250 likes | 520 Views
Aðferðafræði og menntarannsóknir 50.00.04 http://starfsfolk.khi.is/meyvant/menntarannsoknir.htm. -Inngangur- MÞ-SRJ-JE 9. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands. Umræðan um menntamál. „Inside the black box“ – Úr svari nemanda:
E N D
Aðferðafræði og menntarannsóknir 50.00.04http://starfsfolk.khi.is/meyvant/menntarannsoknir.htm -Inngangur- MÞ-SRJ-JE 9. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands
Umræðan um menntamál „Inside the black box“ – Úr svari nemanda: • „Þeir sem aðhyllast atferlishyggju (behaviorism) telja að allir geti skilið og lært nokkurn veginn á sama hátt með skipulegri öflun og miðlun þekkingar. • Þeir sem fylgja hugsmíðihyggju (constructivism) telja að svo sé ekki heldur byggi einstaklingar upp þekkinguna og hún sé háð túlkunum og samhengi og þar með einstaklingsmiðuð. • Síðarnefnda stefnan hæfir mun betur nútímaskólastarfi og þeim kröfum sem það gerir til náms og kennslu. Ég held að input-output líkanið sé úrelt.“
Atferlishyggja studd af vissuhyggju (pósitívisma) • Til er endanleg þekking og einn veruleiki “þarna úti” sem allir geta skilið og lært á sama hátt…þessa þekkingu má öðlast kerfisbundið með skipulegri upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun. Input Output
Hugsmíðihyggja studd af póstmódernisma o.fl. • Einstaklingar og samfélög byggja upp „persónu-aðstæðubundna“ sýn á veruleikann sem er háð túlkun, samhengi og merkingu. Ekki um að ræða “einn veruleika, heldur marga”.
Umræðan um menntamál Ath: • „Síðarnefnda stefnan hæfir mun betur nútímaskólastarfi og þeim kröfum sem það gerir til náms og kennslu. Ég held að input-output líkanið sé úrelt “. • Á hverju byggir þú þetta? Hvar eru gögnin? Sbr. titil viðtalsins við Gerði G. Óskarsdóttur (sjá lesefni) • Nýtum við niðurstöður rannsókna til að styðja skoðanir okkar, ákvarðanir og stefnumótun? Hvernig má nálgast slíkar rannsóknaniðurstöður? Hvernig vitum við hvað gagnast okkur þar og hvað ekki?
Umræðan um menntamál • Hvernig öflum við bestrar vitneskju um og skýrum: • Gildi samræmdra prófa? • Kosti eða vandamál einstaklingsmiðaðs náms? • Meint vandamál sem sem fylgja skóla án aðgreiningar (inclusion)? • Stöðu íslenska skólakerfisins í samanburði við önnur skólakerfi? • Gengi Íslendinga í PISA? • Gildi frjálsra leikja í námi og uppeldi barna?
Um námskeiðið • Námskeiðið Aðferðafræði og menntarannsóknir hefur þann megintilgang að byggja upp færni til að svara slíkum spurningum með skipulögðum hætti... • Markmið að nemendur • kynnist rannsóknum í uppeldis- og menntunarfræðum og öðlist innsýn í aðferðafræði og viðfangsefni • Skilji helstu hugtök þekkingarfræði og vísindaheimspeki • þekki helstu aðferðir menntarannsókna • rýni í rannsóknir og nýti sér niðurstöður þeirra • tileinki sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun • geti unnið af nákvæmni og fræðilegri ögun
Viðfangsefni og vinnulag • Tölfræði og hugtök tengd henni, töflureiknir (Excel) • Lestur rannsóknagreina og annarra skyldra texta • Eigindlegar (kvalítatívar) og megindlegar (kvantítatívar) rannsóknir. • Blönduð aðferðafræði (Mixed methodology) _______________ • Fyrirlestrar á miðvikudögum kl. 9.30 – 10.00 (sjá nánar í áætlun) • Verkefnatímar miðvikudaga kl. 10.20 – 11.50. Fyrirkomulag verkefnatíma getur verið breytilegt frá einum tíma til annars.
