420 likes | 600 Views
Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta. Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Dósent í Fötlunarfræði Félags og mannvísindadeild, Háskóla Íslands Í samvinnu við Helgu Baldvins- og Bjargardóttur lögfræðing, þroskaþjálfa og meistaranemanda í fötlunarfræði, og
E N D
Mannréttindi, fötlun og félagsleg þjónusta Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Dósent í Fötlunarfræði Félags og mannvísindadeild, Háskóla Íslands Í samvinnu við Helgu Baldvins- og Bjargardóttur lögfræðing, þroskaþjálfa og meistaranemanda í fötlunarfræði, og dr. Rannveigu Traustadóttur, prófessor í Fötlunarfræði
Sjónarhorn til að skilja og útskýra fötlun Þrjár helstu leiðir til að skilja fötlun 1. Galla sjónarhorn/skilningur Lítur á fötlun/skerðingu sem “galla”, „skort“ eða “afbrigðileika” og líf fatlaðs fólks sem persónulegan harmleik 2. Félagslegur og menningarlegur skilningur Hafnar einstaklingsbundnum skilningi á fötlun og telur að félagslegar og menningarhelgar hindranir skapi marga eða flesta erfiðleika sem fatlað fólk þarf að takast á við 3. Tengsla- og samskiptaskilningur Rýnir í tengsl og samskipti milli einstaklings og umhverfis/ samfélags. Fötlun verður til í þessu samspili
Skilningur á fötlun • Félagslegur/ • tengslaskilningur • Áhersla á umhverfi • Fólk er fatlað af samfélaginu, ekki af eigin líkama • Vandinn felst m.a. í mismunun og fordómum • Lausninn er að ryðja hindrunum úr vegin • Einstaklingsbundinn/ • læknisfræðilegur • Áhersla á skerðingu • Skerðingin er rótin að erfiðleikum fólks • Vandinn felst í röskun eða galla sem þarf að laga • Lausninn er að laga einstaklinginn
Félagslegur/tengslaskilningur á fötlun á rætur í: • Andóf og baráttu fatlaðs fólks eftir 1970 og uppreisn gegn undirokun, niðurlægingu, fátækt, útskúfun, innilokun á stofnunum, kröfunni um jafnan rétt og aðgang að samfélaginu, menntun, atvinnu, fjölskyldulífi, heimili
Áhrif félagslegra/tengsla áherslna á WHO, WorldHealthOrganisation
Mannréttindasjónarhorn á fötlun Samningurinn SÞ um réttindi fólks með fötlun er víðtækur mannréttindasamningur sem leggur áherslu á jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli fötlunar • Meginmarkmið sáttmálans er að koma á fullum og jöfnum mannréttindum fyrir fatlað fólk • Mannréttindasjónarhornið • staðfestir og ítrekar nýjan skilning á fötlun – félagslegan tengslaskilning • lítur ekki á fötlun sem galla eða afbrigðileika heldur eðlilegan hluta mannlegs margbreytileika • Byggir á því að samfélag sem er raunverulega fyrir alla þarf að taka mið af ólíkum þörfum allra þegna sinna
Af hverju sérstakur sáttmáli? • Það þarf sérstakan mannréttindasáttmála vegna þess að fatlað fólk hefur ekki sömu tækifæri og annað fólk • Séð sem þiggjendur velferðarþjónustu frekar en einstaklingar sem eiga réttindi. • Verður fyrir ójöfnuði – á ekki sama aðgang að menntun, atvinnu, heimili, fjölskyldulíf osfrv • Algengt er að fólk með fötlun verði fyrir fordómum, vanvirðingu, misnotkun og ofbeldi • Fólk með fötlun nýtur ekki alltaf sjálfræðis
