130 likes | 239 Views
Viðskiptaráð Íslands: Leyfaumhverfi veitingahúsa á Íslandi og í Evrópu. 6. apríl 2006. Davíð Þorláksson. Hlutverk Viðskiptaráðs. Berjast fyrir hagsmunum atvinnulífsins Skattamál Ríkisafskipti Löggjöf um fyrirtækjarekstur
E N D
Viðskiptaráð Íslands: Leyfaumhverfi veitingahúsa á Íslandi og í Evrópu 6. apríl 2006 Davíð Þorláksson
Hlutverk Viðskiptaráðs • Berjast fyrir hagsmunum atvinnulífsins • Skattamál • Ríkisafskipti • Löggjöf um fyrirtækjarekstur • Hefur í um 90 ár barist fyrir bættum rekstrarskilyrðum og gegn óþarfa ríkisafskiptum • Fjölmörg fyrirtæki í veitingastarfsemi félagar
Leyfaumhverfi veitingahúsa á Íslandi - “skýringa”mynd
Samantekt • Ef til stendur að reka veitingahús sem selur áfengi og tóbak og hefur opið eftir 23:30 þarf alls 5 leyfi • Sama stjórnvald kemur oft að mörgum þeirra • Heilbrigðisnefnd veitir tvö þeirra og er til umsagnar um tvö önnur • Sveitastjórn veitir eitt og er til umsagnar um annað • Lögregla veitir eitt og er til umsagnar um annað • Byggingafulltrúi veitir umsögn um tvö þeirra
Beinn kostnaður við öflun leyfa Stofnun einkahlutafélags 88.500,- Starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd 15.000,- Veitingaleyfi frá lögreglustjóra 50.000,- Vottorð frá fyrirtækjaskrá 700,- Vottorð um búsforræði 2.400,- Sakarvottorð 2.400,- Búsetuvottorð 800,- Vínveitingaleyfi 100.000,- Tóbakssöluleyfi 15.000,- Skemmtanaleyfi 100.000,- Kostnaður að lágmarki 374.800,-
Samaburður við Evrópu • Ekki samræmdar reglur í ESB • Oft breytilegar reglur milli sveitarfélaga • Tökum dæmi
Fyrirmyndarríkið Írland • Írland er að ýmsu leyti til fyrirmyndar hvað varðar rekstrarskilyrði fyrirtækja • Viðskiptafrelsi • Írland í 2. sæti • Ísland í 4. sæti • Skattar á fyrirtæki • Írland í 2. sæti (12,5%) • Ísland í 10. sæti (18%)
Leyfaumhverfi á Írlandi • Aðeins þarf eitt leyfi til að opna veitingahús með áfengissölu • Einnig þarf að skrá sig hjá heilbrigðisyfirvöldum • Hinsvegar er hægt að velja úr mismunandi leyfum • Wine On Licence • Leyfi til að reka veitingahús þar sem selt er léttvín • Kostar ISK 30.000,- • Restaurant Certificate • Leyfi til að reka veitingahús þar sem seldur er bjór • Kostar ISK 30.000,- • Special Restaurant Licence • Leyfi til að reka veitingahús sem selur allar gerðir áfengis
Leyfaumhverfi í Hollandi • Verklaring Sociale Hygiene • Heilbrigðisvottorð • Drank- en Horeca-Vergunning • Áfengissöluleyfi • Leyfi frá sveitarfélögum • Mjög mismunandi reglur
Leyfaumhverfi á Englandi • Liquor Licence • Umsögn frá lögreglu • Val um nokkrar tegundir • On Licence: Áfengi án matar, allan daginn til neyslu á staðnum eða utan. • Restaurant Licence: Áfengi með mat til 23 • Supper Hours Certificate: Áfengi með mat til miðnættis • Extended Hourse Order: Áfengi með mat og lifandi skemmtun til klukkan 1. • Public Entertainment Licence • Ef tveir eða fleiri listarmenn koma fram (þ.m.t. karaoke og böll)
Íþyngjandi reglusetning • Er markmið lagasetningarinnar æskilegt? • Almannahagsmunir • Er hægt að ná markmiðinu með öðrum og vægari hætti en lagasetningu? • Efla neytendavitund • Sjálfsprottnar reglur • Er hægt að ná markmiðinu með vægari lagasetningu? • T.d. Með færri leyfum
Niðurstaða • Leyfaumhverfið á Íslandi er mun flóknara en víða í öðrum Evrópulöndum • Er meiri þörf á leyfum og eftirliti hérlendis? • Vel væri hægt að ná sömu markmiðum með einfaldari hætti • T.d. með því að hafa eitt leyfi fyrir alla • Oft eru sömu skilyrði og sömu gögn sem þarf að skila • Gjald sem tekið er, á að endurspegla kostnað hins opinbera við leyfisveitinguna • Hvorki meira né minna • Viðskiptaráð leggur til að aðeins eitt leyfi þurfi til að opna veitingahús • Markmið núverandi kerfis nást jafn vel • T.d. væri hægt að fara að fyrirmynd Íra og bjóða upp á mismunandi tegundir, t.d. bara áfengi eða áfengi og tóbak