310 likes | 469 Views
Settur réttur. Sett lög í þrengri merkingu. Hugtakið settur réttur. Latneska sögnin ponere (að setja) Jus positum (lat.), p ositive law, droit positive Settur réttur
E N D
Settur réttur Sett lög í þrengri merkingu
Hugtakið settur réttur • Latneska sögnin ponere (að setja) • Jus positum (lat.), positive law, droit positive Settur réttur • Settur réttur í víðtækustu merkingu vísar til reglna, sem búnar hafa verið til af ásettu ráði af mönnum (sbr. orðið vildarréttur)
Staða setts réttar sem réttarheimildar • Íslenska þjóðveldið settur réttur viðurkenndur sem réttarheimild að aðeins takmörkuðu leyti • Nútíminn settur réttur langfyrirferðarmestur réttarheimilda • Tveir meginflokkar setts réttar
Rök settra réttarreglna • Lýðræðið – Hægt er að setja reglur í samræmi við vilja meirihlutans, t.d. með því að lýðræðislega kjörnir fari með lagasetningarvald • Réttarríki – Sett lög eru skýr, skiljanleg og fyrirsjáanleg • Hagkvæmni – Sett lög spara tíma og fjármuni Að öllu virtu,er æskilegt að hægt sé að setja lög?
Nánar um kosti settra reglna • Settar reglur eru yfirleitt aðgengilegri • Settur reglur eru yfirleitt skýrari, fortakslausari, gefa minna svigrúm til mats og því er fyrirsjáanlegra hvernig niðurstöður dómstóla muni verða
Nánar um ókosti settra réttarreglna • Ósveigjanlegar og fortakslausar • Óhófleg reglusetning - Settar reglur geta verið miklar að vöxtum og flóknar • Óhóflega tíð reglusetning - Settar reglur geta verið síbreytilegar Settar reglur eru vandmeðfarnar
Hvenær er sérstök ástæða til að nota settar reglur • Hvenær skiptir miklu að lögin séu sem skýrust? Hvenær skiptir réttaröryggi miklu? • Lög sem leggja skyldur, kvaðir o.þ.u.l á þegnanna 69. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 7. gr. stjórnarskipunarlög nr. 97/1995 • Hvaða öðrum atriðum hefur samkvæmt stjórnarskránni verið talið æskilegt að skipað væri með settum lögum?
Grundvallarlög • Skilgreining: Sá hluti stjórnarskrárinnar, sem ekki verður breytt nema samkvæmt 1. mgr. 79. gr. hennar • Væntanlega er einnig rétt að telja til grundvallarlaga stjórnskipunarvenjur, sem ekki verður breytt nema samkvæmt 1. mgr. 79. gr. STS
Þingleg meðferð frumvarpa til stjórnskipunarlaga • Frumkvæðisréttur hinn sami og vegna almennra laga • Frumvarp, sem felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana, skal í fyrirsögn nefnt frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Hafi það eigi þá fyrirsögn vísar forseti því frá (sjá 1. mgr. 42. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991) • Ef tillagan er samþykkt skal rjúfa þing og stofna til almennra kosninga (1. mgr. 79. gr. STS) • Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta skal hún staðfest af forseta og er hún þá gild stjórnskipunarlög (1. mgr. 79. gr. STS)
Ætti stjórnarskránni aðeins að verða breytt með þjóðaratkvæði? • Meginsjónarmið: Tvö þing koma að breytingu • Stjórnarskráin nr. 33/1944 samþykkt þjóðaratkvæðagreiðslu, sbr. 81. gr. hennar • Stjórnarskrárbreytingar yfirleitt lítt til umræðu við kosningar • Hversu erfitt/auðvelt ætti að vera að breyta stjórnarskránni?
Staða grundvallarlaga • Grundvallarlög eru æðst allra réttarheimilda íslenskrar réttarskipunar lex superior • Önnur lög verða skýrð til samræmis við grundvallarlög • Lög andstæð grundvallarlögum eru að vettugi virðandi
Dómstólar og grundvallarlög • Almennir dómstólar eru til þess bærir að fjalla um hvort lög séu andstæð stjórnarskrá - Almennir dómstólar eru því meðal annars stjórnlagadómstólar • Lög andstæð stjórnarskrá eru ekki felld úr gildi heldur eru þau virt að vettugi við úrlausn málsins H 1943:237 (Hrafnkatla) • Hvort lög, sem talin eru andstæð stjórnarskrá, eru að vettugi virðandi í öllum tilvikum, er háð skýringu viðkomandi dóms H 1946:345 (Landauki)
Mannréttindasáttmáli Evrópu • Samningur frá 4. nóvember 1950 um verndun mannréttinda og mannfrelsis ásamt síðari viðaukum og breytingum • Fullgiltur sbr. auglýsingu nr. 11/1954 • Lögfestur með lögum nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu
Hefur MSE í raun stöðu grundvallarlaga? • H 1990:2 (aðskilnaður dóms- og umboðsvalds) og H 1992:174 (dómtúlkur) • Náin tengsl við mannréttindaákvæði STS, sbr. breytingu á STS 1995 • Hverju breytti setning laga nr. 62/1994 fyrir stöðu sáttmálans að íslenskum rétti? Lög nr. 62/1994 eru almenn lög með sérstaka stöðu
Almenn lög • Skilgreining: Lög sem Alþingi setur og forseti staðfestir með undirritun sinni • Alþingi starfar í einni málstofu (32. gr. STS) • Frumkvæðisréttur þingmanna og ráðherra (38. gr. STS) • Hefur forseti lýðveldisins frumkvæðisrétt án atbeina ráðherra? (25. gr. STS)
Þingleg meðferð • Undirbúningsstig oft ráðuneyti og sérstakar nefndir þegar um stjórnarfrumvörp er að ræða • Framlagning frumvarps og frekari meðferð þingskaparlög nr. 55/1991 • Hvenær er Alþingi atkvæðisbært? (53. gr. STS) • Þrjár umræður, umfjöllun nefnda og breytingartillögur þingskaparlög nr. 55/1991 (ath. 90. gr.)