Samningur SÞ • Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda og áður hafa verið tryggð en nýi sáttmálinn útlistar hvaða breytingar þarf að gera til að fatlað fólk hafi í raun sömu réttindi og aðrir. • Í sáttmálanum er kveðið á um • þau réttindi sem fatlað fólk á • Hvernig á að gæta þess að fatlað fólk fái þessi réttindi í daglegu lífi • Hvernig verður fylgst með því að aðilarríki geri það sem þau eiga að gera
Mannréttindaáhersla Samningsins felur í sér gagnrýni á “velferð” og þar með á velferðarstefnu Norðurlanda, sem þurfa að rýna í og endurskoða hvaða merkingu „velferð” hefur í tengslum við fatlað fólk
Fullgilding • Ísland undirritaði sáttmálann 30. mars 2007. Í febrúar 2012 höfðu: • 153 lönd undirritað sáttmálann • Undirritun felur í sér: • Skylda ríkis að aðhafast ekkert sem gengur gegn ákvæðum sáttmálans • 110 þjóðir fullgilt sáttmálann
Uppbygging mannréttindasáttmálans Almennur hluti: Greinar 1 – 7 Reglur sem gilda um beitingu og túlkun allra þátta sáttmálans. Markmið, skilgreiningar, meginreglur, skyldur ríkja, jafnrétti og bann við mismunun, fatlaðar konur og fötluð börn Sérstakur hluti: Greinar 8 – 30 Efnisleg réttindi: t.d. aðgengi, réttur til lífs, gerhæfi, frelsi og mannhelgi, sjálfstætt líf án aðgreiningar í samfélaginu, ferðafrelsi og ferlimál, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, heimils og fjölskyldu, réttur til menntunar, réttur til heilsu, hæfingar og endurhæfingar, réttur til vinnu o.fl.
Markmið (1. grein) • Grundvallaratriði er jafnrétti • Markmiðið er: • Að fatlað fólk hafi í raun sömu mannréttindi og frelsi og annað fólk • Gæta þess að þessi réttindi og frelsi séu virt • Auka virðingu fyrir fötluðu fólki sem manneskjum
Meginreglur (3. grein) • Veita leiðsögn um hvernig beri að túlka og innleiða efni samningsins • Virðing fyrir mannlegri reisn, sjálfræði, vali og sjálfstæði fatlaðs fólks • Bann við mismunun • Full samfélagsþátttaka • Virðing fyrir fjölbreytileika • Jöfn tækifæri • Aðgengi • Jafnrétti kynjanna • Virðing fyrir réttindum fatlaðra barna
Vitundarvakning (8. grein) • Viðeigandi ráðstafanir • Auka virðingu fyrir réttindum og reisn • Vinna gegn fordómum og staðalímyndum • Efla vitund um framlag og færni • Leiðir: • Börn læri um réttindi fatlaðs fólks • Fjölmiðlar gefi ímynd í samræmi við þessi markmið • Átaksverkefni um fræðslu
Lífseigar Staðalmyndir og áhrif þeirra á skilning almennings á fötlun
Opinberar myndir af fólki með fötlun Félagslegt og menningarlegt andrúmsloft
