140 likes | 341 Views
Garðyrkjufélag Íslands. Viðbótar vorlaukalisti 2007. Dalíur blómstra frá miðju sumri og fram í frost. Hnýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og góða birtu og er síðan pottuð. Vökvun stillt í hóf til að byrja með. Hnýðin er geymd á þurrum stað að vetrinum við ca. 5-10°C.
E N D
Garðyrkjufélag Íslands Viðbótar vorlaukalisti 2007
Dalíur blómstra frá miðju sumri og fram í frost. Hnýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og góða birtu og er síðan pottuð. Vökvun stillt í hóf til að byrja með. Hnýðin er geymd á þurrum stað að vetrinum við ca. 5-10°C. Hæð 60-80cm Litur: Gulur og bleikur Glitfífill Dahlia ´Fringed star´
Hæð: 50-100cm Blómlitur: Stálblár Fjölær, nægjusamur, auðræktaður, þarf bjartan stað og skjól. Góður til afskurðar. Bláþyrnikollur Echinops ritro
Blómlitur: Blár Hæð: 60-100cm Fjölær, blómgast í júlí-ágúst. Þrífst prýðilega hér, vinsæll og eftirsóttur. Góður til afskurðar. Alpaþyrnir Eryngium alpinum
Hæð: 30cm Blómlitur: Fagurblár Fjölært Er talsvert skriðult, hentar vel inn á milli trjáa og runna þar sem gras þrífst illa, er kraftmikið og getur kæft illgresi. Fagurblágresi Geranium ´Johnson Blue’
Hæð 30-45cm Blómið rautt, fyllt Fjölær Daglilja Hemerocallis ´Cute as can be´
Hostur eru ræktaðar vegna blaðfegurðar, þurfa rakan og frjóan jarðveg, eru áburðarfrekar og vilja fá að vera lengi á sama stað. Þetta yrki hefur reynst vel hér. Vill vera í hálfskugga. Miðlungsstór. Blómin ljós lillablá (pale -lavender). Brúskur þola vel að vera ræktaðar í pottum. Brúska / austurlandalilja Hosta sieboldiana´Brim Cup’
Er með hvítum blöðum þegar hún kemur upp, sem verða græn þegar hún stækkar. Þetta yrki þolir að vera í sól. Er frekar smávaxin. Brúskur þola vel að vera ræktaðar í pottum. Blómin lillablá (lavender). Brúska / austurlandalilja Hosta ´White Feather’
Blómlitur: Ljós blár Hæð: 60-90cm Blómstrar í júní- júlí á sólríkum stað. Sverðlilja Iris ´Jane Philips´
LILJUM þarf í öllum tilvikum að ætla skjólgóðan og sólríkan stað í garðinum og gott frárennsli, í mörgum tilvikum skýli yfir veturinn. Við pottræktun er liljulaukurinn látinn neðarlega í pottinn og látinn standa rétt upp úr moldinni. Potturinn er geymdur á svölum stað og þarf ekki mikla birtu í fyrstu. Því hægar sem laukurinn fer af stað því betra verður rótarkerfið. Eftir því sem stöngullinn vex er fyllt upp með mold og potturinn settur í góða birtu en geymdur áfram á svölum stað. Blómlitur: Hvítur Hæð: 100 - 120cm Lilja ´Casa Blanca´ Lilium orientale ´Casa Blanca´
Blómgast í júní-júlí Blómlitur rósrauður Stönglar jarðlægir, mynda stórar breiður. Góð steinahæðaplanta, sem vill þurran stað. Frekar viðkvæm hér. Sápujurt Saponaria ocymoides
Blómið hvítt og grænt Hæð: 60-90cm Góð í garðskála og sem stofublóm, getur jafnvel verið úti á skjólgóðum stað yfir hásumarið. Má aldrei þorna. Zantedeschia aethiopica ´Green Goddess´ Kalla
Blómið kremað, gult og fjólublátt Hæð: 60-90cm Góð í garðskála og sem stofublóm, getur jafnvel verið úti á skjólgóðum stað yfir hásumarið. Má aldrei þorna Kalla Zantedeschia ´Picasso´