Afdrif frumvarps • Frumvarpið verður ekki útrætt og þingmálið fellur niður við þinglok • Frumvarpið er fellt - yfirleitt alltaf við þriðju umræðu • Samþykt og staðfest af forseta • Samþykt, en forseti synjar staðfestingar
Mistök við lagasetningu • Hvaða mistök við meðferð frumvarps leiða til ógildis laganna? • H 1950:175 (kvísl): Talið að skýrgreinin á orðinu kvísl hefði ekki orðið til á stjórnskipulega gildan hátt • H 1997:86, 106, 116 (brúttólestir): Fallist á að mistök hefðu orðið við lagasetningu en kröfum um skaðabætur hafnað
Bráðabirgðalög • Rök bráðabirgðalaga og breyttar aðstæður • Hættur samfara heimildum til bráðabirgðalaga • 28. gr. STS breytt með 6. gr. stjsk.laga nr. 56/1991 Bráðabirgðalög verður nú að samþykkja innan sex vikna frá því Alþingi kemur saman
Skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga • Alþingi ekki að störfum • Brýn nauðsyn • Mega ekki vera andstæð stjórnarskránni • Bráðabirgðafjárlög verða ekki gefin út ef fjárlög hafa verið samþykkt fyrir fjárhagstímabilið
Staða forsetans við útgáfu brbl. • Forseti getur ekki gefið út bráðabirgðalög án atbeina ráðherra • Getur forseti lýðveldisins synjað útgáfu bráðabirgðalaga? • Ath. 11. og 13. gr. STS • Rætt nánar í stjórnskipunarrétti
Lögsaga dómstóla við mat á skilyrðum fyrir útgáfu brbl. • Dómstólar geta ótvírætt metið hvort Alþingi sé að störfum, hvort þau séu andstæð STS og hvort bráðabirgðafjárlög megi gefa út samkvæmt 4. mgr. 28. gr. STS • Geta dómstólar metið brýna nauðsyn?
Brýn nauðsyn • Eitt af fjölmörgum teyganlegum skilyrðum í STS, sem vísar til pólitísks mats • Eldri dómaframkvæmd: H 1937:332 (mjólkursala), Mat bráðabirgðalöggjafans ekki endurskoðað • H 1985:1544 (kjarnfóður) sératkvæði, H 1992:1962 (BHMR) og H 1995:2417 (Geir Waage)
1995:2417 (Geir Waage) • Dómur Hæstaréttar: Fallist á að unnt hefði verið að kalla Alþingi saman. Samt sem áður ekki fallist á að bráðabirgðalöggjafinn hafi misnotað heimild sín • Minnihluti Hæstaréttar: Ekki talið heimilt að leggja mat á stjórnmálalega nauðsyn fyrir útgáfu brbl. Hins vegar talið unnt að meta hvort hægt var að kalla Alþingi saman með hliðsjón af þörf á skjótum viðbrögðum
Fjárlög og fjáraukalög • Megineinkenni fjárlaga: innihalda greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld (42. gr. STS) • Alþingi fer með fjárveitingarvaldið og beitir því með fjárlögum og fjáraukalögum (sbr. 41. gr. STS) lykilatriði í völdum þingsins • Ekkert gjald má greiða án heimildar í fjárlögum eða fjáraukalögum
Sérkenni fjárlaga • Skylt að leggja fyrir hvert reglulegt Alþingi fjárlög fyrir það fjárhagsár sem í hönd fer þegar þingið er saman komið • Efni fjárlaga stjórnarskrárbundið • Afmarkaður gildistími
Fjárlagagerðin • Sjá lög nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins • Framkvæmd fjárlagagerðar: http://hamar.stjr.is/ • Athugið skerðingarákvæði 6. gr. fjárlaga • Athugið yfirlit um lagabreytingar (bandorm)
Samband fjárlaga og almennra laga • Geta fjárlög breytt almennum lögum? Ath. 23. gr. laga nr. 88/1997 • Geta almenn lög breytt fjárlögum? • Teljast fjárlög "lög" í skilningi STS?
Réttaráhrif fjárlaga • Hverjar eru afleiðingar þess að stofnanir ríkisins fara fram úr fjárlögum? • Viðfangsefni stjórnsýsluréttar • Geta einstaklingar átt lögvarða kröfu á grundvelli fjárlaga? • Hafa fjárlög bein réttarahrif?
Fjáraukalög • Gefa möguleika á því að afla aukinna heimilda til greiðslna en mælt er fyrir um á fjárlögum • Í framkvæmd eru fjáraukalög yfirleitt lögð fram eftir að gjöld hafa verið innt af hendi úr ríkissjóði umfram heimildir í fjárlögum af einhverjum ástæðum
Lög sem bera þarf undir þjóðaratkvæði • Lög, sem forseti synjar staðfestingar, sbr. 26. gr. STS • Er vald forseta háð atbeina ráðherra? • Hvað telst synjun staðfestingar? • Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu • Synjun staðfestingar stjórnskipunarlaga • Lög um breytingar á kirkjuskipan ríkisins, sbr. 2. mgr. 79. gr.