Lykilhugtök • Virðing • Virðing fyrir mannhelgi, sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks. • Samningurinn krefst: “Virðingar fyrir fjölbreytileika og viðurkenningar á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannlegu eðli. • Bann við mismunun á grundvelli fötlunar • Aðgreining, útilokun eða takmörkun af hvaða tagi sem er, sem kemur í veg fyrir að fatlað fólk njóti réttinda sinna • Eða þegar ekki er tekið tillit til fötlunar • T.d. Skortur á aðgengi eða þjónustu sem mætir þörfum allra • Jafnrétti og jöfn tækifæri • Að skapa samfélag sem býður alla velkomna og einkennist af félagslegu og efnahagslegu réttlæti) Jafnrétti (5 grein) felur í sér að mismunun vegna fötlunar á að banna með lögum. Fatlað fólk á rétt á viðeigandi aðlögun. Sértækar aðgerðir teljast ekki mismunun • Þetta eru líka lykilhugtök í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf
Sjálfstætt líf (19. grein) • Rétturinn til að velja og hafna: • Velja sér búsetustað. • Hvar og með hverjum. • Fjölbreytt þjónusta: • Heimaþjónusta. • Aðstoð við að taka þátt í samfélaginu. • Koma í veg fyrir einangrun. • Þjónusta fyrir almenning á að standa öllum til boða
Hvað er sjálfstætt líf? • Nokkur grundvallaratriði: • Áhersla á mannréttindi og borgaraleg réttindi fatlaðs fólks og rétt til samfélagsþátttöku á borð við aðra • Sjálfstætt líf gerir fötluðu fólki kleift að stýra eigin lífi og hafa sama val og annað fólk • Persónuleg aðstoð er lykilatriði til að geta lifað sjálfstæðu lífi • Persónulegri aðstoð er stýrt af fötluðu fólki, sem ákveður hver, hvar, hvenær og hvernig aðstoðin er veitt
Sjálfstæði og sjálfstætt líf • Sjálfstæði felst ekki í líkamlegri eða vitsmunalegri færni til að sjá um sig sjálf og framkvæma alla hluti án aðstoðar • Sjálfstæði felst ekki í því að vera einn og út af fyrir sig • Sjálfstæði felst í því að hafa aðgang að þeirri aðstoð sem þarf til að geta tekið þátt í daglegu lífi í samfélaginu til jafns við aðra
Aðgengi (9. grein) • Sjálfstætt líf og full þátttaka krefst: • Aðgengi að efnislega umhverfi og samgöngum • Aðgengi að upplýsingum og samskiptum • Aðstaða innandyra jafnt sem utan • Bein aðstoð og þjónusta milliliða • Internetið og aðrar nýjungar • Ryðja hindrunum úr vegi og setja reglur um lágmarkskröfur.
Fjölskyldulíf (23.grein) • Réttur til að stofna fjölskyldu • Réttur til að ákvarða sjálfur fjölda barna og bil á milli þeirra • Réttur til fræðslu og stuðnings • Réttur til að viðhalda frjósemi • Réttur fatlaðra barna til fjölskyldulífs og þeirrar verndar og umönnunar sem velferð þeirra krefst
Fjölskyldulíf (23 grein) og MDE • Réttur barna til að alast upp hjá fjölskyldu sinni • Krefjist hagsmunir barns aðskilnaðar frá foreldrum sínum ber að leita allra leiða til að halda barni innan stórfjölskyldu • Taka barns af foreldrum er undir engum kringumstæðum réttlætanleg á grundvelli fötlunar, hvort sem um er að ræða fötlun barns eða foreldra. • Rétturinn til friðhelgis fjölskyldu og heimilislífs er verndaður og ekki er heimilt að takmarka þennan rétt nema að uppfylltum ströngum skilyrðum tengdunnauðsyn, meðalhófi, lögbundinni heimild til inngrips. • Undir réttinn til friðhelgis fjölskyldulífs fellur einnig réttur foreldra til samvista við börn sín og til að ráða persónulegum högum þeirra og uppeldi.
