1 / 16

Spjallfrelsi Kenningum Bernsteins beitt á rannsókn á fjarnámi Þ uríður Jóhannsdóttir

Spjallfrelsi Kenningum Bernsteins beitt á rannsókn á fjarnámi Þ uríður Jóhannsdóttir. Þjóðarspegill 2007 Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum. Viðfangsefnið: Kennaranám í fjarnámi.

weylin
Download Presentation

Spjallfrelsi Kenningum Bernsteins beitt á rannsókn á fjarnámi Þ uríður Jóhannsdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. SpjallfrelsiKenningum Bernsteins beitt á rannsókn á fjarnámiÞuríður Jóhannsdóttir Þjóðarspegill 2007 Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  2. Viðfangsefnið:Kennaranám í fjarnámi • Leitast við að varpa ljósi á það verkefni sem fjarnemar standa frammi fyrir þegar vettvangur kennslu og náms er að stærstum hluta á netinu • Hvers vegna skiptir máli að nemendur hafi stjórn á námi sínu • snertir þróun lýðræðislegs samfélags • skiptir máli um hvernig nemendum gengur að læra • Rætt um yfirráð yfir vettvangi námsins og áhrif kennsluhátta • Rætt hvernig kenningar Bernsteins geta varpað ljósi á hvernig fjarnemar átta sig á hvað er viðeigandi í samskiptum og athöfnum í fjarnámi Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  3. Kenningar Basil Bernstein um félagsfræði uppeldis- og kennslu • Kennsluhættir eru greyptir í stýrandi orðræðu (regulative discourse) hverrar stofnunar • Flokkun (classification) og umgerð (framing) • Flokkun birtist t.d. í afmörkun námsgreina • Umgerð vísar til þess hvar yfirráðin yfir samskiptum sem snerta uppeldi og kennslu liggja • Umgerð lýsir skipulagi á því hvernig stýringu er háttað á samskiptum milli mismunandi flokka • á milli kennara og nemenda, • skóla og heimilis • milli námsgreina Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  4. Orðræða uppeldis og kennslu (pedagogic discourse) • Felur í sér tvenns konar orðræður sem eru nátengdar • Kennsluorðræðan (instructional discourse), snýst um hæfni og þekkingu • Stýrandi orðræðan (regulative discourse) um félagslegt taumhald (social order) • Kennsluorðræðan lagar sig alltaf að stýrandi orðræðunni sem er sú sem er ráðandi • Lögmálið um flokkun stýrir hverju á að miðla, þ.e. námskrá, en lögmálið um umgerð stýrir hvernig á að miðla því og læra það á vettvangi skólans, þ.e. kennsluháttum Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  5. Læsi á táknkerfin • Umhverfislæsi (recognition rule): merkingin felur í sér læsi á táknkerfið sem stýrir samskiptum og athöfnum í viðurkennda farvegi • Athafnafærni (realization rule): gerir nemendum kleift að gera það sem til er ætlast af þeim • Lögmálin um umgerð og flokkun stjórna umhverfislæsi og athafnahæfni en þetta tvennt er forsenda þess að geta nýtt sér skólagöngu. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  6. Námsumhverfi á netinu reynir á læsi nemenda á táknkerfi • Fjarnemar þurfa að átta sig á þeirri stýrandi orðræðu sem liggur skólamenningunni til grundvallar og gerir nemendum kleift að athafna sig á viðeigandi hátt í rými skólans • Verða læsir á táknkerfið sem miðlar hvað er viðeigandi, lögmætt og ásættanlegt varðandi samskipti og siðareglur í viðkomandi stofnun Til umræðu núna: • Hvað styður nemendur í að læra að verða fjarnemar? • Mismunandi kennsluhættir og áhrif þeirra. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  7. Fjarnemi segir: • Fyrsta árið fer í þetta [...] að læra hvernig maður á að tjá sig inn á WebCT. • Við þurfum bara að taka því sem sjálfsögðu að við erum öll að læra, við erum að setja okkar skoðanir fram [...], við þurfum að passa okkur hvernig við orðum þetta. • Og þetta er mjög mikið umræðuefni og það er þess vegna sem að fyrsta árið þarf maður að hittast. • Þessi sagði þetta og kannski hittir maður einhvern og henn er bara... Ég meinti þetta ekkert svona. • Og kennarinn hittir einhvern sem er búinn að vera þvílíkur: af hverju? Afhverju? Og svona brussulegur inn á WebCT. Hittir svo manneskjuna og þetta er indælasta manneskja. • Þannig að sem sagt fyrsta árið þá er maður að læra þennan talsmáta – af því að hann er svo nýr fyrir bara flest okkar. Svo annað árið strax að þá er WebCT orðið svo sterkt og þessar umræður. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  8. Ekki gagnlegt: • ... að sitja í sal og fá glærur sem maður veit að maður á hvort eð er eftir að horfa á aftur, heyra kennarann lesa upp af glærunum. • Sumir kennarar eru bara að segja manni nákvæmlega það sem stendur á glærunum, þannig að það verður voðalega mikil tímasóun. • En þarna finnst kennurunum kannski þeir vera að koma þessu til skila, þeir eru svo vanir þessu formi og ef að þeir gera þetta ekki þá finnst þeim kannski að þeir séu ekki að vinna sitt starf. