140 likes | 307 Views
Kyn og völd á Íslandi Stjórnmálaþátttaka kvenna. 15. Janúar 2010. Rósa G. Erlingsdóttir. Kyn og völd Aðgerðir og löggjöf til að auka völd og áhrif kvenna í íslensku samfélagi. Heimasíða norrænu kynjafræðistofnunarinnar: http://www.nikk.uio.no (Køn og magt i Norden)
E N D
Kyn og völd á ÍslandiStjórnmálaþátttaka kvenna 15. Janúar 2010. Rósa G. Erlingsdóttir.
Kyn og völd Aðgerðir og löggjöf til að auka völd og áhrif kvenna í íslensku samfélagi. • Heimasíða norrænu kynjafræðistofnunarinnar: http://www.nikk.uio.no (Køn og magt i Norden) • Fyrirlestrar lokaráðstefnu í nóvember 2009, lokagreinar og – skýrslur. Tölulegar upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnmálum, nefndum, ráðum, stjórnum og utanríkisþjónustunni. • Jafnrétti á krossgötum; Jafnréttislöggjöf og hugmyndir um jafnrétti í skugga efnahagshruns.
Kyn og völd Aðgerðir og löggjöf til að auka völd og áhrif kvenna í íslensku samfélagi. Tímabil rannsóknar 1995-2008. Rannsóknaefni: Taka saman upplýsingar um þróun jafnréttislöggjafar annars vegar og yfirlit yfir verkefni og aðgerðir hins opinbera á sviði jafnréttismála frá árinu 1995 hins vegar. Markmið: Að skoða hvernig þróun jafnréttislöggjafar og aðgerðir eða aðgerðaleysi hins opinbera á sviði jafnréttismála hefur haft áhrif á efnahagsleg og stjórnmálaleg völd og áhrif kvenna. Fyrirlestur: Stjórnmálaþátttaka kvenna. Tengsl valdakerfa, ríkjandi pólitískra hugmynda og kynjajafnréttis í íslensku samfélagi fyrir og eftir efnahagshrunið.
Kyn og völd á Íslandi • Meginniðurstaða: Þótt íslensk stjórnvöld hafi lengi og á mörgum sviðum gengið nokkuð langt í lagasetningum til að jafna hlut kynjanna hefur skort eftirlit með lögunum, fjármagn og ekki síst pólitískan vilja til að fylgja eftir markmiðum þeirra með raunhæfum aðgerðum og verkefnum. • Þótt enn skorti á raunverulegt kynjajafnrétti í íslensku samfélagi hafa vissulega miklar breytingar átt sér stað, sérstaklega á sumum sviðum stjórnmálanna.
„Critical mass“(30%; Drude Dahlerup) ÍslandHin • Sveitarstjórnir 2002 1985-2001 • Þingin 1999 1983-1990
Kyn og völd: Hindranir á Íslandi Hvers vegna gekk hægar að fjölga konum í íslenskum stjórnmálum? Framboðsmál stjórnmálaflokka. Prófkjör torvelda beitingu kynjakvóta. Hugmyndir ráðandi afla í íslenskum stjórnmálum um jafnréttismál.
Jafnréttishugmyndir og stjórnmálamenn ”Ég vil í þessu sambandi minna á það, að þegar rætt er um jafnrétti, þá njótum við Íslendingar þess, að við erum smáríki. Það er hvergi jafnauðvelt að koma á raunverulegu jafnrétti og í litlu þjóðfélagi eins og því íslenzka. Hér er á ýmsan hátt styttra bil á milli manna en í flestum öðrum þjóðfélögum, og ég held, að það eigi að vera okkur keppikefli að halda því og auka þennan jöfnuð, og einmitt frumkvæði að því, er varðar jafnan rétt karla og kvenna, mundi geta orðið myndarlegt framlag af okkar hálfu til annarra þjóðfélaga, sem eiga við mun alvarlegri vandamál að stríða á þessu sviði.“ (Magnús Kjartansson 1970)
Hugmyndir um jafnrétti ”Aukin sókn kvenna í menntun og barátta þeirra mun skila sér í algjöru jafnrétti á næstu tuttugu árum [...] Brýnasta mál jafnréttisbaráttunnar í dag er að konur sjálfar sannfærist um að kynferði þeirra skipti ekki máli fyrir laun þeirra.” (Davíð Oddson, Ríkisútvarpið: 17.4.2004)
Aðgerðir til að auka hlut kvenna • Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum • Fleiri konur þurfa að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa. • Konur þurfa meiri hvatningu en karlar. • Vilji til þess innan stjórnmálaflokkanna að fjölga konum á framboðslistum, sérstaklega í efstu sætin. • Kvennaslodir.is, kvennagagnabanki á netinu frá 2005 • Mörg hundruð skráninga • Lítill áhugi og skortur á fjármagni
Hugmyndir um jafnrétti: “Barn síns tíma” “Ég tel að miðað við núverandi stöðu í okkar þjóðfélagi sé það tímaskekkja að gera kröfur á þessum forsendum til þeirra sem hafa veitingarvaldið, að binda hendur þeirra á þennan veg. Það er óneitanlega mjög erfitt að fikra sig eftir þessum lögum.” (Björn Bjarnason, Morgunblaðið: 7.4.2004).
Hugmyndir um jafnrétti “Ég tel að ég nái betri árangri með skoðunum mínum og baráttuaðferðum heldur en með beitingu öfgakenndra aðferða þar sem beitt er handafli. Jafnréttið á að koma frá grunninum, rótunum og hjartanu en ekki að vera skellt inn með margs konar valdboðum sem láta konur iðulega standa berskjaldaðar og líta illa út fyrir vikið.” (Nýtt líf, 2004).
Niðurstöður • Hugmyndir ráðandi afla í íslenskum stjórnmálum. Tregi þeirra til að tileinka sér hugmyndafræði nýrra og breyttra jafnréttislaga • Ungur málaflokkur innan stjórnsýslunnar • Lítið fjármagn, skortur á þekkingu og pólitískum vilja