1 / 12

Velferðarríkið Ísland og réttindabarátta

Velferðarríkið Ísland og réttindabarátta. 9. kafli. Velferðarríkið Ísland Heilbrigðiskerfið.

seamus
Download Presentation

Velferðarríkið Ísland og réttindabarátta

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Velferðarríkið Ísland og réttindabarátta 9. kafli

  2. Velferðarríkið ÍslandHeilbrigðiskerfið • Allt frá því Ísland tók upp velferðarkerfi einsog frændur okkar og frænkur áNorðurlöndunum gerðu, þá höfum viðnotið ókeypis eða ódýrrar læknis-,umönnunar- og menntaþjónustu sem greidder af ríkinu og sveitarfélögunum. • Fyrstu sjúkrahúsin voru á Akureyri og Reykjavíksem voru þá og eru enn stærstu sveitarfélögin á Íslandi. • Sjúkrahús voru hér byggð á fyrri hluta 20. aldar og voru sum þeirra sérhæfð til að mæta aðsteðjandi vanda á þeim tíma, s.s. geðsýki, berklum, holdsveiki. • Kostnaðurinn greiddur af ríkinu og sveitarfélögunum, m.a. af sköttum okkar til ríkisins. • Afleiðing: Stórbætt heilsa landsmanna og mörgum landlægum sjúkdómum eins og t.d. berklum var útrýmt á Íslandi. 9

  3. Velferðarríkið ÍslandMenntakerfið • Með lögum um almenna fræðslubarna frá 1907 varð til skólaskylda. • Samkvæmt þeim áttu öll börn áaldrinum 10-14 ára að ganga í skóla– annað var lögbrot. • Seinna meir færðist aldurinn neðarog ofar og sömuleiðis lengdist í skólaárinu. • Kostnaðurinn var greiddur af ríkinu og sveitarfélögunum , m.a. af sköttum okkar til ríkisins. • Afleiðing: Stórbætt menntun landsmanna sem gerði Íslandi kleift að komast í lífsgæði og lífsmáta á borð við þann sem Evrópubúar nutu. 9

  4. Velferðarríkið ÍslandHúsnæðismálin • Húsnæði landsmanna var afskaplega bágborið svo ekki sé nú meira sagt. • Flestir landsmenn í upphafi 20. aldar bjuggu í lélegu húsnæði sem varla hélt vatni og vindi. • Þéttbýli var hins vegar tekið að myndast og var þá ríkið látið aðstoða fólk til að bæta húsnæði sitt með hagstæðum lánum. • Má þá segja að flutt hafi verið úr moldarkofunum í braggahúsnæði sem hvoru tveggja hélt illa vatni og vindum og þaðan í steinsteyptar blokkir sem voru öllu stöndugri byggingar. • Var það upphafið að því sem í dag er Íbúðalánasjóður – með hruni bankanna sem voru farnir að teygja sig í húsnæðislán til fólks stendur þó Íbúðalánasjóður enn enda fyrirtæki í eigu ríkisins. 9

  5. Velferðarríkið ÍslandTryggingakerfi • Í öllum mannlegum samfélögum er til einhvers konartryggingakerfi til að aðstoða þá sem minna mega sín. • Bylting varð á því frumstæða almannatryggingakerfisem verið hafði við lýði á Íslandi með Lögum umalþýðutryggingar frá 1936. • Þá komst á flókið og umfangsmikið tryggingakerfi semhægt er að skipta niður í fjóra flokka: • Slysatryggingar, • Sjúkratryggingar, • Elli- og –örorkutryggingar, • Atvinnuleysistryggingar. • Með þessari nýju lagasetningu var lagður grundvöllur að því að bæta almennan kost landsmanna óháð tekjum og aldri. • Afleiðing: Heilsa almennings stórbatnaði enn frekar þegar þarfir þeirra sem ekki voru beinlínis veikir á sál eða líkama, eins og t.d. munaðarlaus börn, var séð fyrir öruggu heimili. 9

  6. Velferðarríkið ÍslandTryggingakerfi • Á síðari hluta 20. aldar hafa komið til fjórarumtalsverðar nýjungar á tryggingakerfinu: • Atvinnuleysisbætur – Atvinnuleysistryggingasjóðurvar stofnaður 1956 til að greiða þeimframfærslulífeyri sem tímabundið voru ánatvinnu. • Dagvist barna – Frá árinu 1973 jókst dagvistunbarna í leikskólum og er sú starfsemi nú eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna að sjá öllum börnum fyrir dagvist sem það vilja. • Trygging gegn náttúruhamförum – stofnun Viðlagatryggingar Íslands árið 1975 var ætlað að mæta miklu eignatjóni fjölda manna sem misst hefðu hús sín í náttúruhamförum eins og t.d. Vestmannaeyjagosið 1973 og snjóflóðin í Súðavík og Flateyri 1995. • Fæðingarorlof – Með lögum árið 1980 var konum greiddur styrkur til þriggja mánaða við fæðingu nýs barns, á seinni árum hefur orlofsrétturinn verið aukinn og nær núna einnig til feðranna. 9

