1 / 26

Að greinast með alvarlegan sjúkdóm Áfallastreita og áhrif veikinda á fjölskyldu

Að greinast með alvarlegan sjúkdóm Áfallastreita og áhrif veikinda á fjölskyldu. Magnea B. Jónsdóttir Sálfræðingur á Sálfræðiþjónustu Landspítala Geðsviði. 15. nóvember 2012. Hvað er áfall skv. „ áfallafræðunum”?. DSM-IV greiningakerfið (viðmið A):

Download Presentation

Að greinast með alvarlegan sjúkdóm Áfallastreita og áhrif veikinda á fjölskyldu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Að greinast með alvarlegan sjúkdóm Áfallastreita og áhrif veikinda á fjölskyldu Magnea B. Jónsdóttir Sálfræðingur á Sálfræðiþjónustu Landspítala Geðsviði 15. nóvember 2012

  2. Hvað er áfall skv. „áfallafræðunum”? DSM-IV greiningakerfið (viðmið A): • Atburðurinn: Upplifun á eða vitni að atburði sem ógnaði lífi og/eða olli alvarlegum áverka • Sálræn viðbrögð: Ótti, hjálparleysi eða hryllingur • Hjá börnum getur það komið fram sem æst og ruglingsleg hegðun • Dæmi um áföll sem gerast hér á landi: • Alvarleg slys, t.d., bílslys, frístundaslys, vinnuslys • Náttúruhamfarir (jarðskjálftar, snjóflóð, eldgos, sjóslys) • Hverskonar ofbeldi, brottnám / haldið í gíslingu • Ástvinamissir • Að greinast með alvarleg veikindi ICD-10: Streituvaldandi atburður eða aðstæður (til skamms eða langs tíma) sem var sérstaklega ógnvekjandi eða hörmulegur í eðli sínu, sem myndi vera líklegur að valda víðtæku/miklu uppnámi hjá næstum því hverjum sem er.

  3. Viðbrögð eftir áföll sem geta leitt til áfallastreitu og annars konar vanda: Flótti /Forðun • Forðast hugsanir • Forðast það sem minnir á • Bæla niður tilfinningar • Pirringur/árásargirni • Sjálfsskaðandi hegðun • Misnotkun efna/áfengis • Ofát • Hugrof/detta út • Félagsleg einangrun • Dregur úr virkni • Líkamleg einkenni – heilsufarsleg vandamál Cognitive Processing Therapy, Resick et al, 2007

  4. Einkenni áfallastreituröskunar (ÁSR, PTSD) ~ 3 flokkar • Endurupplifun • Ágengar minningar, martraðir, endurupplifun, sterkar tilfinningar og/eða líkamleg viðbrögð þegar eitthvað minnir á áfall • Forðun og tilfinningadofi • Forðast að hugsa um, tala um, upplifa tilfinningar, aðstæður/fólk sem minna á áfallið. Áhugaleysi á því sem áður var skemmtilegt, vera úr tengslum við fólk, tilfinningadofi, tilfinning um að verða skammlífur • Ofurárvekni (líkamleg örvun) • Svefntruflanir, reiði/pirringur, einbeitingarörðugleikar, ofur-árvekni, bregða auðveldlega

  5. Hvers vegna bregðumst við svona sterkt við áföllum? • Í fyrsta lagi brýtur áfallið niður okkar grunngildi um lífið: að lífið sé nokkuð öruggt, í föstum skorðum, hefur ákveðna merkingu og tilgang • Í öðru lagi þá koma áföll oft óvænt og án viðvörunar. Við fáum engan eða lítinn tíma til að aðlagast þessum nýju aðstæðum • Fyrri streita og áföll geta haft mikil áhrif á viðbrögð við nýju áfalli • Við bregðumst líka á ólíkan hátt við áföllum. Mismunandi persónuleikar

  6. Áfallið að veikjastEðlileg viðbrögð í óeðlilegum aðstæðum • Afneitun / doði – þetta getur ekki verið satt • Reiði – af hverju ég? • Kvíði / ótti – mun ég lifa þetta af? • Depurð / Sorg – missir á lífsgæðum • Öryggisleysi / hjálparleysi / framtaksleysi • Áhrif á sjálfsmynd – minna sjálfstraust • Samviskubit / eftirsjá – hefði átt að lifa öðru vísi • Þunglyndi – ég ræð ekki við þetta • Líkamleg viðbrögð Þyngsli fyrir brjósti, herpingur í maga, örari hjartsláttur, sviti, svefntruflanir, breytt matarlyst, þreyta, ...

