380 likes | 540 Views
HÍ – félagsvísindadeild 10.53.70 Inngangur að kennslufræði -Hugsmíðihyggja-. Meyvant Þórólfsson 30. október 2006. Úr samræmdu prófi í 10. bekk 1995. ¾ bolli af sykri samsvarar 12 teskeiðum. Hve margar teskeiðar af sykri eru þá í 3 bollum? Lagt fyrir sem heimaverkefni hjá 11 ára nemendum.
E N D
HÍ – félagsvísindadeild10.53.70 Inngangur að kennslufræði-Hugsmíðihyggja- Meyvant Þórólfsson 30. október 2006
Úr samræmdu prófi í 10. bekk 1995 • ¾ bolli af sykri samsvarar 12 teskeiðum. Hve margar teskeiðar af sykri eru þá í 3 bollum? • Lagt fyrir sem heimaverkefni hjá 11 ára nemendum.
Forngrikkir töluðu um PHYSIS og THESIS • Physis: Allt það í alheimi sem við skynjum, getum mælt og reynt að spá fyrir um • Við skynjum jörðina. Okkur er kennt að hún sé reikistjarna í útjaðri stjörnuþoku sem við nefnum Vetrarbrautina. • Hún snúist umhverfis sólina ásamt a.m.k. 7 öðrum reikistjörnum.
Forngrikkir töluðu um PHYSIS og THESIS • Thesis: Manngerð kerfi eins og talnakerfi, málkerfi og önnur táknkerfi (t.d. umferðarljós) sem menningin hefur getið af sér.
Truman Burbank (Truman Show) • Burbank bjó í þægilegum og snyrtilegum „gerviveruleika“ þar sem atburðir endurtóku sig í sífellu. • Er okkar veruleiki raunverulegur? Hvað sjáum við þegar við lítum í spegilinn? Sjá okkur einhverjir fleiri? Kannski milljónir manna? E.t.v. aðrar vitsmunaverur?
The Matrix • Gerviveruleiki sem var stjórnað af skyni gæddum vélum er héldu manneskjum föngnum og ræktuðu þær sem orkuuppsprettur til að tengjast “the matrix”. • A Construct, a virtual reality environment
EVE online • Íslenskur „fjölnotendanetspunaleikur“ • Stjórnað af tölvunarfræðingum, stærðfræðingum, eðlisfræðingum o.fl. • Ótakmarkað hugmyndaflug, flókin stærðfræðileg rökkerfi, margverðlaunuð hönnun og grafík • Reynir Harðarson: Náttúrusnillingur Eina prófskírteini hans er bílprófsskírteini
Hvaðan hlaut Reynir menntun sína? • Páll postuli spurði menn í Efesus hvort þeir hefðu meðtekið heilagan anda. Mennirnir settu upp stór augu og svöruðu að þeir hefðu ekki svo mikið sem heyrt heilagan anda nefndan á nafn. (sbr. Guðm. Finnbogason 1903) • Væri ungt fólk spurt við lok skyldunáms hvort það hefði meðtekið þá menntun sem til var ætlast, yrðu viðbrögðin líklega svipuð: Stór augu: Hvað er eiginlega menntun?
Hvað er þekking? Hvað er þekkingarfræði? • Ein af höfuðgreinum heimspeki og fjallar um eðli, grundvöll og takmörk mannlegrar þekkingar • Heimspekingar, sálfræðingar og uppeldisfræðingar hafa brotið heilann um þekkingu allt frá örófi alda • Ath. rökhyggju annars vegar og raunhyggju hins vegar
Hvað er menntun? Hvað er nám? • Erum við að tala um nám sem atferlis- og/eða hegðunarbreytingu? • Erum við að tala um nám sem einhvers konar ófyrirséð ferli í þroska manneskjunnar? • Gerist þetta á svipaðan hátt eða eins hjá öllum? • Eða eru einstaklingarnir eins ólíkir og þeir eru margir hvað varðar menntun og nám?
