130 likes | 581 Views
Víkingar og landnám Íslands. II.5 og II.6. Hvað vitið þið um víkinga ?. Er eitthvað rangt af eftirfarandi atriðum? þeir sigldu á víkingaskipum milli landa. þeir fóru um rænandi og ruplandi. þeir voru miklir bardagamenn. þeir höfðu hjálma með hornum, á höfðinu.
E N D
Víkingarog landnám Íslands II.5 og II.6
Hvað vitið þið um víkinga ? • Er eitthvað rangt af eftirfarandi atriðum? • þeir sigldu á víkingaskipum milli landa. • þeir fóru um rænandi og ruplandi. • þeir voru miklir bardagamenn. • þeir höfðu hjálma með hornum, á höfðinu. • ef þeir dóu í bardaga var trú þeirra sú að þeir færu til Valhallar, paradís víkinganna.
Öll atriðin eru rétt hér að framan nema hið fjórða. Víkingarnir voru ekki með hjálma með hornum, líkt og kemur fram á sumum myndum.
Víkingaöld • Byrjar 793 e.Kr. með árás víkinga á klaustur í Lindesfarne á austurströnd Englands. • Ástæður víkingaferða: Fólksfjölgun í Skandinavíu, góð skip og siglingakunnátta, ævintýraþrá og ágóðavon. • Tegundir víkingaferða • 1. Sjórán og strandhögg. • 2. Herferðir í landvinningaskyni. • 3. Verslunarferðir. • 4. Landnámsferðir.
Hverjir voru víkingarnir? • Þjóð sem bjó á Norðurlöndunum þ.e. Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og raunar einnig víðar í Evrópu. • Víkingar voru sæfarar og fóru víða . Það sem kallað var að fara í víking og fluttust um Evrópu með siglingum.
Að fara í víking • Ungir menn • Ekki konur • Oftast á sumrin • Tilgangurinn að reyna ungu mennina, - manndómsvígsla • Kappinn Egill Skallagrímsson kvað eftirfarandi vísu (7 ára) er Bera móðir hans sagði við Skallagrím föður hans að sonurinn væri víkingsefni: Það mælti mín móðir, at mér skyldu kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann ok annan.” (Egils saga, bls.98)
Hvað orskaði framrás Norrænna ásatrúarmanna? • Fólksfjölgun vegna aukinnar matvælaframleiðslu • vegna framfara í landbúnaði • Hlýnandi veðurfars • Þróun skipasmíða – sterkur kjölur sem risti grunnt • Góður aðgangur að viði til smíða • Hagkvæmustu flutningaleiðir voru á sjó og vötnum • Landþrengsli og ævintýraþrá
Að fara í víking • Svíþjóð • Pólland, Eystrasaltslönd, Rússland, Mikligarður • Stofnuðu nýlendur s.s. Kænugarð í Úkraínu (Kiev) • Danmörk • Þýskaland, Frakkland og England, allt suður til Miðjarðarhafs og settust í valdastól um tíma í Sikiley • Settust að í Normandí á N-Frakklandi • Noregi • Skotland, skosku eyjarnar og Írland. • Stofnuðu þar jarlsdæmi, Dyflinni lengi undir stjórn þeirra (Dublin) • Lönd norðar í Atlantshafi, Ísland, Færeyjar, Grænland, Ameríka
Thule • Lengi vitað af eyjunni Thule • Elsta heimild um Ísland frá 825 • Þá ritar írski munkurinn,Dicuilus, landfræðirit og lýsir Thule sem óbyggðri ey • Munkar á Bretlandseyjum sigldu út á haf á skinnbátum í leit að óbyggðum eyjum þar sem þeir gætu verið í friði
Fundur íslands • Helstu heimildir um landnámið • Landnámabók (rituð um 1250) og • Íslendingabók eftir Ara fróða (skrifuð 1122-33) • Landkönnuðir og landnámsmenn: • Naddoddur (Snæland) • Garðar Svavarsson (Garðarshólmi) • Hrafna-Flóki (Ísland) • Ingólfur og Hjörleifur, Hallveig Fróðadóttir.
Fyrsti landnámsmaðurinn Í Landnámabók segir að Náttfari hafi orðið eftir þegar Garðar Svavarsson sigldi burtu frá Íslandi. Annars staðar í bókinni segir að Náttfari hafi búið í Reykjadal þegar aðrir landnámsmenn komu þangað og hafi þeir hrakið hann út í Náttfaravík. Sé það rétt hefur Náttfari hafst við á landinu frá því fyrir komu Ingólfs þangað. Hvers vegna haldið þið að Ingólfur sé þá kallaður fyrsti landnámsmaður Íslands en ekki Náttfari?
Hvaða fleiri heimildir höfum við um landnámið? • Landnámslagið (goslag frá gosi í Torfajökli eða þar um kring) • Landnámslagið í ísnum á Grænlandi – 871 • Tungumálið – Norræn tunga • Blóðflokkar, grafsiðir, skartgripir, byggingarstíll • = Mestmegnis norrænir menn í bland við Kelta frá Írlandi og Bretlandseyjum
Erum við af konungakyni? • Í Landnámu segir • Yfirgangur Haralds hárfagra konungs í Noregi • Smákóngar og höfðingjar flýðu þá til Íslands • Er þá íslenska þjóðin af konungakyni? • Engar konungagrafir hafa fundist • Grafir bjargálna bændafólks sem hefur verið nokkuð jafnt sett í lífinu