Vinna og starf (27. grein) • Vinnumarkaðurinn á að vera opinn öllum. • Vinnu umhverfi sem er sanngjarnt og hvetjandi. • Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu. • Ekki má þvinga fatlað fólk til að vinna. • Vernd stéttarfélaga. • Vernd gegn áreitni. • Viðeigandi aðlögun
Viðeigandi aðlögun: • Nauðsynlegar breytingar (lagfæringar) sem tryggja að fatlað fólk geti notið eða nýtt sér mannréttindi sín til jafns á við aðra • Skilyrði: • 1) Sérstakt tilvik • 2) Ekki meiri en eðlilegt getur talist • 3) Ekki of íþyngjandi • DÆMI: Lyftarapróf á 30 dögum í stað 5
Félagslegur stuðningur • Tryggja verður rétt fólks til félagslegs stuðnings • Þjónusta við fatlað fólk á að vera þannig úr garði gerð að hún stuðli að fullri þátttöku þess á öllum sviðum samfélagsins • Hafa val um hvar það býr og með hverjum (19 gr.) • Búsetu, fjölskyldulíf, atvinnulíf, menntun…
Samningurinn felur í sér skuldbindingar (4. grein) • Það er ekki nóg að samþykkja lög og reglur heldur þarf að afnema lög, reglur, venjur og starfshætti sem fela í sér mismunun • Auka þarf fræðslu til fagmanna og starfsmanna um réttindi fatlaðs fólks • Stefnumótun og áætlanagerð • Þarf að taka mið af réttindum fatlaðs fólks • Samvinna við fatlað fólk og hagsmuna samtök er lykilatriði
Söguleg tímamót – helstu hornsteinar • Síðustu afgerandi tímamót og söguleg umskipti í málefnum fatlaðs fólks áttu sér stað upp úr 1970 í kjölfar mannréttindabaráttu margra hópa og endurskoðun á gildum samfélagsins. – Þá voru hugmyndafræðin um eðlilegt líf og lokun sólahringsstofnana helstu hornsteinar • Nú stöndum við aftur á alþjóðlegum sögulegum tímamótum í málefnum fatlaðs fólks og nú eru Samningur SÞ, með sínum víðtæku kröfum um jafnrétti og mannréttindi, og hugmyndafræðin um sjálfstætt líf helstu hornsteinar
Endurnýjun og umbætur í málefnum fatlaðs fólks • Árangursríkar endurbætur, nýsköpun og endurnýjun í málefnum fatlaðs fólks gerist ekki án • Virkrar þátttöku fatlaðs fólks • Hugmyndafræði sem gefur framtíðarsýn, stefnu og grundvöll til að byggja á • Trausts þekkingargrunns • Hér á landi er brýnt að stilla saman strengi til að ná þeim markmiðum sem við stefnum að
Umbæturkrefjast þess að við vinnum saman • Til að umbætur skili árangri þurfa allir hagsmunaaðilar að vinna saman. Skapa verður vettvang fyrir samráð og samstarf. Helstu hagsmunaaðilar sem þurfa að koma að málum eru • Fatlað fólk • Stjórnmálamenn, stjórnendur og fagfólk • Fræðasamfélagið • Skapa þarf vettvang fyrir slíkt samstarf og skilgreina hverjir skuli leiða það • Skilgreina hvaða grundvallarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi
Lykilatriði framþróunar • Ný hugmyndafræði byggð á sjónarhorni mannréttinda með áherslu á jafnrétti og virðingu • Hreyfingar fatlaðs fólks bjóða fram hugmyndafræðinaum sjálfstætt líf sem veitir framtíðarsýn og vísar veg til umbóta sem samrýmast Samninginn og kröfum hans um mannréttindi og jafnrétti
Notendastýrð persónuleg aðstoð • NPA – hugmyndafræði á bak við Notendastýrða persónulega aðstoð byggir á að: • fatlað fólk hafi fulla stjórn á allri aðstoð sem það telur sig þurfa, m.a. Með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoð er veitt • fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu.
Sáttmálinn og ítarefni Sáttmálinn á íslensku http://www.felagsmalaraduneyti.is/utgefid-efni/nr/3496 Sáttmálinn á auðskildu http://throskahjalp.disill.is/media/files/Sattmalinn_med_myndum.pdf Ítarefni af vettvangi Sameinuðu þjóðanna www.un.org/disabilities www.ohchr.org
Tvær greinar Mannréttindi, fötlun og fjölskyldulíf http://vefsetur.hi.is/fotlunarrannsoknir/sites/files/fotlunarrannsoknir/Mannrettindi,%20fotlun%20og%20fjolskyldulif.pdf Jafnrétti til náms. Fatlaðir nemendur við Háskóla Íslands (í vinnslu)