Íhugið – ræðið (2-3 mín) • Hugtakið “einstaklingsmiðað nám” heyrist oft notað nú á dögum. • Hvað er þar á ferðinni? Hvernig er þessi hugmynd rökstudd? Eða á hún sér e.t.v. engar stoðir?
Til að skerpa skilning og hugsun... ...stillum við oft hugmyndum og viðhorfum upp sem andstæðum: • Hlutlægt (objective)vs.huglægt (subjective)? • Megindlegt (quantitative)vs.eigindlegt (qualitative)? • Formlegtvs.óformlegt? • Kerfi sem tekur tillit til allra (inclusive)vs.kerfi sem tekur meira tillit til sumra en annarra (exclusive)?
Til að skerpa skilning og hugsun... • Ferli og framvinda (process) vs.afrakstur og afurð (product) ? • Nemendamiðað (student-centered) vs.kennaramiðað (teacher-centered)? • Atferlishyggja vs.hugsmíðihyggja?
„Svarti kassinn“ Litróf námskenningar og námslíkana er margbreytilegt en þó má geina ákveðna póla, a.m.k. í umræðunni: Input Output Áhrif frá pósitívisma, raunhyggju og atferlishyggju: Nám er röklegt, línulegt og mælanlegt Áhrif frá rökhyggju og hugsmíðihyggju: Nám er flókið, ófyrirséð, afstætt og erfitt að meta
Fyrirfinnst sönn og endanleg þekking „þarna úti“ eða ekki? Hvað segja kenningarnar um það? • Atferliskenning gerir í raun ráð fyrir að til sé endanleg þekking og veruleiki „þarna úti“ sem allir geti skilið og lært á sama hátt…þessa þekkingu getum við öðlast kerfisbundið með skipulegri atferlismótun • Hugsmíðikenning: Einstaklingar og samfélög byggja upp „einstaklingsbundna/persónubundna“ sýn á veruleikann sem er háð túlkun og merkingu. Mislangt er gengið í að hafna hlutlægum veruleika án mannlegrar skynjunar (sbr. róttæka vs. félagslega hugsmíði).
Hvernig öðlumst við þekkingu? • Hugsum okkur að ný þekking verði til með þeim hætti að ný hugmynd eða hugtak (rauður depill) tengist hugmyndum eða hugtökum sem fyrir eru (bláir deplar) í vitsmunabúi okkar. Van de Walle 2003
Hvernig öðlumst við þekkingu? • Samkvæmt atferliskenningu gerist þetta á fyrirséðan og kerfisbundinn hátt. • Samkvæmt hugsmíðikenningu gerist þetta á flókinn og ófyrirséðan hátt og breytilegt eftir einstaklingum hvernig tengingar eiga sér stað – afstæð þekking! Van de Walle 2003
Lykilhugtak: Forhugmyndir David Ausubel 1968 í Educational Psychology - A Cognitive View: • Það sem hefur mest áhrif á nám og námsárangur er það sem nemandinn veit fyrir. Sannreyndu hvað það er og kenndu honum svo í samræmi við það. • Meginhugmynd hugsmíðikenningar er að byggt sé á hugmyndum og hugtökum sem þegar hafa lærst. • En stundum hvíla forhugmyndir á veikum grunni (schema) og þær geta jafnvel verið rangar, sbr. þekktar ranghugmyndir um sólina og jörðina
Eðlisfræði “...þekkja hugtökin varmaorka og varmaflutningur” (AG 99):
Eðlisfræði Kennslubókin: • Varmaflutningur er tilfærsla á varma frá heitum stað eða hlut yfir á kaldari stað eða hlut. Varmaflutningur getur átt sér stað á þrjá vegu, þ.e. með: • Varmaleiðingu • Varmaburði • Varmageislun
Ranghugmynd: Vatn kólnar vegna þess að það „tekur til sín kulda“ úr ísmola • Kennsla sem tekur mið af hugsmíðihyggju miðar að því að grafast fyrir um forhugmyndir (ranghugmyndir) barna af þessu tagi og búa svo til aðstæður með æfingum, tilraunum og/eða umræðu sem hjálpa nemendum að „endursmíða“ hugmynd sína. • Sbr. Einstein um vísindaleg vinnubrögð: Vísindamenn setja fram hugmyndir eða tilgátur sem þeir reyna að styðja með dæmum og/eða prófa með tilraunum, þ.e. máta við raunveruleikann. (Kirkpatrick & Wheeler)
Íhugið – ræðið (2-3 mín) Enn betri skóli...: “Meira nám á skemmri tíma” (Mmrn 1998) • Hvaða þýðingu hefur þessi áhersla í stefnu fræðsluyfirvalda fyrir skipulag náms og kennslu þegar hlutfirrtar hugmyndir og hugtök eins og varmaflutningur eru annars vegar?