  7. Algengar tilfinningar hjá aðstandendum Aðstandendur upplifa oft svipuð einkenni og sjúklingurinn Sektarkennd Ótti / kvíði Vonleysi Vanmáttur / Hjálparleysi Reiði / pirringur Sorg Aðstandendur reyna oft frekar að fela líðan sína til að vera sterkari fyrir sjúklinginn

  8. Að lifa með veikum einstaklingi Sjúklingur í fyrsta sæti Líf aðstandanda – hvað verður um það? Aðstandendur verða að vera sterkir, mega ekki gráta, það mun gera sjúklingnum erfiðara fyrir Má hafa gaman og njóta lífsins? Er það óréttlátt gagnvart sjúklingnum? Gagnkvæm tillitssemi, getur hún gengið of langt? Vaxandi álag og streita fylgir oft þessum aðstæðum sem hefur áhrif á samskipti

  9. Hvað eru aðstandendur að kljást við? • Mjög misjafnt eftir einstaklingum og veikindum • Hvernig á að koma fram við þann veika • Flóttaleiðir aðstandenda (hella sig út í vinnu eða verkefni tengd veikindinum – (verða bensínlaus, búinn með orkuna) • Finnast þeir ekki gera nóg • Eðlilegt að fá stundum nóg af veikindum • Jafnvel hræðsla við að veikjast líka • Passa sig á að fara ekki í meting – hver og einn gerir sitt besta og það er misjafnt • Spyrja sjúkling hvað er hjálplegt og hvað ekki

  10. Viðkvæm málefniAtriði sem mörgum finnst erfitt að ræða um • Kynlíf og tilfinningaleg nánd • Að ræða um tilfinningar • Sögur – vondar sögur, góðar sögur • Möguleg endalok • Sjúklingurinn hefur oft miklar áhyggjur af sínum nánustu, hvað hann sé að leggja á þá. Mikilvægt að hægt sé að ræða það • Upplýsingaskortur: Aðstandendur eru ekki alltaf með t.d. hjá lækni og þora oft ekki að spyrja nánar út í sjúkdóminn og meðferðina

  11. Streita – kvíði, hvað gerist Þegar einstaklingurinn skynjar, við sérstakar aðstæður, að hann er af einhverjum ástæðum ekki fær um að takast á við þessar aðstæður og að það muni hafa áhrif á vellíðan hans. (Lazarus og Folkman, 1984) • Eðlilegt viðbragð sem hefur þjónað • mikilvægum tilgangi í þróun • mannskepnunnar • Hellisbúinn • Undirbýr einstaklinginn undir yfirvofandi átök • Lífeðlisleg viðbrögð koma fram til að takast á við áreitið

  12. Streitu og kvíðaviðbrögðAllir þekkja þessi einkenni en ef þau eru viðvarandi er hætt við alvarlegri afleiðingum • Tilfinningaleg einkenni Innri spenna, kvíði, ótti, pirringur,tilfinning fyrir að hafa ekki stjórn á aðstæðum, uppgjör • Líkamleg einkenni Vöðvaspenna, hraður andardráttur, hraður hjartsláttur, sviti, þreyta, svefntruflanir • Einkenni sem tengjast hugsun Áhyggjur, ofmeta vandamál, ofmeta hættu, vanmeta eigin getu, óttast að vandamáli ljúki aldrei, einbeitingarskortur, athyglin beinist inn á við • Einkenni sem tengjast hegðun Breytt matarlyst, eirðarleysi, forðast kvíðavaldandi aðstæður, tilhneiging til að fresta hlutum, neikvæð áhrif á frammistöðu, verri einbeiting, gleymska

  13. ÞunglyndiViðvarandistreita og kvíðigetastuðlaðaðþunglyndiEinniglangvarandiveikindi Orsakir þunglyndis • Áföll, missir, veikindi, atvinnuleysi • Erfið reynsla í bernsku (óöryggi/ástleysi) • Hugsanavillur og útskýringastíll • Mikið álag og að hafa ekki stjórn á aðstæðum • Léleg sjálfsmynd /óöryggi • Erfðir Megin einkenni þunglyndis • Ytri einkenni • Depurð • Innri spenna • Svefntruflanir • Breyting á matarlyst • Tilfinningaviðbrögð • Einbeitingarerfiðleikar • Þunglyndishugsanir • Framtaksleysi • Sjálfsvígshugsanir

  14. Að fyrirbyggja streituVið getum haft áhrif á hvernig við eyðum tíma okkar Stunda heilbrigt líferni, mataræði og hreyfing Rækta andlegar og félagslegar hliðar Nýta hjálpargögn og biðja um aðstoð Álag og kröfur innan skynsamlegra marka Stunda skipulögð vinnubrögð - forgangsraða Sleppa taki af fullkomnunaráráttu Þekkja takmörk sín og möguleika Segja oftar nei Taka ekki ábyrgð á öðrum Hafa stjórn á lífi sínu Fá næga hvíld – slökun