Námsmat • Lokapróf í maí (50%) • Einstaklingsverkefni með áherslu á hugtök og aðferðir úr lesefni (15%). Lokaskiladagur 4. febrúar. Hlutaskil í lok 2. og 3. viku (Lokið/ólokið), 19/1 og 26/1 • Einstaklingsverkefni með tengingu við skrif um rannsóknir (10%). Skiladagur 16. mars. • Hópverkefni (3−4 saman) sem tengist rannsókn á vettvangi/heimaskóla (25%). Skil með kynningu í lok námskeiðs. • Engin mætingaskylda
Lesefni • McMillan, J.H. (2004). Educational Research. Fundamentals for the consumer. Boston: Pearson Education, Inc. • Leshefti: Aðferðafræði og menntarannsóknir 50.00.04 - 51.00.04 (fæst í Bóksölu KHÍ) • Tölfræðivefur Amalíu Björnsdóttur: http://vefir.khi.is/tolfraedi/textar/Default.htm • Ítarefni
Nokkur inngangsatriði Rannsóknir hjálpa okkur að leita svara við spurningum eins og: • Hvernig ættum við að koma til móts við þarfir bráðgerra barna? • Hvaða áhrif hefur það að fjölga eða fækka nemendum í bekk? • Hefur blöndun fatlaðra og ófatlaðra áhrif á námsárangur/námsframvindu? • Myndi samþætting námsgreina hafa áhrif á námsárangur... til hins betra...eða verra?
Átta-ára-rannsóknin (30-skóla-rannsóknin) Rannsókn framkvæmd í Bandaríkjunum á 4. áratug 20. aldar: • Nemendur í 30 unglingaskólum fylgdu sérstakri námskrá sem fól ekki í sér hefðbundna námsgreinaskiptingu, heldur samþættingu námsþátta og opnari markmið en hefðbundnir skólar. • Þótti sérlega vönduð rannsókn og margir hafa haft hana sem fyrirmynd. • Nemendur þeirra 6 unglingaskóla sem gengu lengst í breytingum á námskrám náðu sérlega góðum árangri á næsta skólastigi (College).
Hvað felur menntarannsókn í sér? Rannsókn þarf að uppfylla ströng skilyrði um verklag svo niðurstöður hennar teljist trúverðugar… • Við gagnasöfnun • Við úrvinnslu og greiningu gagnanna • Við túlkun gagnanna Menntarannsókn sem “Science” eða “Scientific inquiry”: • Stundum talað um “hard science” (eðlisvísindi og önnur s.n. raunvísindi) og “soft science” (mennta- og félagsvísindi). • Það fyrra “easy-to-do science” en það síðara “hard-to-do science” David C. Berliner 2002
Menntarannsóknir: “Hard-to-do science” Tvær meginhefðir þekktar í menntarannsóknum • Megindleg / Kvantítatív rannsóknarhefð (Quantitative) • Eigindleg / Kvalítatív rannsóknarhefð (Qualitative) • Berliner telur hæpið greina síknt og heilagt þarna á milli, snúa sér heldur að blöndun þessara hefða > Mixed Methodology. • Af hverju? Viðfangsefnin eru flókin og mikið af óvissuþáttum > Menntarannsóknir “The hardest science of all"
Hlutverk menntarannsókna fer eftir því hvernig niðurstöður eru nýttar • Grunnrannsóknir (Basic research): Til að sannprófa eða betrumbæta kenningar, t.d. kenningar um samband milli fyrirbæra • Hagnýtar rannsóknir (Applied research): Til að styðja við starf og ákvarðanir um þróun menntamála • Starfendarannsóknir (Action research):Kennarar meta eigin aðstæður, lýsa, túlka og skýra ferli eða atburði á vinnustöðum • Mat á skólastarfi (Evaluation research): Mat á ýmsum þáttum skóla, sbr. sjálfsmat skóla
Að lesa skrif um menntarannsóknir • Megintilgangur námskeiðsins og lesefnis þess er að gera þátttakendur færa um að lesa og skilja greinar og skýrslur um menntarannsóknir • Rannsóknargrein felur í sér lýsingu á rannsókn, framkvæmd hennar og niðurstöðum • Þar er að finna svör við spurningunum: Hvað var rannsakað? Hvernig var það rannsakað? Hvers vegna? Hvað kom í ljós?