Róttæk hugsmíðihyggja • Ernst von Glasersfeld kynnti róttæka hugsmíðihyggju (e. radical constructivism) 1974 • hafnaði þeirri rótgrónu og almennu skoðun að raunveruleg þekking og þar með sjálfstæð tilvera hluta væri til utan skynreynslu mannsins. • Manneskjan öðlast m.ö.o. aldrei beinan aðgang að einhverjum hlutlægum veruleika, sem er óháður heimatilbúnum hugmyndum hennar sjálfrar um hann.
Róttæk hugsmíðihyggja • Það skiptir hins vegar máli að hugtökin og hugmyndirnar virki og passi við reynsluheim okkar. • Glasersfeld talar því um gerleika (e. viability) hugmynda; hugtökin væru gerleg eða raunhæf að því marki sem þau hjálpuðu okkur að öðlast skilning á reynslu okkar og við að leysa ákveðin vandamál eða að ná einhverju persónulegu takmarki. • Ef reynsla eða ný gögn reynast í ósamræmi við forhugmyndir okkar, þ.e. hugtök sem fyrir eru, skapast ákveðið ójafnvægi (sbr. Piaget) sem hleypir aðlögunarferli (námi) af stað er leiðir af sér ný eða breytt hugtök.
Félagsleg hugsmíðihyggja • Félagsleg hugsmíði rakin til Levs Vygotskys, Jerome Bruners o.fl.: Félagslegar aðstæður vitsmunaþroska skipta meginmáli • Beiting tungumálsins lykilatriði • Tjáskipti milli þess ólærða (óreynda, óþroskaða) og hins lærða (reynda, þroskaða) forsenda vitsmunaþroska. Á jafnt við um kennara-nemanda sem nemanda-nemanda. • Sameiginlegt hugtakanet myndast hjá hópi fólks sem fæst við og hugsar um sömu fyrirbæri. • Aðlögun að menningu hugsuð sem félagslegt ferli (socio-cultural view eða cultural-historical approach)
Félagsleg hugsmíði – Lev Vygotsky • Öll hegðun og kúltúr manneskjunnar eru háð flóknu félagslegu kerfi – “socio-cultural” • Svæði raunverulegs þroska (e. zone of actual development) og svæði óráðins þroska (e. zone of proximal development), “þroskasvæðið” • Virkni ZPD eins og blómknappar í þann veginn að springa út, búa þarf réttu félagslegu eða menningarlegu aðstæðurnar (námsaðstæður) til að öflugt nám/menntun eigi sér stað.
