1 / 13

Garðyrkjufélag Íslands

Garðyrkjufélag Íslands. Viðbótar vorlaukalisti 2007. Dalíur blómstra frá miðju sumri og fram í frost. Hnýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og góða birtu og er síðan pottuð. Vökvun stillt í hóf til að byrja með. Hnýðin er geymd á þurrum stað að vetrinum við ca. 5-10°C.

efrem
Download Presentation

Garðyrkjufélag Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Garðyrkjufélag Íslands Viðbótar vorlaukalisti 2007

  2. Dalíur blómstra frá miðju sumri og fram í frost. Hnýðunum er komið af stað í rakri mómold við vægan hita og góða birtu og er síðan pottuð. Vökvun stillt í hóf til að byrja með. Hnýðin er geymd á þurrum stað að vetrinum við ca. 5-10°C. Hæð 60-80cm Litur: Gulur og bleikur Glitfífill Dahlia ´Fringed star´

  3. Hæð: 50-100cm Blómlitur: Stálblár Fjölær, nægjusamur, auðræktaður, þarf bjartan stað og skjól. Góður til afskurðar. Bláþyrnikollur Echinops ritro

  4. Blómlitur: Blár Hæð: 60-100cm Fjölær, blómgast í júlí-ágúst. Þrífst prýðilega hér, vinsæll og eftirsóttur. Góður til afskurðar. Alpaþyrnir Eryngium alpinum

  5. Hæð: 30cm Blómlitur: Fagurblár Fjölært Er talsvert skriðult, hentar vel inn á milli trjáa og runna þar sem gras þrífst illa, er kraftmikið og getur kæft illgresi. Fagurblágresi Geranium ´Johnson Blue’

  6. Hæð 30-45cm Blómið rautt, fyllt Fjölær Daglilja Hemerocallis ´Cute as can be´

  7. Hostur eru ræktaðar vegna blaðfegurðar, þurfa rakan og frjóan jarðveg, eru áburðarfrekar og vilja fá að vera lengi á sama stað. Þetta yrki hefur reynst vel hér. Vill vera í hálfskugga. Miðlungsstór. Blómin ljós lillablá (pale -lavender). Brúskur þola vel að vera ræktaðar í pottum. Brúska / austurlandalilja Hosta sieboldiana´Brim Cup’

  8. Er með hvítum blöðum þegar hún kemur upp, sem verða græn þegar hún stækkar. Þetta yrki þolir að vera í sól. Er frekar smávaxin. Brúskur þola vel að vera ræktaðar í pottum. Blómin lillablá (lavender). Brúska / austurlandalilja Hosta ´White Feather’

  9. Blómlitur: Ljós blár Hæð: 60-90cm Blómstrar í júní- júlí á sólríkum stað. Sverðlilja Iris ´Jane Philips´

  10. LILJUM þarf í öllum tilvikum að ætla skjólgóðan og sólríkan stað í garðinum og gott frárennsli, í mörgum tilvikum skýli yfir veturinn. Við pottræktun er liljulaukurinn látinn neðarlega í pottinn og látinn standa rétt upp úr moldinni. Potturinn er geymdur á svölum stað og þarf ekki mikla birtu í fyrstu. Því hægar sem laukurinn fer af stað því betra verður rótarkerfið. Eftir því sem stöngullinn vex er fyllt upp með mold og potturinn settur í góða birtu en geymdur áfram á svölum stað. Blómlitur: Hvítur Hæð: 100 - 120cm Lilja ´Casa Blanca´ Lilium orientale ´Casa Blanca´

  11. Blómgast í júní-júlí Blómlitur rósrauður Stönglar jarðlægir, mynda stórar breiður. Góð steinahæðaplanta, sem vill þurran stað. Frekar viðkvæm hér. Sápujurt Saponaria ocymoides

  12. Blómið hvítt og grænt Hæð: 60-90cm Góð í garðskála og sem stofublóm, getur jafnvel verið úti á skjólgóðum stað yfir hásumarið. Má aldrei þorna. Zantedeschia aethiopica ´Green Goddess´ Kalla

  13. Blómið kremað, gult og fjólublátt Hæð: 60-90cm Góð í garðskála og sem stofublóm, getur jafnvel verið úti á skjólgóðum stað yfir hásumarið. Má aldrei þorna Kalla Zantedeschia ´Picasso´

More Related