Dæmigerð uppsetning rannsóknargreinar • Titill og höfundur/höfundar • Útdráttur (Abstract) • Inngangur (Introduction) • “Review of Literature” • Rannsóknarspurningar, Research problem • Aðferð (Method and design) • Niðurstöður (Results) • Umræða (Discussion) • Samantekt (Conclusions) • Heimildir (References)
Svanborg R. Jónsdóttir • Grunnskólakennari 1978 – kenndi í grunnskóla til 2006 • MA nám frá HÍ 2005– rannsókn á tilurð nýsköpunarmenntar í íslenskum grunnskólum. • Doktorsnám við KHÍ 2006 – þátttaka í menntarannsóknum meðfram yfirstandandi doktorsrannsókn sem fjallar um nýsköpunarmennt.
Rannsóknalæsi • geta lesið og metið menntarannsóknir sér til gagns í starfi • geta sjálf framkvæmt rannsóknir sér (og öðrum) til gagns í starfi
Endanlegt markmið menntarannsókna • Að hjálpa öðrum til að auka gæði lífs síns (McMillan:bls 2) • Að auka gæði skólastarfs – bæta skólastarf með því að læra af reynslu annarra og/eða af eigin reynslu. • Endanlegt markmið skólastarfs er að auka gæði lífsins
Menntarannsóknir • Eru kerfisbundnar athuganir á vandamálum í skólastarfi og til að leita svara við spurningum um menntamál.
Vísindaleg nálgun í rannsóknum Leitast við að: • sýna óhlutdrægni • hafa stjórn á persónulegri hlutdrægni • sýna nákvæmni • hafa einfaldleika í framsetningu og útskýringum • draga ályktanir gætilega • leita staðfestinga • vera opin(n) fyrir nákvæmri skoðun • vera rökrétt – hvort sem aðleiðsla eða afleiðsla er notuð til að finna merkingu.
Undirbúningur fyrir 16. janúar Kynntu þér lesefnið og reyndu að átta þig á eftirfarandi: • Tilgangur þess að nota tölfræði og hvað er lýsandi tölfræði (Descriptive statistics) • Hvað er átt við með miðsækni (Central tendency)? • Hvað er átt við þegar talað er um dreifingu gagna (Distribution of data), t.d. normaldreifingu? • Töflur og mismunandi myndrit, heiti þeirra og tilgangur
Undirbúningur fyrir 16. janúar • Hvað er breyta (Variable) í tölfræði og finndu sem flest dæmi um ólíkar breytur sem gætu komið fyrir í menntarannsóknum • Kvarðar (Scales) til að mæla breytur og mismunandi eiginleikar slíkra kvarða • Vegið meðaltal (t.d. 20 nemendur > meðaleinkunn 4,5 og 10 nemendur > meðaleinkunn 8,5)
Undirbúningur fyrir 16. janúar • Tvö lítil talnasöfn: A: 4, 5, 6, 7, 8 og B: 2, 4, 6, 8, 10 • Finndu meðaltöl beggja • Hvorum megin er dreifingin meiri? Reiknaðu staðalfrávik hvors um sig • Hvert er miðgildi safns B? • Athugaðu eftirfarandi: 1, 2, 2, 3, 4, 4, 4, 5, 5, 5, 6, 6, 7, 7, 7, 7, 8, 9, 10. Búðu til breytu og kvarða sem myndu hæfa þessu talnasafni. Settu inn í Excel og finndu meðaltal, miðgildi, staðalfrávik og prófaðu að setja upp myndrit. • http://vefir.khi.is/tolfraedi/textar/Default.htm