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  9. Veiking flokkunar og umgerðar – skoða hvernig • ... mér finnst svo æðislegt þegar að kennararnir hvetja til þess að við komum með okkar eigin reynslu af því inn á WebCT. • Á ákveðnum námskeiðum eigum við endilega að koma með okkar reynslusögur. • Það kemur þessu á flug og svo þarf kennarinn að koma inn og draga fagmannlegu hliðina inn í þetta. • Tengja þetta við námsefnið. Já þetta er eins og í þessari þarna grein. • Og smám saman förum við að gera það sjálf og segja: Ég var að lesa þessa grein og þá tengdi ég það þessu og fór að pæla út frá þessu og þegar að kennarinn sem sagt nær því að fyrst þurfum við að fá svolítið spjallfrelsi um okkur. • Til þess að við eignumst svæðið. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  10. Samband kennsluorðræðu og stýrandi orðræðu • Kennsluorðræðan felur að ákveðnu marki í sér stýrandi orðræðuna • Hugmyndir og gildi sem kennarinn byggir á (stýrandi orðræðan) móta fyrirkomulag kennslunnar, • Fela í sér hugmyndir um viðtakendur (nemendur), • Bera með sér hugmyndir um hlutverk þess sem miðlar (kennaranum) • Hugmyndir kennara um nám og kennslu stýra meðvitað eða ómeðvitað hvernig nám er skipulagt og geta þannig ýmist stutt við eða tafið fyrir að nemendur verði læsir á táknkerfið Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  11. Stilla flokkun og umgerð • Hlutverk kennarans skýrt afmarkað að því leyti að hann er fagmaðurinn sem gefur nemendum viðmið • Mikilvægi þess að sterk flokkun sé á milli fræðilegrar og ófræðilegrar orðræðu • Náin tengsl á milli fræðilegrar og ófræðilegrar orðræðu opna fyrir möguleika til að gera þekkinguna merkingarbærari og skiljanlegri Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  12. Ólíkir kennsluhættir: Kennari 1 Og þar stjórnuðu þeir mjög vel sko. Kennarinn kveikti voða mikið í okkur, en hún þurfti ekki langan tíma til þess, maður var strax kominn með áhuga. Og aðstoðarkennarinn hélt svo vel utan um WebCT að um leið og maður spurði fékk maður yfirleitt svar sama dag. Það er æðislegt. Þarna höfðu þær fullkomna stjórn. En við unnum okkar verkefni. Það mætti eiginlega segja að þarna hefðum við [nemendur] litla stjórn vegna þess að við fengum svo skýr fyrirmæli, þú átt að gera svona og svona og svona, og túlka þetta og þetta og þetta. Þannig að þær nýttu sér ofboðslega vel tæknina þarna. Ef það er vel gert þá – það er svolítið góð tilfinning stundum að sleppa ábyrgðinni. En maður þarf að treysta kennaranum. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  13. Ólíkir kennsluhættir: Kennari 2 • Svo eru kennarar sem að akkúrat þeir sem eru svo harðir á staðreyndum sem oft mislesa það sem maður skrifar, verða reiðir út í mann yfir einhverju sem maður hefur skrifað inn á WebCT og hella sér yfir mann, maður fær svona reiðilestur. • Hérna sem sagt, já bara skammast og segja akkúrat misvísandi skilaboð eins og: Veriði ekki hrædd að spyrja og svo spyr maður og þá koma svona: Hvað ertu að spyrja að þessu viðbrögð. • Auðvitað spyr maður ef maður veit ekki. Ef við erum búin að fá útskýringu áður þá skildum við það ekki. Þá þarf að umorða það en ekki bara endurtaka það. • Og maður fær mjög fljótt á tilfinninguna að kennarinn treysti manni ekki. En kennarinn stjórnar ekki. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  14. Ólíkir kennsluhættir: Kennari 3 • En svo eru kennarar sem gera manni grein fyrir því strax [...] að við ætlum að pæla. [...] það er mismunandi hvernig fólk bregst við því. Fólk segir: Hvað á ég að gera? Þá segi ég: þá áttu að pæla. • Og þá er frelsi ef maður getur sett inn hvað sem manni dettur í hug. Og þegar hann svarar stundum [...] fólk móðgast heilu ósköpin yfir því. En hann er að ögra okkar skilningi og þarna er það að við þurfum að taka þá ábyrgð, að ég ætla að segja mitt inn í þessar umæður. Og þegar þetta fer á flug að þá verða svona ofsalega dínamískir hópar [...] hvað um þetta og þetta og já og hvað svona og svona og þetta verður svo lifandi. [...] • Já hann þarf stundum að fylgjast meira með, hann þyrfti alveg hiklaust að vera meira virkur inni, koma oftar inn. Við pælum þetta sjálf. Hann er svona næstum með of litla stjórn á okkur. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  15. Skilja kennslu og nám í fjarnámi á netinu • Mikilvægt að gera sér grein fyrir hversu margt er ósagt í skólastarfinu • Hversu mjög reynir á nemendur að bera skynbragð á flókið táknkerfi sem stýrir uppeldi og kennslu til að geta staðist þær kröfur sem nám í skóla gerir. • Kenningar Bernsteins hafa dregið þessa þætti fram í dagsljósið og gert mögulegt að greina þá og skilja hvernig haga þarf sampili þeirra svo að það styðji nám nemenda Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

  16. Þjóðarspegill 2007: Áttunda ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum

More Related