á þörfinni fyrir menntaða kennara á landsbyggðinni • skilyrði til að komast að voru þau að hafa reynslu af kennslu og vera í starfi sem leiðbeinandi í skóla úti á landi. Hópurinn varð því nokkuð einsleitur, • flest konur á aldrinum 30-40 ára • sem bjuggu á landsbyggðinni og • kenndu í grunnskóla á þeim tíma sem þær stunduðu námið • áhugasamar og tilbúnar að fórna miklu fyrir menntunina Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  9. Viðfang – Afrakstur Verkfæri Elísabet : • Þetta grunnnám sem við förum þarna í gerir okkur öruggari og staða okkar er sterkari sem kennara… • Hún [menntunin] skilar sér náttúrulega í öryggi. Við fórum alveg að standa upp hér leiðbeinendurnir nýkomnar úr kúrs í kennslufræði samfélagsgreina og vissum alveg að við vorum að tala um eitthvað af viti, vissum nákvæmlega hvernig við ætluðum að gera þetta og við sögðum ekki: Við erum ekki ánægð með þetta eins og þetta er núna - búið. Við sögðum: Við erum ekki ánægðar við viljum hafa þetta svona. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  10. Samstaða – ferðast á milli kerfa Helena • …þegar við hittumst í Reykjavík sko, þá héldum við svolítið mikið hópinn. Við vorum svolítið mikið að hittast og svona, fyrir utan skóla, eða jafnvel bara - borða alltaf saman í mötuneytinu, við unnum verkefnin uppi á bókasafni og svona - við buðum kennurunum með okkur út. • Það var oft ofsalega gaman. ... Það var svo gaman að heyra hvað allir hinir voru að gera. … af því að meira og minna voru þetta kennarar í litlum skólum. Þannig að þú gast: Hvað segirðu, hvað ert þú að gera? Ef að ég var að kenna stærðfræði eða íslensku, eða hvað sem ég var að kenna, þá. Þá gastu, sko, fengið svo mikið af upplýsingum, þú gast deilt svo miklu með þeim. Og þeir með þér. • Þegar að þessir hópar mættust, að þá sko, þá var hægt að sitja í marga klukkutíma. Ef þú fannst einhvern sem að akkúrat, já! Er að kenna íslensku alveg eins og þú. Þá lagðir þú bara spilin á borðið. Þetta er það sem að ég er að gera. Getur þú moðað eitthvað úr því? Þú segir mér. Og svo komst þú heim. Ekki bara með þekkinguna úr Kennaraháskólanum, heldur líka hvað hinir voru að gera, þannig að þú varst alltaf að bæta við, fannst mér. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  11. Samskipti – tölva og netið sem samskiptaverkfæri Jenný: • Þá vorum við bara í póstsamskiptum en sendum minnir mig, öll verkefni á pappírsformi. Mér fannst nú kennararnir vera misvel í stakk búnir til að vera í tölvusamskiptum. Frá sumum heyrði maður aldrei. Elísabet: • Á þessum tíma er upplýsingatæknin gasalega fátæk… Spenna í kringum þetta. Þetta var alltaf að klikka. Þetta var eina tölvan sem við gátum notað því við vorum ekki með þetta heima. Nú eru allir komnir með þessa tengingu heim til sín. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  12. Verkaskipting - Samvinnan • Skortur á sambandi við kennara leiddi til spennu og öryggisleysis • Svar fjarnema var að standa saman og vinna saman • Fjarnemar lærðu smám saman að vinna með skólafélögum sínum hvar sem þeir bjuggu á landinu Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  13. Mynd frá rannsóknarhópnum Workplace Learning and Developmental Transfer í Helsinkihttp://www.edu.helsinki.fi/activity/pages/research/transfer Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  14. Expansive learning – Víkkað nám (Engeström 1987) Snýst um að finna nýjar leiðir til að vinna saman þar sem bæði einstaklingurinn og kerfið sem hann er hluti af þróast • Setja spurningamerki við núverandi starfsemi • Greina starfsemina í núverandi athafnakerfi • Þróa í samvinnu ný líkön, hugtök og verkfæri sem þarf til að beita nýjum vinnubrögðum • Meta og ræða um líkönin, hugtökin og verkfærin (áþreifanleg og óáþreifanleg) sem þróuð hafa verið • Byrja að vinna samkvæmt nýjum aðferðum • Fylgjast með og íhuga hvernig gengur • Styrkja ný vinnubrögð Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  15. Að flytja lærdóm á milli athafnakerfa Helena: • Sko, ég segi fyrir mína parta: Þú heimfærðir alltaf. Sko þetta var veröldin þín. Skólinn sem þú varst að kenna í. Og þú heimfærðir alltaf allt efni sem þú fékkst. Varst alltaf að reyna að heimfæra. Hvernig get ég notað það í kennslu? • Maður náttútulega bara um leið, þegar maður var búinn að læra hvernig átti að gera kennsluáætlun og eitthvað svona. Samþætta, búa til samfélagsfræði, taka saman landafræði, sögu, heimilisfræði og svona sko, þá bara setti maður hér upp ferðaskrifstofu með unglingunum. Og prófaði strax sko. • Og allt virkaði og maður fór alltaf glaður sko til baka. Já! Þetta! Þetta er fínt. Þetta er gott. Svo deildi maður. Þú fórst alltaf strax í það að deila með hinum, sko. Ég held að á þessum tíma, sko við sem vorum í samfélagsfræðikúrsinum, ég er viss um að það hafi allir sett upp ferðaskrifstofu sem voru að kenna úti á landi í litlum skólum. Meira og minna. