170 likes | 393 Views
Fræðileg úttekt sem rannsókn Skipulag á þekkingu eða öflun þekkingar?. Magnús V. Guðlaugsson. Ástæður fyrir eftirfarandi vangaveltum. Væntanlegt M.Ed. lokaverkefni mitt í HÍ mun byggjast á fræðilegri úttekt sem rannsóknarsnið og því ástæða til þess að kynna sér efnið.
E N D
Fræðileg úttekt sem rannsóknSkipulag á þekkingu eða öflun þekkingar? Magnús V. Guðlaugsson
Ástæður fyrir eftirfarandi vangaveltum • Væntanlegt M.Ed. lokaverkefni mitt í HÍ mun byggjast á fræðilegri úttekt sem rannsóknarsnið og því ástæða til þess að kynna sér efnið.
Fræðileg úttekt sem rannsókn Gengur undir ýmsum nöfnum • heimildaritgerð • fræðileg ritgerð • fræðileg úttekt (hugtak sem höfundur notast við) • literature review dissertation • literature review research • library-based research • jafnvel armchair research
Skilgreining á heimildaritgerð við HÍ • „Verkefnið felur í sér gagnrýna umfjöllun, greiningu og úrvinnslu fræðilegra heimilda um vel afmörkuð viðfangsefni“ • „nemandinn nýti sér fyrirliggjandi gögn, annað hvort ritaðar heimildir, tölur eða myndir“ • „nemandinn leitast við að bregða nýju ljósi á afmarkað viðgangsefni“ • Lítið um gerð heimildaritgerða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Um rannsóknarritgerð og heimildaritgerðVeturliði G. Óskarsson • „Rannsóknarritgerð er byggð á heimildum“ • „Rannsóknarritgerð skapar eitthvað nýtt úr þessum heimildum“ • „Heimildaritgerðin kemur skipulagi á þekkingu sem til er“ • „Stundum er þörf á heimildaritgerðum: • Yfirlit um rannsóknir • Yfirlit um stöðu mála“
Um heimildaritgerð í Gagnfræðakveri handa háskólanemum • „Niður með heimildarritgerðir“ • „Hrönglið sem sumir kalla heimildaritgerðir er til armæðu og jafnvel tjóns...“ • „ ... aðgreining ritgerða í heimildaritgerðir og aðrar ritgerðir – eins og ritgerðir séu aðeins af tvennum toga – er til lítils gagns.“ • Um tilgang fræðilegra ritgerða og rannsóknarskýrslna segir enn fremur: • “Að svara spurningum, einni eða fleiri, og rökstyðja svörin á viðeigandi hátt (bls. 13)“
Skilgreiningar á fræðilegri úttekt • Í bókinni Doing your Masters Dissertation segir m.a. um rannsókn sem fræðileg úttekt. • Fyrsta stig • Afmörkun viðfangsefnis og rannsóknarspurning sett fram. • Færð rök fyrir því að hægt sé að nýta sér rannsóknir og fræðileg skrif til þess að svara því sem er til athugunar eða auka skilning á málefninu. Fræðileg skrif eru þannig skilgreind sem rannsóknargögn.
Framhald • Annað stig • Gagnaleit er hönnuð á markvissan hátt til þess að auðvelda afmörkun fræðanna. • Í þessu felst að skilgreina hvað getur talist gild og gagnleg heimild og hverning heimilda verður aflað.
Framhald • Þriðja stig • Fræðin eru greind á gagrnýnan hátt í þeim tilgangi að finna gögn sem nýta mætti í rannsókninni. • Í þessu felst að koma auga á, skoða hinar ýmsu greiningar og nálganir þess sem er til skoðunar. Afbyggja/greina meigin röksemdir og meta þær miðað við gefnar forsendur. Ef þær byggjast á niðurstöðum þá skal gera grein fyrir þeim bæði sérstaklega og á almennum grundvelli.
Framhald • Fjórða stig • Einstakir liðir greiningarinnar eru sameinaðir í viðeigandi flokka sem á sér hliðstæður í fræðunum og sýna andstæðar niðurstöður. • Einnig er æskilegt að slíkir flokkar sýni bæði viðeigandi og sundurleit sjónarmið hvað varðar efni rannsóknarinnar, þannig að úttektin sýni yfirgripsmikla og skýra þekkingu á verkefninu/vandanum, uppruna þess og þróun. • Einnig skal leitast við að sýna með hvaða hætti úttektin sem byggist á fræðilegum heimildum, getur nýst sem grunnur að tillögum til úrbóta.