  7. Jafnréttishugmyndir • Í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 segir: • Bannað er að gera greinarmun á fólki vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. • Með yfirlýsingunni var brautin rudd fyrir hópa sem höfðu verið beittir misrétti í langan tíma, sumir jafnvel þúsundir ára. • Hefur yfirlýsingin einnig verið mikil hvatning fyrir margskonar samtök sem standa utan stjórnmála á borð við Médecins Sans Frontières, Rauða krossinn, ofl. hópa. • Hér á eftir verður aðallega fjallað um réttindabaráttu blökkumanna og kvennahreyfingunni. 9

  8. JafnréttishugmyndirBlökkumenn í Bandaríkjunum • Frá því Suðurríkin voru sigruð í borgarastríði Bandaríkjanna árið 1865, höfðu blökkumenn notið nokkuð meiri réttinda en þeir höfðu gert áður. • Í suðrinu var hins vegar tvenns konar kynþáttahyggja í gangi sem takmarkaði réttindi blökkumanna: • Föðurleg forsjárhyggja – blökkumenn voru taldir vera eins og börn sem hinn vitri hvíti faðir bar skylda til að ala önn fyrir, m.ö.o. bar svertingjum að hlýða hinum vitrari hvíta manni. • Hreinræktað kynþáttahatur – með stofnun Ku Klux Klan-samtakanna fékk hatur á blökkumönnum sér farveg sem oft birtist í morðum og misþyrmingum á blökkumönnum og öðrum þeim sem ekki voru hvítir. • Eftir 1890 varð síðari hópurinn ráðandi afl í Suðurríkjunum og kom á kynþáttaaðskilnaði í skólum, veitingahúsum, strætisvögnum og öðrum stöðum í samfélaginu. • Þeir blökkumenn sem mótmæltu voru drepnir – meira en 200 manns var tekið af lífi án dóms og laga árlega þegar mest var á árunum 1890-1920. 9

  9. JafnréttishugmyndirBlökkumenn í Bandaríkjunum • Í stórborgum í norðurhluta Bandaríkjanna og á öðrum stöðum þarlendis var hlutskipti blökkumanna skárra en þó voru þeir lægsta stétt samfélagsins sökum litarháttar. • Eftir seinni heimsstyrjöld batnaði lagaleg staða svertingja en stærsta breytingin var gerð árið 1964 með Civil Rights Act – mannréttindalöggjöfinni sem bannaði mismunun þegnanna. • Ákvörðun blökkukonunnar Rosa Parks sem neitaði að sitja í sæti svartra í strætisvagni kveikti baráttuhug hjá blökkumönnum. • Helsti leiðtogi þeirra var Martin Luther King sem tók sér friðsamlegar baráttuaðferðir Gandhis á Indlandi sér til fyrirmyndar en hann var myrtur árið 1968. 9

  10. JafnréttishugmyndirBlökkumenn í Bandaríkjunum • Tekjuskipting eftir litarhætti: 9

  11. Kvennahreyfingar • Þó að konur hafi fengið kosningarétt og önnur lagaleg réttindi þá batnaði staða kvenna lítið – viðhorfin í samfélaginu voru þeim andsnúin. • Um 1960-70 varð hins vegar til ný og róttæk kvennahreyfing sem setti kvenfrelsi á oddinn. • Einn helsti hvati hennar var æskulýðsuppreisnin árið 1968 þar sem vindar samfélagsbreytinga gengu um heiminn. • Fólk gagnrýndi valdstjórnina, neyslusamfélagið, kapítalismann, sjálfsánægjuna, sjálfsdýrkunina og umfram allt skort á raunverulegu lýðræði til handa þeim ekki höfðu enn hlotist þau. • Fólk flaggaði myndum af Che Guevara sem myrtur var af skjólstæðingum Bandaríkjamanna í Bólivíu 1967. • Smám saman fengu konur meiri réttindi en baráttan er enn í gangi. • Helsti þrándur í baráttu kvenna eru hefðbundin viðhorf til hlutverka karla og kvenna í samfélaginu. • Engin lagasetning nær til hugsunarháttar fólks og oft standa konur aðrar kynsystur sínar að því að halda aftur af kvenréttindabaráttunni – meðvitað og ómeðvitað. Che Guevara(1928-1967) 9

  12. Jafnréttismál á Íslandi • Saga jafnréttisbaráttunnar á Íslandi á sér ákveðna hliðstæðu í því sem var að gerast erlendis. • Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði Kvenréttindafélag Íslands árið 1907. • Frá þeim félagsskap spruttu síðan önnur félög á borð við Rauðsokkahreyfinguna árið 1970. • Réttindi kvenna jukust og í Kvennafrídeginum 1975 lamaðist atvinnulífið þegar mörg stéttafélög tóku þátt í fríiinu konum til stuðnings. • Á stjórnmálasviðinu fengu konur einnig meiri réttindi, sérstaklega eftir myndun og framboð Kvennalistans sem barðist á Alþingi einkum fyrir réttindum kvenna, fyrsti kvenforseti árið 1980 og nú 2009 fyrsti kvenforsætisráðherra. • Í peningaveldinu (sem nú er hrunið) hefur karlavígið staðið einna lengst. • Á síðari árum hefur öðrum hópum einnig vaxið ásmegin í réttindabaráttu sinni, fatlaðir, samkynhneigðir. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrsti kven-forsætisráðherra Íslands 9

More Related