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  16. Þróuð yfirfærsla (e. developmental transfer) • Fjarnemar virkuðu sem boundary-crossers og talsmenn breytinga • Það leiddi til þróaðri starfshátta í skólunum • Og í samfélagi fjarnemanna eða hvað? • Mikilvægi þess að menningin í athafnakerfinu sé móttækileg fyrir nýjum starfsháttum – vilji læra Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  17. Boundary-crossing – ferðast milli kerfa Helena: • Ef þú sagðir sko: Það er að koma rosalega vel út hjá mér, stærðfræðin með því að kenna hana svona og svona, Þá kannski kom einhver og sagði: Ó, guð getur þú? Ég heyrði að þú værir að kenna þessum hópi, 3. bekk. Það gengur svo illa hjá mér. Hvað ert þú að gera? Og þá sagði maður frá því eða eitthvað svona, og þá tvíefldist viðkomandi og fór heim sko alveg hérna. Og svo varstu kannski að senda gögn og ýmsilegt eftir það sko. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  18. Víkkað nám – eða umbreyting(e. expansive learning - transformations) Elisabet: • Já það sem við vildum gera var að breyta ástandinu, vildum breyta sýn samfélagsins á skólann. Við vildum sem sagt auka virðinguna útí samfélaginu fyrir skólanum, draga úr því ástandi sem var inní skólanum og jú verða svona góður skóli, ef það er hægt að tala um góðan skóla. Eða gera sem sagt skólann betri, nemendurna ánægðari og að við horfðum á eftir hóp út úr tíunda bekk sem að gat sko stoltur staðið hér á hlaðinu og horft inní framtíðina. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  19. Víkkað nám - Expansive learning/transformation Elísabet: • Ég held að með þessum sex konum sem fara í þetta nám þá hafi þeir kennarar sem voru fyrir meira farið að geta spjallað saman... þetta var svona endurnýjun. Það var hér hópur af menntuðum kennurum en þegar leiðbeinendahlutfallið er svona mikið verður þessi faglega umræða ekki. Við stöndum alveg fastar á því að þetta hafi gjörbreyst í skólanum. Skólaandinn breyttist og viðhorf samfélagsins til skólans. En það var kannski ekkert skrifað á okkur en við viljum segja að það sé vegna þess að við fengum þetta tækifæri. Það voru skólastjóraskipti og það kom karlmaður úr Reykjavík og fólk má alveg halda að það hafi eingöngu verið það. Hinsvegar var ástandið farið að batna áður en hann kemur, það var búið að snúa þessu við. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  20. Niðurstaða • Með því að líta á aðstæður fjarnema sem ferðalanga milli athafnakerfa þá sé hægt að öðlast betri skiling á fjarnáminu • Athafna­kenningin leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina eldri tímabil þess athafna­kerfis sem til athugunar er • Athafnakerfi er í eðli sínu margradda kerfi og þróun innan þess byggist á að samstilla þessar raddir upp á nýtt (Engeström, 1999). • Það er auðveldara séu hinar ýmsu raddir í kerfinu skoðaðar í sögulegu ljósi. Þess vegna er hér byrjað á að skoða raddir fyrstu fjarnemanna. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  21. Næstu skref • Greina þau athafnakerfi sem núverandi fjarnemar eru þátttakendur í • Fjarnámið í Kennó sem athafnakerfi • Skólinn sem þeir vinna í sem leiðbeinendur sem athafnakerfi • Skoða hvernig núverandi fjarnemar ferðast milli athafnakerfa • Hvar þeirra boundary-crossing svæði (zone) er • Hvaða verkfæri fjarnemar nota í námsathöfnum til að auðvelda að flytja sig milli kerfa? • Skoða samspil einstaklinga og athafnakerfa sem þeir eru gerendur í • Hvað þarf til að þróuð yfirfærsla eigi sér stað þar sem bæði athafnakerfin læra? • Skoða möguleika bæði fjarnámsins í Kennó og skóla þar sem fjarnemar kenna til að þar verði víkkaðar umbreytingar (expansive transformations) og þróuð yfirfærsla (developmental transfer) • Þróuð yfirfærsla lítur svo á að nám sé lárétt þar sem tvö kerfi sem vinna saman læra bæði – samspil einstaklings sem lærir og athafnakerfis sem lærir • Skoða s.k. Frame factors – hvað kemur í stað hefðbundinna ramma háskólanáms í fjarnáminu? Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

  22. 5 meginprinsipp AT-kenningarinnar (Engeström 2001) • Athafnakerfið er einingin sem rannsökuð er • Margröddunin – hlusta á mismunandi raddir, sjónarmið • Saga starfseminnar • Mótsagnir greindar • Víkkaðar umbreytingar – expansive transformations Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum í HÍ

More Related