  15. Meðferðviðáfallastreitu • Fræðsla (normalisera): þettaerueðlilegviðbrögð • Berskjöldun (exposure): Fara í áfalliðogupplifaþærtilfinningarnarsemkomaupp • Hugrænúrvinnsla (cognitive processing) • Að skilja áfallið/sjúkdóminn • Takast á við leiftursýn og martraðir ef það er fyrir hendi • Takast á við spennu, pirring og reiði.Takast á við það að forðast aðstæður eða hluti • Sigrast á depurð eða sorg án þess að forðast þær tilfinningar

  16. Samspil umhverfis á líkama, hug og sálarlíf • Persónubundið og aðstæðubundið hvernig við metum áreiti frá umhverfinu • Hvernig við metum það hefur áhrif á viðbrögð okkar og líðan • Mikilvægt að skoða hvernig við bregðumst við áreitum og hvað stjórnar því • Í hverri stöðu eru upplýsingar, möguleikar og tækifæri, oft höfum við val • Viðhorf og gildi skipta miklu, lífsreglur sem við lifum eftir – lært í uppvexti

  17. Túlkun veikinda • Það eru ekki aðstæður eða atvik sem valda okkur vanlíðan heldur hugsanir tengdar þeim • Hvernig við hugsum um eða metum veikindin hefur áhrif á hvernig okkur líður og hvernig við bregðumst við Aðstæður Hugsun Líðan Missir Ógnun við líf, heilsu og öryggi Árás, óréttlæti Depurð – sorg Kvíði Reiði Að greinast með lifrabilun

  18. Fyrri reynsla-uppeldi KJARNAVIÐHORF Lífsreglur Viðbrögð Atburður Sjálfvirkar Hugsanir Tilfinningar Líkamleg einkenni Hegðun Hugræna módelið Hugsanir og viðhorf er lært ferli

  19. Vítahringur hugsana Áhyggjur af heilsu Hugsun Ég verð alltaf veik/ur – mun aldrei geta gert það sem ég gerði áður Staðfesting Ég hafði rétt fyrir mér, ég get ekkert Er alltof veik/ur Líðan Depurð Vonleysi Orkuleysi - þyngsli Atferli Leggst frekar fyrir Geri ekkert Kem engu í verk

  20. Vítahringur hugsanaVið getum haft áhrif á hugsanir okkar og gerðir Áhyggjur af heilsu Hugsun Ég verð örugglega betri með tímum Staðfesting Þetta gekk bara vel. Ég get meir en ég hélt Líðan Bjartsýni Von Aukinn styrkur Atferli Framkvæmieittverkefnisemégveitégræðvið

  21. Að endurmeta hugsanir Er önnur hlið á málinu? Hefði ég tekið aðra afstöðu ef mér hefði liðið betur? Myndu aðrir sjá þetta á sama hátt? Er hjálplegt að hugsa á þennan hátt? Hverjar eru afleiðingarnar? Hvaða áhrif myndi það hafa ef ég hugsaði ekki á svona neikvæðan og óhagstæðan hátt? Getur verið að ég sjái ekki aðrar leiðir að því að ég er föst í neikvæðum hugsunarhætti

  22. Leiðir að rökréttari hugsun • Hvaða rök styðja hugsunina/niðurstöðuna? • Hver eru rökin sem ganga gegn hugsun minni? • Hver er rökréttasta niðurstaðan? • Hvað er það versta sem gæti gerst? • Hvað er það besta sem gæti gerst? • Hver er fyrri reynsla? • Hver er líklegasta/rökréttasta niðurstaðan? • Hvað myndir þú segja við vin þinn sem kæmi til þín með sömu tilfinningar/hugsanir og þú ert að upplifa?

  23. Persónuleiki og heilsa • Bjartsýnir • Horfast í augu við vandamálin • Skipulagðari • Betri tilfinningastjórnun • Leita frekar eftir félagslegum stuðningi • Trúa á lausnir • Svartsýni • Meiri líkur á að þróa með sér sjúkdóma • Meiri afneitun • Aukin fjarlægð frá atburðum • Streitutengdari tilfinningar • Minna kapp að ná markmiðum • Oft lengur að jafna sig eftir aðgerðir/veikindi • Meiri lyfjaneysla Er svartsýni vs bjartsýni óbreytanleg stærð?

  24. Sá bjartsýni getur alveg gert sömu vitleysur og hinn svartsýni en hann skemmtir sér þó betur við það

  25. Eru tækifæri í veikindum? • Fjölskyldan þjappast saman • Meiri tími í samveru • Opnari umræður um líðan og tilveruna • Lífið endurmetið – hvað skiptir máli • Læra að þekkja sjálfan sig betur • Upplifa styrkleika frá umhverfinu • Læra að lifa meira í núinu, taka hvern dag fyrir sig

  26. Takk fyrir

More Related