140 likes | 317 Views
Flugsamgöngur á Íslandi Innanlands - Reykjavíkurflugvöllur. Pétur K. Maack flugmálastjóri. Tillaga til þingsályktunar. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022
E N D
Flugsamgöngur á Íslandi Innanlands - Reykjavíkurflugvöllur Pétur K. Maack flugmálastjóri
Tillaga til þingsályktunar • Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022 • Liður 1.1 f ,,Gerð verði félagshagfræðileg úttekt á framtíð áætlunarflugs innanlands. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og Reykjavíkurborgar og tryggt að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt“
Gáttir til útlanda – árið 2010 • Keflavíkurflugvöllur - 1,5 milljón farþegar + viðkomufarþegar 330 þúsund • Reykjavíkurflugvöllur - 42 þúsund farþegar • Akureyrarflugvöllur - 15 þúsund farþegar • Egilsstaðaflugvöllur - 1 þúsund farþegar • (Seyðisfjörður - 30 þúsund farþegar) • (Ýmsar hafnir - Skemmtiferðaskip – 63 þúsund farþegar árið 2011)
Innanlandsfarþegar 2010 • Reykjavíkurflugvöllur - 340 þ. • Akureyrarflugvöllur - 190 þ. • Egilsstaðaflugvöllur - 90 þ. • Ísafjarðarflugvöllur - 45 þ. • Vestmannaeyjaflugvöllur - 26 þ. • Hornafjarðarflugvöllur - 10 þ. • Sauðárkróksflugvöllur - 6 þ. • Aðrir flugvellir - 16 þ.
Flugvellir án Keflavíkurflugvallar • Rúmlega 800 þúsund farþegar • Mest árið 2007 um 1.000 þúsund en hefur fallið síðan. Aftur aukning 2011 (4%) þrátt fyrir minnkun til Vestmannaeyja. • Flughreyfingar • Reykjavíkurflugvöllur alls 66 þúsund • Þar af 29 þúsund snertilendingar • Keflavíkurflugvöllur alls 54 þúsund • Þar af 26 þúsund snertilendingar • Akureyrarflugvöllur alls 14 þúsund • Þar af tæpar 4 þúsund snertilendingar
Reykjavíkurflugvöllur • Reykjavíkurflugvöllur • Lykilflugvöllur er varðar farþegaflutninga með flugi innanlands • Lykilflugvöllur er varðar almannaflug • Sbr. flughreyfingar, snertilendingar, flugkennslu Ef Reykjavíkurflugvallar nyti ekki við: * Farþegaflug innanlands yrði allt annað án hans 30-40 % færri farþegar ? * Almannaflugi og kennsluflugi yrði að finna annan stað
Líkleg sviðsmynd ? • Einhverskonar innanlandsflug yrði væntanlega frá Keflavíkurflugvelli • Líklegt að Hólmsheiði eða aðrir staðir fyrir innanlandsflug með farþega sé óraunhæft • Einhverskonar lendingarstað þyrfti að koma upp fyrir kennsluflug á SV-horninu Þessar sviðsmyndir er ekki að finna í drögum að Samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 • Lokun flugbrauta í áföngum • NA-SV braut (06-24) lokað sem fyrst ?? • N-S braut (01-19) lokað 2016 • A-V braut lokað 2024 • Ýmsir fyrirvarar tengdir flutningi á flugstarfsemi Algjörlega óraunhæft að stunda farþegaflug innanlands með eingöngu A-V braut og lokun NA-SV brautar gengi gegn tilmælum ICAO
Það verður að fást botn í málið ! • Tillaga til þingsályktunar felur í sér: • ,,Gerð verði félagshagfræðileg úttekt á framtíð áætlunarflugs innanlands. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og Reykjavíkurborgar og tryggt að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt“ • Til viðbótar væri eðlilegt: • Hanna flugvöllinn upp á nýtt m.t.t. starfsemi og finna t.d. kennsluflugi stað. Flugvöllur er ekki ill nauðsyn heldur tækifæri !
Fáein atriði í félagshagfræðilegri úttekt • Samskipti höfuðborgar og landsbyggðar • Heilbrigðisþjónusta • Sjúkraflug nánast beint á aðalspítala landsins • Óþarfur þyrlupallur á sjúkrahúsinu • Menntun • Skipti á kennurum/sérfæðingum í háskólum • Nánd landsbyggðarinnar við æðstu stjórnsýslu • Ferðaþjónusta • O.s.frv.
Tvær af forsendum arðsemisútreikninga við flutninga Vaxtahugtakið – greiðslur hér og nú eða síðarTími kostar peninga
Tilfinningaleg rök fyrir Reykjavíkurflugvelli • Það er gríðarlega ,,flott“ fyrir höfuðborg og fjölbreytni hennar sem menningarborgar að bjóða upp á alvöru flugvöll í hjarta hennar • Áreiðanlega margir ósammála þessu og telja að á svæðinu mætti bjóða upp á margt miklu skemmtilegra • Höfuðborg ríkis á að bjóða alla þegna velkomna.Ekki bara velkomna í forstofuna heldur opna ,,stáss“stofuna fyrir þeim og taka þeim fagnandi með ,,stæl“