Samþætt fræðileg úttekt • Í grein eftir Richard J. Torraco Writing Integrative Literature Reviews (2005) er lögð áhersla á samþættingu fræða og fræðasviða. • Rannsakar viðfangsefni sem þegar hefur fengið að þróast eða viðfangsefni sem er nýtt á nálinni. • Eftir að viðfangsefni rannsókna hefur vaxið og þróast eykst þröfin á samþættri úttekt, gagnrýnni umfjöllun og mögulegri endurskilgreiningu.
Samþætt... framhald • Úttekt á nýlegri viðfangsefnum skapar heildræna sýn og samantekt á meginhugmyndum. Í því tilfelli eru meiri líkur á því að úttektin stuðli að nýjum hugmynda- og kenningagrunni og hugmyndafræðilegum líkönum en síður að úttektin stuðli að endurskilgreiningu á fræðilegum bakrunni. • Hvor leiðin sem farin er þá er vonast til að úttektin leið af sér þekkingu t.d. fræðilegt líkan sem dregur fram nýtt sjónarhorn á viðfangsefni rannsóknarinnar.
Samþætt... framhald • Hægt er að nýta sér samþætta fræðilega úttekt til þess að skoða; • mótsagnakenndar niðurstöður, • þegar rannsókn snertir mörg fræðasvið eða • þegar áherslu- og stefnubreytingar verða og hverning slíkt er skilgreint.
Skapandi fræðileg úttekt • Í grein Alfonso Montuori, Literature Review As Creative Inquiry: Reframing Scholarship As a Creative Process (2005) er því lýsir hvernig hægt er að beita fræðilegri úttekt sem skapandi rannsókn og þátttöku í fræðilegu samfélagi. • Skapandi fræðileg úttekt getur tekið fyrir og endurskoðað viðtekin viðhorf bæði samfélagsins og okkar eigin (stuðlað að sjálfsskoðun). • Slík úttekt hafnar hugmyndum um hlutlausa aðkomu höfundar að fræðilegri úttetk. • Líkt og í eigindlegum rannsóknum þá er þar gerð grein fyrir stöðu og viðhorfum höfundar í rannsóknaritgerð.
Í stuttu máli • Vaxandi þörf er fyrir úttek á sívaxandi magni af fræðilegum texta og rannsóknum. • Skortur er á samþættingu, endurskoðun og heildarsýn. • Aukið aðgengi að gögnum auðveldar fræðilega úttekt en er engu að síður krefjandi rannsóknarsnið. • Heimildaritgerð eða fræðileg úttekt getur skapað nýja þekkingu/skilning. • Heimildaritgerð sem leitast ekki við að svara rannsóknarspurningu er ekki rannsókn.
Til umhugsunar • Hver er staða fræðlegrar úttektar í íslensku fræðasamfélagi? • Hvernig skilgreinum við samband þekkingar og skilnings (t.d. í þróun frá megindlegum til eigindlegra rannsókna)?
Heimildir • Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson, (2007). Gagnfræðakver handa háskólanemum (4. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan. • Hart, C. (2005). Doing your master dissertation. London: SAGE Publication. • Montuori, A. (2005). Literature review as creative inquiry. Journal of Transformative Education, 3(4), 374-393. Sótt 8. mars 2011 af http://jtd.sagepub.com/cgi/content/abstract/3/4/374 • Ridley, D. (2008). The literature review – A step-by-step guide for students. London: Sage • Torraco, R. J. (2005). Writing integrative literature reviews: Guidelines and Examples. Human Resource Development Review, 4(3), 356-367. Sótt 21. febrúar 2011 af http://hrd.sagepub.com/cgi/content/abstract/4/3/356 • Vetruliði G. Óskarsson. (2010, 3. júní). Lokaverkefni M.Ed. og M.A. Glærur og upptaka af fyrirlestri í Háskóla Íslands. Sótt 14. apríl 2011 af Blackboard fjarkennsluvef Háskóla Íslands.