Endursmíði hugmynda og hugtaka • Hugsmíðikenning: Það er eðli mannlegrar hugsunar að reyna að “endursmíða” hugmyndir svo hlutirnir gangi upp og komist í jafnvægi • Með endursmíðinni reynum við að gera hlutina raunhæfa eða gerlega (e. viable – viability = gerleiki). • Hlutverk kennara getur verið vandasamt þegar kemur að endursmíði hugmynda. -Good og Brophy, Glasersfeld
Endursmíði hugmynda og hugtaka • Hugsmíðin er sívirk því umhverfið er sífellt að gera kröfu um að við leysum ný vandamál sem leiða til æ meiri vitræns þroska og nýmyndunar þekkingar • Piaget: Aðhæfing (e accomodation) og/eða samlögun (e. assimilation), þ.e. einstaklingurinn lagar sig að aðstæðum og/eða hann breytir umhverfinu sér í hag til að koma á jafnvægi (equilibrium).
Félagsleg hugsmíði og samræður • Vygotsky leit á tungumálið sem lykilinn að hinni félagslegu hugsmíði. • Þeir sem aðhyllast félagslega hugsmíði leggja áherslu á samræður þar sem þátttakendur (nemendur) brjóta hugmyndir og hugtök til mergjar, rannsaka, rökræða og leita saman að lausnum • Mikilvægt að nemendur hlusti hver á annan og skilji hugmyndir hvors annars (cooperation/collaboration) • Kennari virkar eins og umræðustjóri
Menntun og aðstæðubundið nám • Mikil ábyrgð hvílir á kennaranum við að leiða barnið upp á æðri stig hugsunar með því að kynna sér fyrst forhugmyndir og beina þeim svo í réttan farveg (menntun = enculturation) • Jeane Lave, Etienne Wenger o.fl: Aðstæðubundið nám (e. situated learning) líkt og námlærlings hjá meistara við raunverulegar aðstæður. Mikilvægt að gera aðstæður sem líkastar veruleikanum.
Vinnupallafyrirkomulag og samvinnunám • Vinnupallafyrirkomulag (e. scaffolding). Inntak og viðfangsefni eins og bygging þar sem vinnupallar og verkfæri eru til staðar. • Kennarinn veitir mikinn stuðning í upphafi, en ábyrgð á náminu færist jafnt og þétt yfir á herðar nemandans. • Gagnkvæm samvinna við mótun og uppbyggingu þekkingar (e. collaborative learning).
Heildstæð sýn á inntak náms og merkingu þess • Nám í menningarlegu og merkingarbæru samhengi (e. cultural and meaningful context). • Inntak hinna hefðbundnu námsgreina sé tengt og ofið í heildarsamhengi til að efla skilning á hugtökum. Margvísleg vensl og tengsl hugtaka. • Heildstæð sýn á tungumálið og beitingu þess (e. whole language learning). • Stærðfræðikennsla P. Cobb, T. Wood og E. Yackel .: Umræður og hlustun á hugmyndir annarra (taken-as-shared mathematical knowledge)
Heildstæð sýn á inntak náms og merkingu þess • Ýmsar aðrar tilraunir í stærðfræði, t.d. Cognitively Guided Instruction (CGI) þar sem börn kynnast reikniaðgerðum og tengslum þeirra gegnum “sögur” (orðadæmi) áður en farið er að reikna með formlegum aðferðum. • Kennsla til skilnings, t.d. á sætiskerfi (tugakerfi): Nemendur rannsaka af hverju 3+14 314 . Gætum við fengið nemendur til að rökstyðja að þetta sé ekki jafnt? Hvers virði væri það í ljósi hugsmíðihyggju?
Hugsmíðihyggja, námsreynsla og kennsluaðferðir • Nemendur okkar koma í skólann með fyrirfram gefnar hugmyndir sem stangast stundum á við það sem við viljum kenna þeim. • Skapandi og gagnrýnin hugsun er nemendum okkar eðlileg. • Nemendur eru færir um að rannsaka, sannprófa, rökræða og hlusta á rök. • Okkar vandi er að búa þeim réttu aðstæðurnar til náms og velja viðeigandi aðferðir úr litrófi kennsluaðferðanna. • Í því ljósi kunna hugmyndir hugsmíðihyggju og atferlishyggju að mætast einhvers staðar...